Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Arnar Sverrisson skrifar 11. ágúst 2020 14:00 Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. Örsjaldan fæðast börn með kynfæri beggja eða vísi að þeim (intersex). Kynvitund eða kynsömun (sexual identity, sexual identification) felur í sér skilning hvers og eins á eigin kyni, þ.e. venjulega, hvort um sé að ræða karl- eða kvenkyn (eða hvorugkyn). Kynvitund stuðlar að mótun kynhlutverka (sexual role, gender role) í samræmi við algengar væntingar og reglur þar um. Kynhneigð snýr að kynhvötinni (sexual need, sexual urge), þ.e. hvernig hver og einn kýs að leysa girnd sína, njóta kynásta. Oftast er um gagnkynkynhneigð (heterosexual) að ræða, þ.e. kona kýs að ástunda kynlíf með karli og öndvert. Stundum er fólk samkynhneigt (homosexual) eða tvíkynhneigt (bisexual). Kynhneigð hefur í sögunnar rás verið með ýmsu móti. T.d. var samkynhneigð stunduð í Grikklandi hinu forna og þekkt meðal fjölmargra þjóðflokka. Kynhneigð skýrist tæpast nægilega fyrr en á áliðnu gelgjuskeiði eða snemma á fullorðinsárum. Kynhvötin er jafnan óstýrilát. Austurríski læknirinn og sálkönnuðurinn, Sigmund Freud (1956-1939), sagði ung börn ekki vera við eina fjölina felld (polymorph perverse), hvað snerti munúð og unað. Hvort tveggja kynjanna nyti ásta með sama og gagnstæðu kyni. Hins vegar beindi uppeldi og siðboð kynnautninni í ákveðinn farveg. En þrátt fyrir þetta er kynhneigðin býsna óstöðug eins og sjá má, þegar kynin lifa einöngruð hvort frá öðru, t.d. í fangelsum. Þar er t.a.m. ekki óalgengt, að konur verði samkynhneigðar. Sumar taka meira að segja upp dæmigerða karlháttu og –hlutverk. En þegar heim er komið verða þær aftur gagnkynhneigðar með karli sínum (eða körlum). Þekkt er kynröskun, kynvitundarbrenglun eða kynhverfa (transgender, transsexual, sexual dysphoria, gender dysphoria, gender identity dissorder, genderqueer, cisgender), þ.e. efasemdir og óvissa um eigið kynferði, kynósætti. Um er að ræða nokkur tilbrigði. Vægara tilbrigði þessa er klæðnaðarskiptahneigð (cross-dressing), þ.e. sú þörf eða þrá að samsamast gagnstæðu kyni, að því marki að klæðast fötum þess og tileinka sér dæmigert látæði eða hátterni viðkomandi kyns. Oftast er um karlmenn að ræða, karldrottningar (drag queen), og stundum er röskunin hverful. Öllu afdrifaríkari og alvarlegri er sú vitund, tilfinning eða sannfæring, að kynið sé rangt og öfugsnúið. Slík sannfæring getur stuðlað að ásetningi um kynbreytingu eða kynskipti (transsexualism). Kynröskun hefur bæði hjá ungum og öldnum stundum verið tengd sjúkdómum eins og Klinefelters heilkenni (Klinefelter´s syndrome), ýmsum tilbrigðum við geðveiki (psychosis) og geðklofa (schizophrenia). Kynröskun er skilgreind sem sjúkdómur í ICD (International Classification of Diseases). Kynþroskaröskun er vægari greining sömu grundvallarkynóvissu (sexual maturation disorder). Kynskipti (sex reassignment surgery, sexual surgery, gender reassignment surgery, sex reassignment therapy, sex change) skyldi framkvæma að ítarlega athuguðu máli, því heilbrigð líffæri eru skemmd við aðgerðina og önnur gerð óstarfhæf, án þess að starfhæf kynfæri og kyntengd starfshæfni miðtaugakerfis hins óskaða kyns verði sköpuð. Kynvakagjöf veldur óafturkræfum breytingum. Karlkona verður ekki að eiginlegri konu, kvenkarl ekki að eiginlegum karli. Þriðja kynið, samkyn, hvorugkyn eða hinsegin kyn, er þannig til orðið. Hugsanlega er endurskapað það kyn, sem getið er um í grískri goðafræði. Í Samdrykkju forngríska heimspekingsins, Platons, segir: „Í fyrsta lagi voru þrjú kynferði manna, ekki tvö, karlkyn og kvenkyn, eins og nú. Auk þessara var til hið þriðja kyn sem var samsett af hinum tveimur.“ (Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson.) Fram að þessu hafa drengir og karlar aðallega þjáðst af kynröskun – jafnvel sex til níu sinnum oftar. En nú virðist hafa brotist út faraldur meðal unglingsstúlkna – jafnvel snemma á gelgjuskeiði - sem eru ónógar sjálfum sér, angistarfullar og daprar í bragði. Faraldurinn er í eðli sínu svipaður öðrum sálsýkisfaraldri, t.d. sjálfsmeiðingum og lystarstoli. Þróunin er uggvænleg. Í bók sinni, „Óafturkræft tjón: Dætur okkar eru dregnar á tálar í kynskiptabrjálæði,“ (Irreversible dammage: The transgender Craze Seducing Our Daughters) bendir norður-ameríski blaðamaðurinn, Abigail Shrier, m.a. á, að í Stóra-Bretlandi hafi slíkum aðferðum hafi fjölgað um rúm 4000% milli áranna 2016 og 2017. Svo virðist sem þróunin sé svipuð í heimalandi hennar. Abigail kallar fyrirbærið „tímabundna móðursýki.“ Ungu stúlkurnar gera sér í hugarlund, að kynskipti muni bæta heilsu þeirra og geð. Hvað veldur? Höfundur segir: „Á líðandi stundu er fórnarlambsskilningur eftirsóknarverður meðal unglinga. Þetta er einasti valkostur hvítra unglingsstúlkna, svo margar þeirra velja hann.“ Abigail bendir einnig á, að það eigi sér stað „markviss innræting kynjahugmyndafræði í skólum. Því sé stöðugt haldið að unglingunum, að kyn þeirra gæti verið rangt. ... Í stað þess að kenna börnunum eru þau endurgerð.“ Höfundur er sálfræðingur. Ótilgreindar þýðingar eru höfundar.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar