Mikil áfallahjálp framundan Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:09 Fyrstu léttbátarnir komu að landi á Flateyri upp úr klukkan tvö í dag með mannskap og vistir. Landhelgisgæslan Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu. Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira
Mikil áfallahjálp er framundan í fjöldahjálparstöðum á Flateyri, Suðureyri og Ísafirði vegna snjóflóðanna sem féllu á Vestfjörðum undir miðnætti í gær. Sjálfboðaliðar Rauða krossins og aðrir viðbragðsaðilar taka þar á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og veita auk þess öllum sem vilja sálrænan stuðning. Tugir hafa nýtt sér þjónustu hjálparstöðvanna í dag. Lýst var yfir neyðarstigi í dag vegna snjóflóðanna á Flateyri og við Suðureyri sem féllu á tólfta tímanum í gærkvöldi. Tvö snjóflóð féllu á og við Flateyri og stúlka grófst undir öðru þeirra en var bjargað heilli á húfi. Brynhildur Bolladóttir Brynhildur Bolladóttir upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir í samtali við Vísi að þrjár fjöldahjálparstöðvar hafi verið opnaðar vegna snjóflóðanna: í Kiwanis-húsinu á Ísafirði, Fisherman á Suðureyri og í grunnskólanum á Flateyri. „Í þeim öllum er tekið á móti fólki sem hefur þurft að yfirgefa húsin sín þannig að fólk getur fengið gistingu. En það er líka sálrænn stuðningur í boði á öllum stöðum,“ segir Brynhildur. „Við höfum fundið fyrir því að þetta ýfir upp gömul sár þó að allt hafi farið vel, nokkurn veginn. Þannig að þetta er í boði en fólk bregst auðvitað mismunandi við.“ Um fimmtán manns höfðu nýtt sér þjónustuna á Flateyri nú síðdegis. „Og þetta er mest þannig að fólk er að spjalla en sjálfboðaliðarnir hlusta ef þarf og segja fólki við hverju á að búast.“ Þá höfðu um 45 manns leitað í fjöldahjálparstöðina á Ísafirði í morgun en um fimmleytið nú síðdegis var 31 staddur í stöðinni. Níu voru á sama tíma á Suðureyri. Varðskipið Þór er statt á Flateyri og þá verður þyrla Landhelgisgæslunnar send vestur í sjúkraflug og með björgunarsveitarfólk frá Reykjavík seinna í kvöld. Íbúar á Suðureyri hafa jafnframt verið beðnir um að vera ekki á ferli utandyra á svæðinu.
Almannavarnir Björgunarsveitir Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Sjá meira
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug á Vestfirði Á þriðja tímanum í dag var áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar kölluð út til þess að fara í sjúkraflug vestur á Flateyri og Ísafjörð. 15. janúar 2020 15:32
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04