Pirraður Mikkel Hansen í settinu eftir leikinn: Þið eruð að reyna skapa klofning Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2020 10:30 Hansen eftir tapið gegn Íslandi í 1. umferðinni. vísir/epa Mikkel Hansen, stórstjarna danska landsliðsins, er ekki sáttur með fréttaflutning TV 2 Sport á Evrópumótinu í handbolta. Danmörk er úr leik eftir tap gegn Íslandi og jafntefli gegn Ungverjalandi og hann var mættur í settið eftir sigurinn á Rússum í gær. Það var ljóst frá byrjun að Mikkel væri ósáttur. Hann var spurður út í sína eigin frammistöðu eftir leikinn gegn Ungverjum og svaraði þá: „Ég kemst ekki í neinar góðar stöður. Ég er næstum aldrei með boltann og þá er erfitt að skjóta,“ sagði Hansen og sagði að þetta væri öðruvísi en vanalega. Mikkel Hansen afviser splid med Nikolaj Jacobsen Hansen har kaldt det frustrerende, at han ikke fik bolden mere. Han understreger dog, at det ikke er en kritik af landstræner Nikolaj Jacobsen. https://t.co/l8h8CQ5FHG— SportenDK (@SportenDK) January 16, 2020 Þessum ummælum hafa fjölmiðlar í Danmörku gert mikið úr og sagt að hann sé óbeint að skjóta þessum ummælum í átt að landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jakobsen. Hann var fljótur að skjóta á TV 2 Sport er hann mætti í settið í gær. „Nú hef ég bara getað fylgst aðeins með og hvernig þið hafið reynt að skapa klofning fram og til baka. Það finnst mér kaldhæðnislegt að reyna að skapa klofning milli mín og landsliðsþjálfarans,“ sagði Hansen. Stórstjarnan skoraði einungis nítján mörk í mótinu. Þegar Danmörk vann gullið á HM í fyrra var hann markahæsti maður mótsins. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Danir kvöddu með sigri Danmörk vann þriggja marka sigur á Rússland í þýðingarlausum leik. 15. janúar 2020 21:02 Engin hjálp frá Íslandi, fáránlegt tal og fíaskó segir danska pressan eftir afhroðið Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær. 16. janúar 2020 06:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Mikkel Hansen, stórstjarna danska landsliðsins, er ekki sáttur með fréttaflutning TV 2 Sport á Evrópumótinu í handbolta. Danmörk er úr leik eftir tap gegn Íslandi og jafntefli gegn Ungverjalandi og hann var mættur í settið eftir sigurinn á Rússum í gær. Það var ljóst frá byrjun að Mikkel væri ósáttur. Hann var spurður út í sína eigin frammistöðu eftir leikinn gegn Ungverjum og svaraði þá: „Ég kemst ekki í neinar góðar stöður. Ég er næstum aldrei með boltann og þá er erfitt að skjóta,“ sagði Hansen og sagði að þetta væri öðruvísi en vanalega. Mikkel Hansen afviser splid med Nikolaj Jacobsen Hansen har kaldt det frustrerende, at han ikke fik bolden mere. Han understreger dog, at det ikke er en kritik af landstræner Nikolaj Jacobsen. https://t.co/l8h8CQ5FHG— SportenDK (@SportenDK) January 16, 2020 Þessum ummælum hafa fjölmiðlar í Danmörku gert mikið úr og sagt að hann sé óbeint að skjóta þessum ummælum í átt að landsliðsþjálfaranum Nikolaj Jakobsen. Hann var fljótur að skjóta á TV 2 Sport er hann mætti í settið í gær. „Nú hef ég bara getað fylgst aðeins með og hvernig þið hafið reynt að skapa klofning fram og til baka. Það finnst mér kaldhæðnislegt að reyna að skapa klofning milli mín og landsliðsþjálfarans,“ sagði Hansen. Stórstjarnan skoraði einungis nítján mörk í mótinu. Þegar Danmörk vann gullið á HM í fyrra var hann markahæsti maður mótsins.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Danir kvöddu með sigri Danmörk vann þriggja marka sigur á Rússland í þýðingarlausum leik. 15. janúar 2020 21:02 Engin hjálp frá Íslandi, fáránlegt tal og fíaskó segir danska pressan eftir afhroðið Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær. 16. janúar 2020 06:00 Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Sjá meira
Danir kvöddu með sigri Danmörk vann þriggja marka sigur á Rússland í þýðingarlausum leik. 15. janúar 2020 21:02
Engin hjálp frá Íslandi, fáránlegt tal og fíaskó segir danska pressan eftir afhroðið Dönsku miðlarnir hafa verið duglegir að gagnrýna danska handboltalandsliðið og það hélt áfram í gær. 16. janúar 2020 06:00