Leikkonan Cameron Diaz og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Benji Madden, hafa eignast sitt fyrsta barn. Barnið er stúlka sem hefur fengið nafnið Raddix Madden. Leikkonan tilkynnti fæðingu stúlkunnar á Instagram og sagði þar að þau væru svo hamingjusöm og þakklát fyrir að geta byrjað þennan nýja áratug með þessum gleðifréttum.
Hjónin ákváðu þó að birta ekki mynd af barninu sínu þar sem þau vilja vernda hennar einkalíf.
„Við munum því ekki birta myndir eða deila frekari smáatriðum, fyrir utan það að hún er mjög sæt.“
Parið kynntist í maí árið 2014 og giftu þau sig ár síðar. Cameron er 47 ára gömul og ákvað á síðasta ári að hætta að leika, að minnsta kosti í einhvern tíma.
View this post on Instagram