Vegfarendur virði lokanir á Vestfjörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. janúar 2020 06:49 Færðin á Vestfjörðum á sjöunda tímanum. Vegagerðin Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag. Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Sjá meira
Vegir á Vestfjörðum erum ýmist lokaðir eða ófærir þennan morguninn. Vegfarendur eru eindregið hvattir til að virða þær lokunarráðstafanir sem gripið hefur verið til. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Skutulsfjarðarbraut lokuð og verður staðan endurmetin klukkan átta. Vegurinn um Eyrarhlíð er að sama skapi lokaður og verður athugað með hann klukkan tíu. Mannaðir voru lokunarpóstar á öllum helstu stöðum. Vegir við Súðavíkurhlíð, Kirkjubólshlíð og Flateyrarveg eru auk þess lokaðir vegna snjóflóðahættu en ekki liggur fyrir hvenær þær lokanir verða endurmetnar. Á veg Vegagerðarinnar segir einnig að vegirnir um Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði séu lokaðir. Vestfirðir: Skutulsfjarðarbraut er lokuð og verður athuguð um kl. 8:00. Vegurinn um Eyrarhlíð er lokaður og verður ath. kl.10:00. Flestar leiðir eru ófærar þó er fært á Hálfdán og Mikladal. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 15, 2020 Annar staðar á Vestfjörðum er svo gott sem ófært, að frátöldum Hálfdán og Mikladal. Að sama skapi býður veðrið ekki upp á flugsamgöngur þessa stundina. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og er gert ráð fyrir að veður gengi niður um hádegi. Þá mun sérfræðingum gefast færi á að meta umfang snjóflóðanna þriggja sem féllu á Flateyri og norðanverðum Súgandafirði. Veðurstofan mun ekki endurmeta ofanflóðaspá fyrr en í birtingu. Veðurspá næsta sólarhrings á norðanverðum Vestfjörðum og völdum fjörðum.Dregur hægt úr vindi um og eftir hádegi, 10-15 m/s undir kvöld (miðvikudagskvöld) á láglendi jafnt sem í fjallahæð. Samhliða minnkandi vind dregur úr ofankomu og verður orðið úrkomulítið í kvöld, miðvikudagskvöld. Aðfaranótt fimmtudags verður hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið. Það hlýnar heldur er lægir og hiti verður um og jafnvel aðeins yfir frostmarki aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudag.
Samgöngur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30