Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. janúar 2020 10:43 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í íþróttahúsinu að Sunnubraut. Vísir/Friðrik Icelandair þurfti að útvega á annað þúsund farþegum sínum gistingu nótt vegna röskunar á flugumferð á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs. Ekki var hægt að koma öllum á hótel og því var gripið til þess ráðs að setja að koma þeim fyrir í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík. Þar hafði Rauði krossinn í Reykjanesbæ sett upp fjöldahjálparmiðstöð fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Keflavíkurflugvallar. Einn þeirra sem var einstaklega ánægður með fjöldahjálparmiðstöðina var Belginn Raymond Peutz. Hann átti að fara með Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum. „Við þurftum að bíða í þrjá tíma í flugvélinni á flughlaðinu. Það var rólegt í vélinni. Þetta var mjög vel skipulagt og eflaust verið erfitt fyrir flugliðana og flugmennina að takast á við þetta,“ sagði Raymond. „Þetta er ný upplifun en það er gott skipulag á þessu og við lifum þetta af. Þetta er eitthvað sem gleymist ekki,“ sagði Raymond. Hann nefndi þó að upplýsingaflæðið hefði mátt vera betra hjá Icelandair. „Ég geri mér grein fyrir því að öll fyrirtæki sem lenda í þessu eiga í erfiðleikum með að koma upplýsingum á framfæri á skjótan hátt. Icelandair veitti ekki miklar upplýsingar um tíma en kannski vegna þess að þau vissu ekki sjálf við hverju mátti búast,“ sagði Raymond. Mikil óreiða á flugvellinum Laurie Colson var með í sama flugi og Raymond með Icelandair frá Belgíu til Íslands. Hún var á leið heim til Seattle þegar hún varð strandaglópur vegna veðurs hér á landi. Með því fyrsta sem Laurie nefndi er samtakamátturinn í Reykjanesbæ sem gat sett upp athvarf fyrir farþegana á svo skömmum tíma. Hún sagði veðurspá gera ráð fyrir snjókomu og leiðindum þegar hún kemur heim til Seattle en ekkert sem væri í líkingu við það sem hún hefði séð hér á Íslandi. „Ef við fáum fimm sentímetra snjódýpt þá fer borgin á hliðina,“ sagði Laurie. Hún sagði mikla óreiðu hafa verið á flugvellinum þegar þeim var loksins hleypt frá borði. „Og það vantaði upp á upplýsingagjöfina. Það vantaði að láta okkur vita hvert við áttum að fara, hvað við áttum að gera og hvað væri að gerast. Okkur var haldið á einum stað án þess að okkur væri sagt af hverju.“ „Erfitt að fá upplýsingar“ Sofie Vincent Nielsen var á leið frá Kaupmannahöfn til Seattle með Icelandair. Daninn sagði það hafa verið pirrandi aðstæður að vera föst í flugvélinni tímum saman en um leið og farþegarnir hefðu áttað sig á því að lítið væri hægt að gera í því þá slökuðu þeir á. Á flugvellinum hafi hins vegar verið mikil óreiða. „Það var erfitt að fá upplýsingar. Það var óþægilegt að vita ekki hvert maður á að fara og hvað er að fara að gerast.“ „Þessi fjöldahjálparmiðstöð kom hins vegar skemmtilega á óvart. Þetta er miklu betra en við áttum von á þegar við yfirgáfum flugvöllinn.“ Ekki hægt að biðja um mikið meira Leanne Jagger var á ferð frá Bretalandi til Chicago þegar veðrið sagði hingað og ekki lengra. „Það er eins og það er. Það voru allir að reyna að vera jákvæðir. Starfsfólkið var ótrúlegt, þau höfðu flogið til Englands fyrst. Þau réttu okkur mat og vatn. Miðað við aðstæðurnar var þetta eins gott og hægt gat orðið,“ sagði Jagger. Hún bjóst við meiri óreiðu þegar hún komst loksins inn í flugstöðina. „En allir voru frekar rólegir.“ Jagger var yfir sig hrifin af athvarfinu í íþróttahúsinu að Sunnubraut. „Mér finnst mikið til þess koma að þau náðu að setja þessa aðstöðu upp á svo skömmum tíma og bjóða öllum mat. Það biðu okkar pizzur þegar við komum. Meira að segja vegan pizzur. Og það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ sagði Jagger sem var ekki óánægð að missa nokkra daga af fríi sínu í Bandaríkjunum. „Við missum af nokkrum dögum. En okkur er hlýtt, við erum þurr, höfum mat og rúm. Icelandair og Rauði krossinn eru ótrúleg. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Stærsta neyðaraðstaða sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum segir útkall hafa borist klukkan níu í gærkvöldi. Það hafi verið óljóst í fyrstu en svo kom í ljós að finna þurfti skjól fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni. „Það fólk kom upp úr tíu og var til tólf. Síðan fáum við þær upplýsingar að fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni.“ Ekki var hægt að útvega öllum hótelgistingu og því hafi verið leitað til Rauða krossins. „Þetta er með því stærra sem við höfum ráðist í varðandi neyðaraðstöðu. Þetta hefur unnist í góðri samvinnu milli Rauða krossins og björgunarsveitanna og flugþjónustuaðilarnir uppi á velli hafa verið öflugir.“ Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Icelandair þurfti að útvega á annað þúsund farþegum sínum gistingu nótt vegna röskunar á flugumferð á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs. Ekki var hægt að koma öllum á hótel og því var gripið til þess ráðs að setja að koma þeim fyrir í íþróttahúsinu að Sunnubraut í Keflavík. Þar hafði Rauði krossinn í Reykjanesbæ sett upp fjöldahjálparmiðstöð fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni á leiðinni til Keflavíkurflugvallar. Einn þeirra sem var einstaklega ánægður með fjöldahjálparmiðstöðina var Belginn Raymond Peutz. Hann átti að fara með Icelandair til Seattle í Bandaríkjunum. „Við þurftum að bíða í þrjá tíma í flugvélinni á flughlaðinu. Það var rólegt í vélinni. Þetta var mjög vel skipulagt og eflaust verið erfitt fyrir flugliðana og flugmennina að takast á við þetta,“ sagði Raymond. „Þetta er ný upplifun en það er gott skipulag á þessu og við lifum þetta af. Þetta er eitthvað sem gleymist ekki,“ sagði Raymond. Hann nefndi þó að upplýsingaflæðið hefði mátt vera betra hjá Icelandair. „Ég geri mér grein fyrir því að öll fyrirtæki sem lenda í þessu eiga í erfiðleikum með að koma upplýsingum á framfæri á skjótan hátt. Icelandair veitti ekki miklar upplýsingar um tíma en kannski vegna þess að þau vissu ekki sjálf við hverju mátti búast,“ sagði Raymond. Mikil óreiða á flugvellinum Laurie Colson var með í sama flugi og Raymond með Icelandair frá Belgíu til Íslands. Hún var á leið heim til Seattle þegar hún varð strandaglópur vegna veðurs hér á landi. Með því fyrsta sem Laurie nefndi er samtakamátturinn í Reykjanesbæ sem gat sett upp athvarf fyrir farþegana á svo skömmum tíma. Hún sagði veðurspá gera ráð fyrir snjókomu og leiðindum þegar hún kemur heim til Seattle en ekkert sem væri í líkingu við það sem hún hefði séð hér á Íslandi. „Ef við fáum fimm sentímetra snjódýpt þá fer borgin á hliðina,“ sagði Laurie. Hún sagði mikla óreiðu hafa verið á flugvellinum þegar þeim var loksins hleypt frá borði. „Og það vantaði upp á upplýsingagjöfina. Það vantaði að láta okkur vita hvert við áttum að fara, hvað við áttum að gera og hvað væri að gerast. Okkur var haldið á einum stað án þess að okkur væri sagt af hverju.“ „Erfitt að fá upplýsingar“ Sofie Vincent Nielsen var á leið frá Kaupmannahöfn til Seattle með Icelandair. Daninn sagði það hafa verið pirrandi aðstæður að vera föst í flugvélinni tímum saman en um leið og farþegarnir hefðu áttað sig á því að lítið væri hægt að gera í því þá slökuðu þeir á. Á flugvellinum hafi hins vegar verið mikil óreiða. „Það var erfitt að fá upplýsingar. Það var óþægilegt að vita ekki hvert maður á að fara og hvað er að fara að gerast.“ „Þessi fjöldahjálparmiðstöð kom hins vegar skemmtilega á óvart. Þetta er miklu betra en við áttum von á þegar við yfirgáfum flugvöllinn.“ Ekki hægt að biðja um mikið meira Leanne Jagger var á ferð frá Bretalandi til Chicago þegar veðrið sagði hingað og ekki lengra. „Það er eins og það er. Það voru allir að reyna að vera jákvæðir. Starfsfólkið var ótrúlegt, þau höfðu flogið til Englands fyrst. Þau réttu okkur mat og vatn. Miðað við aðstæðurnar var þetta eins gott og hægt gat orðið,“ sagði Jagger. Hún bjóst við meiri óreiðu þegar hún komst loksins inn í flugstöðina. „En allir voru frekar rólegir.“ Jagger var yfir sig hrifin af athvarfinu í íþróttahúsinu að Sunnubraut. „Mér finnst mikið til þess koma að þau náðu að setja þessa aðstöðu upp á svo skömmum tíma og bjóða öllum mat. Það biðu okkar pizzur þegar við komum. Meira að segja vegan pizzur. Og það er ekki hægt að biðja um mikið meira,“ sagði Jagger sem var ekki óánægð að missa nokkra daga af fríi sínu í Bandaríkjunum. „Við missum af nokkrum dögum. En okkur er hlýtt, við erum þurr, höfum mat og rúm. Icelandair og Rauði krossinn eru ótrúleg. Það er ekki hægt að biðja um mikið meira.“ Stærsta neyðaraðstaða sem sett hefur verið upp í Reykjanesbæ Hannes Friðriksson, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum segir útkall hafa borist klukkan níu í gærkvöldi. Það hafi verið óljóst í fyrstu en svo kom í ljós að finna þurfti skjól fyrir þá sem höfðu lent í vandræðum á Reykjanesbrautinni. „Það fólk kom upp úr tíu og var til tólf. Síðan fáum við þær upplýsingar að fjögur þúsund manns séu í flugstöðinni.“ Ekki var hægt að útvega öllum hótelgistingu og því hafi verið leitað til Rauða krossins. „Þetta er með því stærra sem við höfum ráðist í varðandi neyðaraðstöðu. Þetta hefur unnist í góðri samvinnu milli Rauða krossins og björgunarsveitanna og flugþjónustuaðilarnir uppi á velli hafa verið öflugir.“
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Veður Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira