Hin 16 ára Amanda skrifaði undir hjá Nordsjælland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 22:30 Amanda Andradóttir mun leika með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Vísir/Nordsjælland Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira