Harry Maguire verður aðalfyrirliði Man Utd eftir aðeins nokkra mánuði hjá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2020 10:30 Harry Maguire með fyrirliðabandið. Getty/Simon Stacpoole Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994 Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ole Gunnar Solskjær þurfti að finna nýjan aðalfyrirliða Manchester United eftir að félagið seldi Ashley Young til Internazionale. Ashley Young tók við sem aðalfyrirliði af Antonio Valencia í haust þegar Kólumbíumaðurinn rann út á samning og yfirgaf félagið. Antonio Valencia hafði verið aðalfyrirliði í eitt tímabil eða frá því að Michael Carrick setti skóna upp á hillu. Nú þarf hins vegar að finna nýjan fyrirliða og þótti þar þykir líklegast að Harry Maguire hreppti hnossið. Maguire hefur fengið bandið að undanförnu þegar Ashley Young hefur ekki komist í liðið. Það sem er athyglisvert við það er að Harry Maguire hefur bara verið hjá félaginu í nokkra mánuði. Manchester United keypti Harry Maguire frá í júlí síðastliðnum og hann hefur því aðeins verið United-leikmaður í sex mánuði. Solskjær hefur samt sem áður nú tilkynnt það að hann verði nýr fyrirliði félagsins. Daily Mail: Manchester United boss Ole Gunnar Solskjaer confirms Harry Maguire as full-time captain https://t.co/uaRwHIUPg6#mufc#utd#unitedpic.twitter.com/MtKHzg5OAR— United News App (@UnitedNewsApp) January 17, 2020 Ashley Young fékk þessa stöðu á sínu níunda tímabili hjá Manchester United og Antonio Valencia var líka búinn með átta leiktíðir á Old Trafford þegar hann var gerður að aðalfyrirliða. Michael Carrick var síðan búinn að vera hjá Manchester United í ellefu ár þegar hann var gerður að aðalfyrirliða við brottför Wayne Rooney. Rooney varð fyrirliði á sínu ellefta tímabili og Nemanja Vidić var leikmaður Manchester United í fimm ár áður en hann var gerður að aðalfyrirliða liðsins. Þá má ekki gleyma Gary Neville sem er uppalinn hjá félaginu og var á þrettánda tímabili í meistaraflokki United þegar Sir Alex Ferguson gerði hann að aðalfyrirliða. Harry Maguire er sýnt mikið traust af stjóra sínum með því að fá þetta hlutverk. Maguire hefur sýnt það að undanförnu að hann er tilbúinn að fórna sér fyrir liðið með því að spila í gegnum meiðsli. Það eru heldur ekki margir eldri leikmenn í liðinu en helsta samkeppnin væri kannski frá mönnum eins og Juan Mata, Paul Pogba, David de Gea eða Nemanja Matić. Hlutverk Phil Jones er það lítið að það er ólíklegt að hann verði valinn. Harry Maguire er því orðinn aðalfyrirliði Manchester United áður en hann spilar sinn þrítugasta leik fyrir félagið.Síðustu aðalfyrirliðar Manchester United:Harry Maguire 2020- Ashley Young 2019-20 Antonio Valencia 2018-19 Michael Carrick 2017-18 Wayne Rooney 2014-17 Nemanja Vidić 2011-2014 Gary Neville 2005-11 Roy Keane 1997-2005 Eric Cantona 1996-97 Steve Bruce 1994-96 Bryan Robson 1982-1994
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira