Sorpa hætt að senda flokkað plast beint í brennslu Eiður Þór Árnason skrifar 3. janúar 2020 11:42 Helmingur úrgangs frá sænskum heimilum var brenndur til orkunýtingar árið 2017. Vísir/Vilhelm - Getty/balipadma Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu. Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Í haust hætti Sorpa að senda flokkað plast til orkuendurvinnslu og byrjaði fyrirtækið í október síðastliðnum að senda plastið aftur til flokkunar og efnisendurvinnslu í Svíþjóð. Fram að því hafði allt flokkað plast sem fyrirtækið safnaði á höfuðborgarsvæðinu verið sent til brennslu í Svíþjóð þar sem það var nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Viðbrögð við lokun markaða í Asíu Gripið var til þessa ráðs eftir að mörg ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu árið 2018 sem gerði mörgum vestrænum ríkjum erfitt fyrir að koma plasti til efnisendurvinnslu. Með efnisendurvinnslu er átt við það þegar plastefni er endurnýtt til þess að búa til nýjar vörur eða efni.Sjá einnig:Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust„Við byrjuðum á þessu í byrjun október og er ástæðan sú aðallega að það er að öllu jöfnu umhverfisvænni leið að senda til efnisendurvinnslu heldur en orkuendurvinnslu,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu, í skriflegu svari til Vísis. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu er ástæða þess að nú sé hægt að senda plastið til efnisendurvinnslu að nýjar verksmiðjur séu farnar að opna í Svíþjóð og öðrum löndum í kjölfar þess að markaðir í Kína lokuðu. Hluti plastsins áfram brenndur Þó hefur ekki enn náðst jafnvægi á markaðnum fyrir notað plast og ekki liggja fyrir tölur sem segja til um það hve hátt hlutfall plastefnis sem Sorpa sendir út fari til efnisendurvinnslu. Hluti plastsins verður áfram sendur til orkuendurvinnslu og metur samstarfsaðili Sorpu í Svíþjóð hvað sé endurvinnsluhæft. „Allt það plast sem við sendum út í dag er ætlað til endurvinnslu. Hve mikið raunverulega endar í endurvinnslu og hvað mikið í orkuendurvinnslu á eftir að koma í ljós þegar niðurstöður flokkunar úti fara að berast,“ kemur fram í svari Björns.Sjá einnig:Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnumHann segir ástæðu þess að ekki sé hægt að efnisendurvinna ákveðnar tegundir af plasti vera að ekki séu til tæknilegar aðferðir til að endurvinna allt plast. „Samsettar plastumbúðir er ekki hægt að endurvinna en samsettar geta verið úr mörgum tegundum plasts (t.d. laminat sem er samlímt úr mörgum tegundum plasts) eða þá samsett með öðrum efnum eins og t.d. pappír eða ál.“ Betra að brenna til orkunýtingar en að urða Slíkt plast sé alltaf sent í orkuendurvinnslu fremur en urðað. Í samtali við Vísi í júlí síðastliðnum sagði stjórnandi hjá Umhverfisstofnun að það sé alltaf betra að nota úrgangsplast í orkuframleiðslu líkt og gert er í Svíþjóð fremur en að urða það. „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið,“ sagði Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun. Sorpa hvetur jafnframt almenning til þess að draga úr notkun á plasti. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla, hér eftir sem hingað til, til að draga úr notkun á plasti og nýta plast sem nauðsynlegt er á sem umhverfisvænastan hátt,“ segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu.
Sorpa Svíþjóð Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28 Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
Íslensk plastendurvinnsla mun geta tekið við öllu endurvinnanlegu plasti á Íslandi Úr plastinu er unnið hráefni til plastframleiðslu sem selt er áfram til fyrirtækja sem framleiða nýjar vörur úr plasti. Til að mynda er hráefni frá Pure North notað í framleiðslu á plaststaurum og rörum hér á landi, en mest af hráefninu er þó selt utan landsteinanna. 2. ágúst 2019 15:28
Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Flokkað plast á höfuðborgarsvæðinu hefur verið brennt til orkuendurvinnslu eftir að markaðir í Asíu fyrir notað plast lokuðust. 16. júlí 2019 10:15