Gustav Magnar nýtur góðs af sjókvíaeldi við Íslandsstrendur Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 11:45 Jón er ánægður með sjókvíaeldið sem og Gustav Magnar en Haraldi þykir skjóta skökku við að þessi yngsti milljarðamæringur heims sé að hagnast á sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. „Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra. Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
„Í ljósi viðtals við Jón Gunnarsson á Bylgjunni í morgun þá hef ég ákveðið að opna þetta innlegg mitt,“ segir Haraldur Eiríksson um pistil sem hann ritaði og fer nú sem eldur um sinu á Facebook. Þegar þetta er ritað hafa á annað hundrað deilt pistlinum en hann er einnig að finna á Vísi undir fyrirsögninni: Nýju gjafakvótagreifarnir. Haraldur er stjórnarmaður í Íslenska náttúruverndarsjóðnum og Atlantic Salmon Trust en hann er búsettur á Bretlandseyjum. Haraldur spyr hvort Ísland sé Namibía norðursins? En, í því dæmi sem hann tiltekur eru Íslendingar í hlutverki Namibíumanna og Norðmenn eru þeir sem hagnast á auðlindinni. Haraldur birtir mynd af yngsta milljarðamæringi heims. Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims en auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum.Getty/Jason Mendez „Á meðfylgjandi mynd má sjá hinn 25 ára Gustav Magnar Witzøe, einn yngsta milljarðamæring heims. Auðæfi hans eru metin á um 400 milljarða ISK og eru þau tilkomin vegna eldis á laxi í sjókvíum, en faðir hans hefur fært honum umrædd auðæfi í formi hlutabréfa,“ skrifar Haraldur. Hann spyr hvað Íslendingum komi þetta við og svarar þá spurningunni sjálfur: „Jú, þeir feðgar ásamt öðrum, eru meirihlutaeigendur Arnarlax á Vestfjörðum. Gustav og fyrirtæki hans er einn þeirra aðila sem Íslendingar hafa gefið framleiðslukvóta í sjókvíaeldi í lögsögu sinni án útboðs. Arnarlaxi hafa verið færðir framleiðslukvótar á laxi að andvirði 35-40 milljarða við strendur Íslands, ef miðað er við gangverð slíkra kvóta í Noregi í dag. Þeim sem telja ekki hægt að bera saman gangverð laxaframleiðslukvóta á Íslandi og Noregi skal bent á þá staðreynd að það er styttra frá Osló til Íslands, en frá Osló til sjókvía í Norður-Noregi.“ Viðtalið sem Haraldur Eiríksson vísar til má heyra hér ofar en auk Jóns er Jón Helgi Björnsson formaður Landsambands veiðifélaga í hljóðstofu. Þeir ræddu meðal annars nýtt frumvarp sjávarútvegsráðherra.
Börn og uppeldi Fiskeldi Noregur Sjávarútvegur Umhverfismál Tengdar fréttir Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13 Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00 Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Hátt í 180 þúsund skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að hætta sjókvíaeldi Um 180 þúsund einstaklingar, um allan heim, hafa lagt nafn sitt við áskorun til stjórnvalda í Noregi, Skotlandi, Írlandi og á Íslandi um að stöðva útgáfu leyfa fyrir nýjum opnum sjókvíaeldisstöðvum og um að setja fram skuldbindandi áætlun um að nema þegar útgefin leyfi úr gildi í áföngum. 18. nóvember 2019 13:13
Atlaga gegn lífríki Íslands Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. 8. janúar 2020 15:00
Nýju gjafakvótagreifarnir Verð hlutabréfa sjókvíaeldis fyrirtækisins Arnarlax hefur nærri tvöfaldast frá því viðskipti hófust með bréf fyrirtæksins í kauphöllinni í Osló um miðjan nóvember. 14. janúar 2020 11:00
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13