Donald Trump forseti Bandaríkjanna sagði á blaðamannafundi í kvöld að drónaárás Bandaríkjahers í Írak í nótt hafi verið gerð til þess að stöðva stríð. Bandaríkjamenn réðu einn valdamesta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad. Hershöfðinginn Qasem Soleimani fór fyrir Quds-sérsveitum byltingarvarðarins sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins.
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að morðið á hátt settum hershöfðingja gæti valdið stríði en hann hefur blásið á þá gagnrýni. Sagði forsetinn að hann hafi fyrirskipað árásina þar sem íranski hershöfðinginn hafi verið byrjaður að undirbúa árásir á Bandaríkjamenn. Forsetinn birti mynd af bandarískum fána á Twitter-síðu sinni skömmu eftir að tilkynnt var um árásina.
Fundurinn var haldinn á Flórída og á fundinum sagði Trump meðal annars að Bandaríkin vilji ekki knýja fram breytingar á stjórnarfari í Íran. Í frétt á vef New York Times er sagt frá því að Bandarísk yfirvöld séu byrjuð að flytja hermenn til mið-Austurlanda. 4.000 hermenn verið fluttir þangað á næstu dögum.
Soleimani var afar valdamikill og naut trausts bæði æðstaklerksins og almennings. Í Íran var litið á hann sem þjóðhetju en Bandaríkjamenn skildgreindu Quds-hersveitir hans sem hryðjuverkamenn. Stjórnvöld í Íran lofa því að hefna fyrir morðið og allt er á suðupunkti vegna ríkjanna tveggja.
A statement from President @realDonaldTrump: pic.twitter.com/Jfy4GCLdif
— The White House (@WhiteHouse) January 3, 2020