„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“ hafa slegið í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2020 19:50 Sigrún Erna, rúgbrauðmeistari Reykholts í Biskupstungum í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
„Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“, eru rúgbrauð, sem slegið hafa í gegn í Reykholti í Biskupstungum í sumar en rúgbrauðin eru bökuð í Reykholtshver og borðuð með þykku lagi af smjöri. Sælkeragöngur í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð í sumar hafa slegið algjörlega í gegn en boðið hefur verið upp á göngurnar á hverjum föstudegi frá 11:00 til 13:00 . Herdís Friðriksdóttir hefur séð um göngurnar og miðlað skemmtilegum fróðleik um svæðið. „Til þess að lokka fólk inn þá þarf að gefa því eitthvað að borða þess vegna fáum við aðeins að smakka, það er svo skemmtilegt,“ segir Herdís. Herdís Friðriksdóttir hefur stýrt göngunum í sumar. Hér er hún með nokkrum þátttakendum að spá í nöfnin á fjöllunum í uppsveitum ÁrnessýsluMagnús Hlynur Hreiðarsson. Þeir sem hafa tekið þátt í göngunum hafa fengið að smakka af heimagerðu konfekti frá veitingastaðnum Mika og grænmeti og berum frá garðyrkjubændum. Þá hafa rúgbrauð, sem bökuðu eru í hvernum í Reykholti vakið mikla lukku hjá göngugestum en það er rúgbrauðsmeistari Reykholts, Sigrún Erna, sem á heiðurinn af bakstrinum en hún bakar brauðin undir merkjunum; „Rúgbrauð í fernu frá Sigrúnu Ernu“. „Galdurinn við gott rúgbrauð er að það sé nógu klístrað þegar þú borðar það þannig að það sitji svolítið vel í munninum á eftir en hráefnið er náttúrulega bara íslensk súrmjólk, púðursykur og hitt er leyndarmál,“ segir Sigrún Erna og hlær. Hún segir frábært að baka brauðið úr hvernum. „Já, þetta er forréttindi að fá að vera hérna og nota þennan pott, þetta er glænýr pottur, sem var gerður fyrir okkur í fyrra og síðan ég flutti í sveitina aftur fyrir sex árum síðan þá byrjaði ég að baka brauð eftir uppskrift frá mömmu, sem hún fékk uppskriftina frá konu hér í sveitinni þannig að þetta er bara sveitarúgbrauð.“ Síðustu sælkeragöngur sumarsins verða farnar næstu tvo föstudaga, 7. og 14. ágúst og hefjast þær klukkan 11:00 við veitingastaðinn Mika í Reykholti. Þeir hundruð gesta sem hafa tekið þátt í sælkeragöngunum í sumar hafa hámað í sig rúgbrauðin frá Sigrúnu Ernu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Bláskógabyggð Menning Matur Bakarí Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira