Boðar frekari árásir á sveitir Íran Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2020 21:30 Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Yfirvöld Íran og vopnaðir hópar sem ríkið styður hyggja mögulega á fleiri árásir í Mið-Austurlöndum sem beinast gegn Bandaríkjunum. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna eru þó tilbúnir til fyrirbyggjandi árása, samkvæmt Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann segir yfirstaðnar árásir á hermenn og sendiráð Bandaríkjanna í Írak ekki endilega vera þær síðustu. Þegar hafi Bandaríkjamenn orðið varir við vísbendingar um fleiri árásir. „Ef það gerist munum við bregðast við og ef við heyrum að árásum eða einhvers konar vísbendingum um árásir, munum við grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að verja sveitir Bandaríkjanna og líf Bandaríkjamanna,“ sagði Esper við blaðamenn í dag.Eftir að stór hópur vopnahópa sem tengjast Hezbollah og eru studdir af Íran og stuðningsmenn þeirra ruddust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdhad á þriðjudaginn, sendu Bandaríkin hóp landgönguliða til sendiráðsins. Þar að auki hafa nokkur hundruð fallhlífarhermenn verið sendir til Kúveit, sem frekari viðbragðssveitir. Hershöfðinginn Mark Milley, sem ræddi einnig við blaðamenn í dag, sagði að ef aðrir hópar geri tilraunir til að komast inn í sendiráðið muni þeir lenda í „hjólsög“. Árásin á þriðjudaginn var gerð eftir að Bandaríkin gerðu loftárásir gegn umræddum hópum. Þær árásir voru gerðar í kjölfar þess að bandarískur verktaki lét lífið þegar eldflaug var skotið á bandaríska herstöð.Hér má sjá myndband frá Washington Post sem fjallar um það hvernig árásin á sendiráðið fór fram.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Pompeo frestar ferð til Úkraínu vegna átaka í Írak Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ákveðið að fresta ferð sinni til Úkraínu og fjögurra annarra ríkja vegna árásar sem gerð var á sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad í Írak. 1. janúar 2020 23:49