Og svo deyjum við… Friðrik Agni Árnason skrifar 14. ágúst 2020 08:30 Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvenær staldraðir þú síðast við og spurðir þig hvað í fjandanum þú sért að gera? Hver er tilgangurinn? Ekkert okkar veit neitt í okkar haus. Svona í rauninni. Ekkert sem við gerum meikar endilega einhvern sens og þess vegna erum við alltaf að reyna búa til sens úr hlutunum sem við erum að gera. Við erum að leita að ástríðu okkar eins og hún sé fjársjóður falinn einhversstaðar við enda regnbogadruslu sem við svo aldrei finnum nema kannski sumir ,,heppnir”. Hve oft heyrum við okkur sjálf og aðra í kringum okkur segja: Já ég er bara að leita svolítið að sjálfum/sjálfri mér og hvað mig langar að gera. Ef við pælum samt í því. Hversu líklegt er að við vitum ekki sjálf hver okkar eigin ástríða er? Það er ömurlega glatað að vita það ekki. Það er eðlilegt en samt ótrúlega glatað. En er ekki líklegra að við vitum nákvæmlega hver hún er en höfum ekki kjarkinn til að fylgja henni eftir? Ástríða okkar sprettur að innan og ef við gefum okkur tíma og rými til að hlusta þá vitum við nákvæmlega hver hún er. Flest okkar erum bara of föst inn í mynstri heimssamfélagsins sem hefur búið til kassa og form sem við reynum af mesta megni að passa inn í. Sumir eru jafnvel tilbúnir að berjast fram í rauðan dauðann til að komast inn í kassann, bókstaflega. Þeir fatta kannski loksins í framhaldslífinu að sú barátta þjónaði engum tilgangi og þeir dóu til einskis. Það er ekki merkingin sem ég vil með mínum dauða. Fyrst ég þarf endilega að deyja þá vil ég allavega deyja með tilgangi. Og til þess að deyja með tilgangi þá þarf ég að lifa með tilgangi. Það er auðveldara að eltast við mynstur samfélagsins heldur en að horfast í augu við innri ástríðu og búa til sitt eigið mynstur. Það er ekki kassi eða hringur. Það er kannski bara flækjukúla. Og flækjukúlur hræða okkur. En við deyjum svo öll. Jafnvel þó þú farir í stríð fyrir málstað sem er ekki einu sinni þinn eigin málstaður og kemst hjá því að deyja þá deyrðu samt einhverntímann seinna. Því miður. Það er bara staðreynd. Við sem erum lifandi akkúrat núna á jörðinni eigum það sameiginlegt að við erum lifandi hér og nú á sama stað og tíma. Genin okkar eru ólík en það sem tengir okkur öll er að við höfum sömu örlög. Dauði. En okkar eigin tilgangur er skilgreindur af okkur sjálfum og okkur einum. Engin annar veit hver ástríða okkar er. Mér finnst yndislegt að tala við eldra fólk. Semsagt mjög gamalt fólk. Og heyra og skynja enga eftirsjá í því heldur einungis sátt og þakklæti. Manneskjan hefur kannski aldrei átt flottasta húsið, bílinn, ferðast mest eða átt margar milljónir í veskinu. En manneskjan hefur enga eftirsjá í hjartanu. Ég heimsótti þannig konu um daginn. Það komu augnablik í samtalinu sem hreinlega gáfu mér sting í hjartað af innblæstri; Ekkert stress, engar áhyggjur, þetta var allt bara svona eins og gengur. „Ég lufsast þetta svona áfram…” Og svo bara kemur minn tími. Hún sagði þetta síðasta kannski ekki en mér fannst það bergmála í loftinu og það var fallegt. Í dag svífur yfir okkur einhver óvissa, óöryggi og hræðsla. Gæti verið að undir öllu veiru veseninu sé þetta í grunninn sama hræðslan og við höfum alltaf haft? Hræðslan við endalokin? Veiran (sem er ekki einu sinni það skæð í sjálfu sér miðað við margt annað) er samt sem áður áminningin á vanmátt okkar gagnvart eigin dauða. Veiran er alltaf nálægt. Hún var það líka áður en hún flaug frá Kína. Allt sem við gerum og gerðum meikar engan sens í stóra samhenginu. Það er samt einmitt full ástæða til þess að gera allavega eitthvað og ekki deyja í tilgangsleysi. Þó að ekkert sem þú gerir skipti í raun máli þá getur þú alveg eins gert eitthvað eins og að gera ekkert, ekki satt? Nokkra hluti hef ég uppgötvað um sjálfan mig. Ég hef fundið út að ég skrifa mikið og hef alltaf skrifað. Ég kann það ekkert endilega en ég geri það bara samt. Sumt er flott og meikar kannski einhvern sens. Annað er glatað og er í skúffum. Það eru þó mín skrif og minn sannleikur. Ég dansa og kenni dans og geri það af einlægni. Ég tala út frá mínum sannleika og ég hvet aðra til dáða af einlægni. Stundum hugsa ég að ef við reynum öll eftir okkar bestu vitund að lifa í einlægni og sannleika, lærum og þroskumst sem ein heild að þá séum við nýta tímann okkar hérna betur. Í staðinn fyrir að reyna vera ódauðleg og hvort öðru merkilegri. Gera eitthvað í stað þess að gera ekkert. Því tíminn rennur út hvort sem er. Sem minnir mig á það. Ég þarf að hringja símtal sem ég hef verið hræddur við að hringja. Það tengist ástríðu minni og ég gæti fengið höfnun á hinum enda símalínunnar. En ég meina. Það skiptir ekki máli. Hvað er það versta sem kemur fyrir? Ef ég dey í miðju símtali þá dey ég allavega við að fylgja ástríðu minni og verð ekki bitur draugur í kassa. Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun