Öld frá stofnun öflugrar bókaverslunar á Ísafirði Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 19:09 Stórhýsi Bókaverslunar Jónasar Tómassonar var byggt við Silfurtorg á árunum 1922 til 1928. Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur. Menning Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þess var minnst með opnun sýningar á Ísafirði í dag að hundrað ár eru liðin frá því Jónas Tómasson síðar tónskáld hóf verslun með bækur á Ísafirði. Hann byggði skömmu síðar eina veglegustu byggingu bæjarins þar sem enn er rekin bókaverslun og varð einn helsti menningarfrömuður Ísafjarðar. Jónas Tómasson fluttist fátækur sveitarpiltur rétt um tvítugt til Ísafjarðar um aldamótin 1900. Hann lærði á orgel einn vetur í Reykjavík og spilaði á það auk þess sem hann var söngstjóri og mikill áhugamaður um öll félagsmál í bænum. Gunnlaugur Jónasson sonur hans segir að tuttugu árum eftir komuna til bæjarins hafi faðir hans fest kaup á lítilli bókaverslun við Aðalstræti. Jónas Tómasson var mikill áhugamaður um félagsmál og tónlist. Var tónskáld og organisti í Ísfjarðarkirkju í 50 ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. „Svona hálfgert bakhús. Þar verslaði hann í sjö átta ár og réðst svo í að byggja stórhýsið við Silfurtorg. Húsið Hafnarstræti 2 sem hefur alla tíð verið mjög áberandi bygging í miðbæ Ísafjarðar. Þar var bókaverslunin til staðar og reyndar rekin þar bókaverslun enn þann daginn í dag.,“ segir Gunnlaugur. Jónas var alla tíð einn helstu menningarfrömuða bæjarins ekki minnst í tónlistinni eins og margir afkomenda hans, ekki síst sá sem tók við rekstrinum af honum. Gunnlaugur sonur Jónasar var aðeins um tvítugt þegar hann tók við rekstrinum af föður sínum og rak verslunina í rúm fjörtíu ár.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Þegar hann var orðinn sjötugur þá tók sonur hans við rúmlega tvítugur að aldri. Nefninlega ég sjálfur þá nýkominn úr skóla, hann var farinn að lýast á þessu, og rak þessa verslun í rúmlega fjörtíu ár þegar sonur minn tók við. Þessi bókaverslun Jónasar Tómassonar var rekin í 86 ár,“ segir Gunnlaugur. En það sést ekki á Gunnlaugi að hann varð 90 ára á þessu ár og rennir sér enn fimlega á gönguskíðum eins og hann hefur gert öll sín ár. Hann segir tímana breytta og erfitt fyrir smáverslanir á landsbyggðinni að spjara sig en fyrir um áratug tók Pennin Eymundsson við versluninni. Árið 1960. Kynsóðum saman hafa Ísfirðingar keypt bækur, blöð, tímarit og gjafavörur í versluninni sem um tíma seldi einnig hljóðfæri og síðar var stofnað dótturfyrirtæki með íþróttavörur. Enda hefur fjölskyldan alltaf haft mikinn áhuga á útivist. Þarna sést meðal annarra Geirþrúður Charlesdóttir vinstra meginn við baksvip Gunnlaugs en hún vann í versluninni árum saman.Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar. Á fyrstu áratugum síðustu aldar var Ísafjörður þá þegar orðinn mikill menningarbær með tónlistarskóla, leikhúsi, öflugri verslun og fjörugri pólitík. Fyrir utan að vera organisti í kirkjunni í fimmtíu ár var Jónas einnig tónskáld og áhugamaður um útivist. Svona var umhorfs í Bókaverslun Jónasar Tómassonar árið 1929Myndasafn fjölskyldu Jónasar Tómassonar „Stofnandinn var músíkant. Hann flutti inn hljóðfæri. Seldi orgel strax eiginlega í upphafi síns tíma með búðina og fleiri hljóðfæri. Strengjahljóðfæri og eitt og annað. Þegar ég tók við komu ný áhugamál. Það var náttúrlega haldið áfram með hljóðfæri og nótur, talsvert mikið flutt inn. Svo hafði maður áhuga á útivist og fór að versla með ýmis konar útivistarvörur,“ segir Gunnlaugur.
Menning Ísafjarðarbær Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira