Svar við bréfi Matthildar Arnar Sverrisson skrifar 13. janúar 2020 08:00 Sæl, Matthildur, og hamingjuríkt ár! Þakka vinsamlegt, yfirgripsmikið og fróðlegt bréf þitt, sem birtist í Vísi þriðja janúar þessa árs. Ég sé að þú býrð í hinni fögru borg, Aðalheiði (Adelaide). Karlar, þar um slóðir eins og víðar, báru hlýhug til kvenna sinna, því þeir nefndu borgir, búðir og bæi eftir þeim – eins og Aðalheiði. Norður í eyðimörkinni er vinin og bæjarperlan, Lindir Alísar (Alice Springs). Að eyðimörkinni hallandi birtist Katarína (Katherine), áður en komið er til Darwin á norðurströndinni. Þar er að finna fjölda gatna og göngustíga. Þeir bera nöfn kvennaljóma, sem störfuðu að þjóðþrifamálum. Það er sömuleiðis við hæfi, að borgarar Aðalheiðar hafi reist styttu til minningar um kvenjöfurinn, dömu Roma Mitchell eða Romu fyrstu (1913-2000), sem gerði garðinn frægan með margvíslegum hætti; ráðgjafi drottningar, dómari í hæstarétti og háskólarektor. Sum sé sómi, sverð og skjöldur Aðalheiðar. Tíminn mun hins vegar leiða í ljós, hvort einn af ofstækisfyllstu kvenfrelsurum Ástrala, Clementine Ford (f. 1981) muni hljóta ámóta heiður. En heiður ber allavega Hannah Rachel Bell (1947-2015), sem í bók sinni, Vettvangur karla, vettvangur kvenna (Men‘s Business, Women‘s Business), segir frá þeirri áskorun að rannsaka frumbyggja Ástralíu við þátttöku í lífi þeirra. Í Ástralíu lifðu þeir, löngu áður en Aðalheiður var sett á stofn. Í farteskinu hafði Hanna hugsmíðar kvenfrelsaranna um samskipti kynjanna, en heim kom hún fróðari um lifandi sögu mannkyns og aukin að þroska. Almenn kúgun karla á konum þótti þeim ærið nýstárleg hugsun og óþekkt fyrirbæri þar um slóðir. Ég finn ekki sértökum spurningum stað í bréfi þínu og mun því leitast við að hugleiða með þér nokkur efnisatriði úr því. Ég leyfi mér að hafa til hliðsjónar grein þína um eitur og karla. Eðli, uppeldi og skóli: Spurningin um áhrif eðlis eða erfða annars vegar og uppeldis hins vegar á hátterni fólks, hefur staðið yfir frá fyrstu vangaveltum heimspekinganna. Formæður og forfeður svöruðu spurningunni svo: „Lengi býr að fyrstu gerð,“ og „fjórðungi bregður til fósturs.“ Lengra hafa vísindin ekki komist í sjálfu sér. Uppeldi ungviðisins hefur nánast alla mannkynssöguna stjórnast af innræti foreldrana og annarra nákominna, hefðum og siðum. Svo er að sumu leyti enn, þrátt fyrir „háskólalærða einstaklinga.“ En þar eins og víðar er misjöfn sauður í mörgu fé. Sumum þeirra lánast að læra eitt og annað, sem að gagni kemur, án þess að tapa kjölfestunni, arfi kynslóðanna. Meðal fræðimanna verða til hinar og þessar tískur, sem gera fátt annað en að rugla foreldra og börn þeirra í ríminu. Sumar eru beinlínis skaðlegar eins og stefna ofstækiskvenfrelsara í menntamálum. Hugmyndafræðilegt vegarnesti öfgahóps, sem hefur kvenfrelsunaráróður að atvinnu, er svipað því, sem áðurnefnd Hanna hafði með sér inn í samfélag frumbyggjanna. Kynhlutverk og ábyrgð: „Börn læra það, sem fyrir þeim er haft – lengi býr að fyrstu gerð.“ Nútíma vísindi segja fátt gáfulegra. Þessi speki stendur óhögguð. Því er það, að föðurlausir (karlmannslausir) drengir læra ekki til fullnustu að verða karlmenn. Hvorki drengir né stúlkur hljóta fullan þroska sem menn, búi þau ekki að nánum tengslum við þroskað, fullorðið fólk. Á því er verulegur misbrestur, sem hið opinbera oft og tíðum stuðlar að í álögum öfgakvenfrelsaranna. Það er fráleitt að meta ábyrgðartilfinningu alls karlkynsins (fjórir milljarðar eða svo) á grundvelli nokkurra dæma um einstaka karlmenn eða gjörðir þeirra. Það sama á við um konur. Sumar konur hlaupast undan ábyrgð sinni, rétt eins og karlar. Sjálfur þurfti ég að höfða mál til að fá faðerni dóttur minnar viðurkennt. En það var skammgóður vermir. Mér var meinað að ala hana upp, sjá hana. Hún var frá mér tekin (bókstaflega) að nafninu til líka. Það var lögbrot. En það var siðferðilegur og lögvarinn réttur mæðra að svipta börn feðrum sínum. Samkvæmt laganna hljóðan er það refsivert í dag, en dómarar og stjórnsýsla láta það viðgangast. Máttur hefðarinnar og heimskunnar er mikill. Þú segir: „Svo var það almennt ekki séð sem hlutverk karlkyns að vera í uppeldi barna sinna.“ Þessi staðhæfing hlýtur að byggja á misskilningi. Vissulega hefur það verið svo um gervalla sögu mannkyns, að mæður og konur hafi haft meginumsjón með ungviðinu fyrstu ár ævinnar, og innrætt þeim grunngildi samfélagsins, viðurkenndan hugsanagang þess, tungumál og siði. En karlar voru alla tíð þátttakendur í lífi nærsamfélagsins, barna og mæðra. Þeir báru aðalábyrgð á uppeldi drengja frá u.þ.b. sjö ára aldri. Á þessu er að verða vond breyting. Mikill fjöldi barna elst upp án náinna tengsla við feður sína og jafnvel karlmann yfirleitt. „Ungur nemur, gamall temur“ – „gott er það, sem gamlir kveða.“ Þessi speki er ónýtt í dag. Þú segir: „Engin tenging er á milli kynfæra, hjarta og hugar, hvað þá sálar í milljónum karlmanna. Það geta engin stjórnvöld verið við stýrið um slíka „rándýrs“ þörf, ...“ Þú hefur greinilega tileinkað þér orðaforða kvenfrelsaranna. Það hljómar óneitanlega kunnuglega, að karlar séu „rándýr.“ Kynhvötin er að sönnu þreytandi. Það hljótast af henni alls konar vandræði. Mér er næst að halda, að skaparinn hafi hlaupið á sig í þessu efni. En því miður! Kynhvöt er meðfædd, bæði konum og körlum. Styrkur hennar er misjafn hjá einstaklingum af báðum kynjum. Ég þekki engar áreiðanlegar, vísindalegar rannsóknir á hlutfallslegri greddu kynjanna. En þjóðsaga kvenfrelsaranna segir karla stjórnast af kynvökum og sókn í kynlíf. Einn starfsmanna Jafnréttisstofu, nýju ríkisbákni til að hafa stjórn á lífi landsmanna, lét sér þau orð um munn fara, að karlar hefðu „óseðjandi kynþörf.“ En svo þekkja Íslendingar einnig dæmi um konur með brókarsótt. Það er vandályktað og vandratað um refilstigu kynlífsins. Það er augljóst, að fjöldi barna í veröldinni hefur verið getinn án ásetnings. T.d. kom bréfritari óvart undir í Vaglaskógi um verslunarmannahelgi á því Herrans ári, 1950. En það má einu gilda, hvernig getnaði hefur verið háttað. Öll samfélög veraldar hafa gert kröfu um félagslegan föður. Sums staðar hafa siðir svo boðið, að móðurbræður skyldu taka að sér hlutverkið. Stundum hefur blóðbróður verið það falið og meira að segja neyðst til að giftast ekkju bróðurins. Nærri má geta um þá aukabyrði, sem á hann var lögð. Sama gilti um máttuga karla, sem skyldan bauð að taka skyldu að sér umönnun og framfærslu ekkjur látinna stríðsmanna og félaga. Þetta fyrirkomulag er að líkindum upphaf fjölkvænis, kvennabúra, enda þótt valdamiklar konur í móðurveldissamfélögum (eða móðuréttarsamfélögum) hafi stundað fjölveri. Hjónaband er ævinlega, að meginþræði til, sáttmáli eða kaupmáli um tilhögun efnahags og gagnkvæmrar skyldu á því sviði - og í kynlífi. T.d. gátu íslenskar konur umsvifalítið rift hjónabandi, væri karl þeirra ónýtur elskhugi – og haft á brott með sér peninginn frá pabba, heimanmundinn. Þannig hefur það verið frá öndverðu, þegar fjölskyldur önnuðust hjúskaparmiðlun að umtalsverðu leyti. Brúðhlaupið er annað tilbrigði við hjónaband er brúðhlaupið. Orðið hefur trúlega afbakast í brúðkaup, sbr. „bryllup“ á dönsku. Þessi siður felur í sér, að karl nær sér í konu, að verndurum hennar forspurðum og jafnvel að brúðurunni forspurðri líka. En vernd kvenna var skylda eiginkarla, feðra og bræðra – ljúf siðferðileg skylda í dag. Mörg dæmi, t.d. á Íslandi, benda til þess, að um brúðhlaupið hafi í reynd verið sammælst milli hlaupagikkjanna En engu að síður gat brúðhlaup leitt til hefndarskyldu fjölskyldu brotthlaupinnar brúðar, þ.e. eiginmanna, feðra, bræðra, fóstbræðra og frænda, sem stundum voru leiksoppar kvenna sinna, sbr. Laxdælu. Það gerist vitaskuld, að feður/sæðishafar kinoki sér við þeim kostnaði, sem uppeldi barns hefur í för með sér. Það eru einkum þeir, sem hafa orðið fyrir sæðisstuldi, eða þeir, sem uppgötva rangfeðrun, ýmist sökum athugunarleysis fjöllyndrar móður eða sviksemi, að yfirlögðu ráði. Lái þeim hver sem vill. Hins vegar eru sæðisgjafar/feður hundeltir af kvenhollum yfirvöldum. Almennt gilda ekki viðurlög um slíkar konur, frekar heldur en þær, sem stunda markvissan hatursáróður í garð drengja og karla. „Kynhvötin og hæfileikar til að vera foreldrar koma alls ekki nærri alltaf saman í mannverum,“ segir þú. Eins og áður er sagt, stjórnast uppeldi fyrst og fremst af innræti og þroska foreldra. Hæfileiki til uppeldis er snúið hugtak. En það er alkunna, að góður aðbúnaður í æsku stuðli að farsæld barns. Það þarf þekkingu og nærfærni til að greina alvarleg frávik. En það ber nauðsyn til að gera í sérhverju tilviki. Inngrip frá yfirvöldum eru stundum vanhugsuð sem og úrræði, sem mýmörg dæmi eru um. Kvennaathvarf er eitt slíkt, þar sem hugmyndafræðin um eitraða karlmennsku ræður ríkjum og lögð er áhersla á sundrungu fjölskyldna. Þú fullyrðir: „Sú staðreynd að karlmönnum hefur verið skipað að bæla tilfinningar sínar um aldir hefur ekki verið rétt uppskrift fyrir heilbrigt mannlíf, og er í raun margra alda mismeðferð á karlkyni. Hvernig eiga tilfinningalega fatlaðir menn að vera góðir feður?“ „Bækluð karlmennska,“ er gamalkunn kvenfrelsunarrós í hnappagatinu. Það er að sumu leyti rétt, að karlmenn hafi þurft að bæla vissar tilfinningar niður við ákveðnar aðstæður, t.d í hermennsku og við veiðar. Óttinn við óttann er líka skiljanlegur, þ.e. að láta bilbug á sér finna, sýna af sér veikleikamerki. Það þótti ekki saga til næsta bæjar. Almennar væntingar kröfðust hins gagnstæða. Það stoðaði lítt að skæla, þegar í harðbakkann sló. Það var ekki til vinsælda fallið að sýna aumingjahátt í þessu efni. Og það er satt og víst, að bannsett stríðin hafi tekið toll af karlmönnum, svo og viðureignir við náttúru og villidýr. Raunar er það eitt grundvallarviðhorfa menningar vorrar, að körlum megi fórna að skaðlitlu, stundum að skaðlausu. Viðhorfið er börnum (venjulega) óafvitandi innrætt í fangi og við fótskör móður/kvenna. Það berst með „móðurmjólkinni“ og „andrúmsloftinu.“ Viðhorfið verður hluti sameiginlegrar vitundar, almenningsálit, almannarómur. Karlmennskan er margræð eins og kvenmennskan. Þú velur sem sagt að leggja áherslu á einn þátt hennar, þ.e. tilfinningaaga í hernaði og við hættulegar aðstæður. Enginn vill í raun vera án þessarar hæfni karlmanna (sbr. síðustu óveðurshrinur á Íslandi, gróðurelda á Ástralíu), þ.m.t. svæsnustu ofstopakvenfrelsarar, sem segja okkur ófullburða og bæklaða og eitraða og sjúka, svo nokkrar svívirðingar séu upp taldar. Þess má geta, að aðall karlmennskunnar er í sjálfu sér ekki bara hugrekki, þegar vá steðjar að, heldur brjóstvit og fórnfýsi. Það á vissulega við um karlmennsku almennt. Andleg frjósemi karla og tækniþekking er ekki síður vitnisburður um styrk karlmennskunnar, heldur en styrkur vöðvanna. Fram undir vora tíma hafa karlar haldið í heiðri afrekum kvenna, ort þeim ódauðleg ljóð og samið þeim til heiðurs ómþýð tónverk – og aukin heldur framið gagnleg vísindi. En það er sannkallað gleðiefni, að skapandi snilligáfa kvenna njóti sín í enn meiri mæli, en fyrr á öldum, sbr. snilling okkar átthaga, Hildi Guðnadóttur. Samfélagsbreytingarnar, sem hafa gert okkur kleift að losa konur (síður karla) af klafa fyrri hlutverka, voru fyrst og fremst karla verk, framfarir í vísindum og tækni. Á sviði kynlífs og getnaðar ber getnaðarvarnirnar vitaskuld hæst. Þú segir: „Það er því tími til að stokka upp og skapa stefnur og leiðir til að hjálpa fólki að vinna með þau flóknu dæmi sem oft skapast í lífi þess í öllum þessum samböndum og blönduðum fjölskyldum. Aðferðir sem þjóni öllum án þess að negla nýjar kynslóðir í forneskjulegum mynstrum.“ Ég er þér algerlega sammála. Affararsælast er að veita slíka þjónustu á grundvelli þeirrar margreyndu grunnaðferðar, að leita lausna á vandanum, þar sem hann skapast. Því er t.d. ofbeldisvandi á heimili ekki leystur með því að keyra konur og börn þeirra með blikkandi ljós til kvennaathvarfs. Það sakar vitaskuld heldur ekki, að starfsmenn séu menntaðir til starfa síns og honum vaxnir. Að lokum biðst ég undan fleiri opinberum bréfum. Sértu áhugasöm um skoðanir mínar, er þær að finna í allnokkrum greinum, sem ég hef skrifað í fjölmiðla síðasta aldarfjórðunginn eða svo. Í þessum ágæta miðli, Vísi, er nokkur hluti þeirra. Þær eru einnig aðgengilegar á: arnarsverrisson.is. Vona, að brátt sjáist fyrir endann á hörmungum og hamförum í Ástralíu. Vertu best kvödd. Arnar Höfundur er ellilífeyrisþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Sæl, Matthildur, og hamingjuríkt ár! Þakka vinsamlegt, yfirgripsmikið og fróðlegt bréf þitt, sem birtist í Vísi þriðja janúar þessa árs. Ég sé að þú býrð í hinni fögru borg, Aðalheiði (Adelaide). Karlar, þar um slóðir eins og víðar, báru hlýhug til kvenna sinna, því þeir nefndu borgir, búðir og bæi eftir þeim – eins og Aðalheiði. Norður í eyðimörkinni er vinin og bæjarperlan, Lindir Alísar (Alice Springs). Að eyðimörkinni hallandi birtist Katarína (Katherine), áður en komið er til Darwin á norðurströndinni. Þar er að finna fjölda gatna og göngustíga. Þeir bera nöfn kvennaljóma, sem störfuðu að þjóðþrifamálum. Það er sömuleiðis við hæfi, að borgarar Aðalheiðar hafi reist styttu til minningar um kvenjöfurinn, dömu Roma Mitchell eða Romu fyrstu (1913-2000), sem gerði garðinn frægan með margvíslegum hætti; ráðgjafi drottningar, dómari í hæstarétti og háskólarektor. Sum sé sómi, sverð og skjöldur Aðalheiðar. Tíminn mun hins vegar leiða í ljós, hvort einn af ofstækisfyllstu kvenfrelsurum Ástrala, Clementine Ford (f. 1981) muni hljóta ámóta heiður. En heiður ber allavega Hannah Rachel Bell (1947-2015), sem í bók sinni, Vettvangur karla, vettvangur kvenna (Men‘s Business, Women‘s Business), segir frá þeirri áskorun að rannsaka frumbyggja Ástralíu við þátttöku í lífi þeirra. Í Ástralíu lifðu þeir, löngu áður en Aðalheiður var sett á stofn. Í farteskinu hafði Hanna hugsmíðar kvenfrelsaranna um samskipti kynjanna, en heim kom hún fróðari um lifandi sögu mannkyns og aukin að þroska. Almenn kúgun karla á konum þótti þeim ærið nýstárleg hugsun og óþekkt fyrirbæri þar um slóðir. Ég finn ekki sértökum spurningum stað í bréfi þínu og mun því leitast við að hugleiða með þér nokkur efnisatriði úr því. Ég leyfi mér að hafa til hliðsjónar grein þína um eitur og karla. Eðli, uppeldi og skóli: Spurningin um áhrif eðlis eða erfða annars vegar og uppeldis hins vegar á hátterni fólks, hefur staðið yfir frá fyrstu vangaveltum heimspekinganna. Formæður og forfeður svöruðu spurningunni svo: „Lengi býr að fyrstu gerð,“ og „fjórðungi bregður til fósturs.“ Lengra hafa vísindin ekki komist í sjálfu sér. Uppeldi ungviðisins hefur nánast alla mannkynssöguna stjórnast af innræti foreldrana og annarra nákominna, hefðum og siðum. Svo er að sumu leyti enn, þrátt fyrir „háskólalærða einstaklinga.“ En þar eins og víðar er misjöfn sauður í mörgu fé. Sumum þeirra lánast að læra eitt og annað, sem að gagni kemur, án þess að tapa kjölfestunni, arfi kynslóðanna. Meðal fræðimanna verða til hinar og þessar tískur, sem gera fátt annað en að rugla foreldra og börn þeirra í ríminu. Sumar eru beinlínis skaðlegar eins og stefna ofstækiskvenfrelsara í menntamálum. Hugmyndafræðilegt vegarnesti öfgahóps, sem hefur kvenfrelsunaráróður að atvinnu, er svipað því, sem áðurnefnd Hanna hafði með sér inn í samfélag frumbyggjanna. Kynhlutverk og ábyrgð: „Börn læra það, sem fyrir þeim er haft – lengi býr að fyrstu gerð.“ Nútíma vísindi segja fátt gáfulegra. Þessi speki stendur óhögguð. Því er það, að föðurlausir (karlmannslausir) drengir læra ekki til fullnustu að verða karlmenn. Hvorki drengir né stúlkur hljóta fullan þroska sem menn, búi þau ekki að nánum tengslum við þroskað, fullorðið fólk. Á því er verulegur misbrestur, sem hið opinbera oft og tíðum stuðlar að í álögum öfgakvenfrelsaranna. Það er fráleitt að meta ábyrgðartilfinningu alls karlkynsins (fjórir milljarðar eða svo) á grundvelli nokkurra dæma um einstaka karlmenn eða gjörðir þeirra. Það sama á við um konur. Sumar konur hlaupast undan ábyrgð sinni, rétt eins og karlar. Sjálfur þurfti ég að höfða mál til að fá faðerni dóttur minnar viðurkennt. En það var skammgóður vermir. Mér var meinað að ala hana upp, sjá hana. Hún var frá mér tekin (bókstaflega) að nafninu til líka. Það var lögbrot. En það var siðferðilegur og lögvarinn réttur mæðra að svipta börn feðrum sínum. Samkvæmt laganna hljóðan er það refsivert í dag, en dómarar og stjórnsýsla láta það viðgangast. Máttur hefðarinnar og heimskunnar er mikill. Þú segir: „Svo var það almennt ekki séð sem hlutverk karlkyns að vera í uppeldi barna sinna.“ Þessi staðhæfing hlýtur að byggja á misskilningi. Vissulega hefur það verið svo um gervalla sögu mannkyns, að mæður og konur hafi haft meginumsjón með ungviðinu fyrstu ár ævinnar, og innrætt þeim grunngildi samfélagsins, viðurkenndan hugsanagang þess, tungumál og siði. En karlar voru alla tíð þátttakendur í lífi nærsamfélagsins, barna og mæðra. Þeir báru aðalábyrgð á uppeldi drengja frá u.þ.b. sjö ára aldri. Á þessu er að verða vond breyting. Mikill fjöldi barna elst upp án náinna tengsla við feður sína og jafnvel karlmann yfirleitt. „Ungur nemur, gamall temur“ – „gott er það, sem gamlir kveða.“ Þessi speki er ónýtt í dag. Þú segir: „Engin tenging er á milli kynfæra, hjarta og hugar, hvað þá sálar í milljónum karlmanna. Það geta engin stjórnvöld verið við stýrið um slíka „rándýrs“ þörf, ...“ Þú hefur greinilega tileinkað þér orðaforða kvenfrelsaranna. Það hljómar óneitanlega kunnuglega, að karlar séu „rándýr.“ Kynhvötin er að sönnu þreytandi. Það hljótast af henni alls konar vandræði. Mér er næst að halda, að skaparinn hafi hlaupið á sig í þessu efni. En því miður! Kynhvöt er meðfædd, bæði konum og körlum. Styrkur hennar er misjafn hjá einstaklingum af báðum kynjum. Ég þekki engar áreiðanlegar, vísindalegar rannsóknir á hlutfallslegri greddu kynjanna. En þjóðsaga kvenfrelsaranna segir karla stjórnast af kynvökum og sókn í kynlíf. Einn starfsmanna Jafnréttisstofu, nýju ríkisbákni til að hafa stjórn á lífi landsmanna, lét sér þau orð um munn fara, að karlar hefðu „óseðjandi kynþörf.“ En svo þekkja Íslendingar einnig dæmi um konur með brókarsótt. Það er vandályktað og vandratað um refilstigu kynlífsins. Það er augljóst, að fjöldi barna í veröldinni hefur verið getinn án ásetnings. T.d. kom bréfritari óvart undir í Vaglaskógi um verslunarmannahelgi á því Herrans ári, 1950. En það má einu gilda, hvernig getnaði hefur verið háttað. Öll samfélög veraldar hafa gert kröfu um félagslegan föður. Sums staðar hafa siðir svo boðið, að móðurbræður skyldu taka að sér hlutverkið. Stundum hefur blóðbróður verið það falið og meira að segja neyðst til að giftast ekkju bróðurins. Nærri má geta um þá aukabyrði, sem á hann var lögð. Sama gilti um máttuga karla, sem skyldan bauð að taka skyldu að sér umönnun og framfærslu ekkjur látinna stríðsmanna og félaga. Þetta fyrirkomulag er að líkindum upphaf fjölkvænis, kvennabúra, enda þótt valdamiklar konur í móðurveldissamfélögum (eða móðuréttarsamfélögum) hafi stundað fjölveri. Hjónaband er ævinlega, að meginþræði til, sáttmáli eða kaupmáli um tilhögun efnahags og gagnkvæmrar skyldu á því sviði - og í kynlífi. T.d. gátu íslenskar konur umsvifalítið rift hjónabandi, væri karl þeirra ónýtur elskhugi – og haft á brott með sér peninginn frá pabba, heimanmundinn. Þannig hefur það verið frá öndverðu, þegar fjölskyldur önnuðust hjúskaparmiðlun að umtalsverðu leyti. Brúðhlaupið er annað tilbrigði við hjónaband er brúðhlaupið. Orðið hefur trúlega afbakast í brúðkaup, sbr. „bryllup“ á dönsku. Þessi siður felur í sér, að karl nær sér í konu, að verndurum hennar forspurðum og jafnvel að brúðurunni forspurðri líka. En vernd kvenna var skylda eiginkarla, feðra og bræðra – ljúf siðferðileg skylda í dag. Mörg dæmi, t.d. á Íslandi, benda til þess, að um brúðhlaupið hafi í reynd verið sammælst milli hlaupagikkjanna En engu að síður gat brúðhlaup leitt til hefndarskyldu fjölskyldu brotthlaupinnar brúðar, þ.e. eiginmanna, feðra, bræðra, fóstbræðra og frænda, sem stundum voru leiksoppar kvenna sinna, sbr. Laxdælu. Það gerist vitaskuld, að feður/sæðishafar kinoki sér við þeim kostnaði, sem uppeldi barns hefur í för með sér. Það eru einkum þeir, sem hafa orðið fyrir sæðisstuldi, eða þeir, sem uppgötva rangfeðrun, ýmist sökum athugunarleysis fjöllyndrar móður eða sviksemi, að yfirlögðu ráði. Lái þeim hver sem vill. Hins vegar eru sæðisgjafar/feður hundeltir af kvenhollum yfirvöldum. Almennt gilda ekki viðurlög um slíkar konur, frekar heldur en þær, sem stunda markvissan hatursáróður í garð drengja og karla. „Kynhvötin og hæfileikar til að vera foreldrar koma alls ekki nærri alltaf saman í mannverum,“ segir þú. Eins og áður er sagt, stjórnast uppeldi fyrst og fremst af innræti og þroska foreldra. Hæfileiki til uppeldis er snúið hugtak. En það er alkunna, að góður aðbúnaður í æsku stuðli að farsæld barns. Það þarf þekkingu og nærfærni til að greina alvarleg frávik. En það ber nauðsyn til að gera í sérhverju tilviki. Inngrip frá yfirvöldum eru stundum vanhugsuð sem og úrræði, sem mýmörg dæmi eru um. Kvennaathvarf er eitt slíkt, þar sem hugmyndafræðin um eitraða karlmennsku ræður ríkjum og lögð er áhersla á sundrungu fjölskyldna. Þú fullyrðir: „Sú staðreynd að karlmönnum hefur verið skipað að bæla tilfinningar sínar um aldir hefur ekki verið rétt uppskrift fyrir heilbrigt mannlíf, og er í raun margra alda mismeðferð á karlkyni. Hvernig eiga tilfinningalega fatlaðir menn að vera góðir feður?“ „Bækluð karlmennska,“ er gamalkunn kvenfrelsunarrós í hnappagatinu. Það er að sumu leyti rétt, að karlmenn hafi þurft að bæla vissar tilfinningar niður við ákveðnar aðstæður, t.d í hermennsku og við veiðar. Óttinn við óttann er líka skiljanlegur, þ.e. að láta bilbug á sér finna, sýna af sér veikleikamerki. Það þótti ekki saga til næsta bæjar. Almennar væntingar kröfðust hins gagnstæða. Það stoðaði lítt að skæla, þegar í harðbakkann sló. Það var ekki til vinsælda fallið að sýna aumingjahátt í þessu efni. Og það er satt og víst, að bannsett stríðin hafi tekið toll af karlmönnum, svo og viðureignir við náttúru og villidýr. Raunar er það eitt grundvallarviðhorfa menningar vorrar, að körlum megi fórna að skaðlitlu, stundum að skaðlausu. Viðhorfið er börnum (venjulega) óafvitandi innrætt í fangi og við fótskör móður/kvenna. Það berst með „móðurmjólkinni“ og „andrúmsloftinu.“ Viðhorfið verður hluti sameiginlegrar vitundar, almenningsálit, almannarómur. Karlmennskan er margræð eins og kvenmennskan. Þú velur sem sagt að leggja áherslu á einn þátt hennar, þ.e. tilfinningaaga í hernaði og við hættulegar aðstæður. Enginn vill í raun vera án þessarar hæfni karlmanna (sbr. síðustu óveðurshrinur á Íslandi, gróðurelda á Ástralíu), þ.m.t. svæsnustu ofstopakvenfrelsarar, sem segja okkur ófullburða og bæklaða og eitraða og sjúka, svo nokkrar svívirðingar séu upp taldar. Þess má geta, að aðall karlmennskunnar er í sjálfu sér ekki bara hugrekki, þegar vá steðjar að, heldur brjóstvit og fórnfýsi. Það á vissulega við um karlmennsku almennt. Andleg frjósemi karla og tækniþekking er ekki síður vitnisburður um styrk karlmennskunnar, heldur en styrkur vöðvanna. Fram undir vora tíma hafa karlar haldið í heiðri afrekum kvenna, ort þeim ódauðleg ljóð og samið þeim til heiðurs ómþýð tónverk – og aukin heldur framið gagnleg vísindi. En það er sannkallað gleðiefni, að skapandi snilligáfa kvenna njóti sín í enn meiri mæli, en fyrr á öldum, sbr. snilling okkar átthaga, Hildi Guðnadóttur. Samfélagsbreytingarnar, sem hafa gert okkur kleift að losa konur (síður karla) af klafa fyrri hlutverka, voru fyrst og fremst karla verk, framfarir í vísindum og tækni. Á sviði kynlífs og getnaðar ber getnaðarvarnirnar vitaskuld hæst. Þú segir: „Það er því tími til að stokka upp og skapa stefnur og leiðir til að hjálpa fólki að vinna með þau flóknu dæmi sem oft skapast í lífi þess í öllum þessum samböndum og blönduðum fjölskyldum. Aðferðir sem þjóni öllum án þess að negla nýjar kynslóðir í forneskjulegum mynstrum.“ Ég er þér algerlega sammála. Affararsælast er að veita slíka þjónustu á grundvelli þeirrar margreyndu grunnaðferðar, að leita lausna á vandanum, þar sem hann skapast. Því er t.d. ofbeldisvandi á heimili ekki leystur með því að keyra konur og börn þeirra með blikkandi ljós til kvennaathvarfs. Það sakar vitaskuld heldur ekki, að starfsmenn séu menntaðir til starfa síns og honum vaxnir. Að lokum biðst ég undan fleiri opinberum bréfum. Sértu áhugasöm um skoðanir mínar, er þær að finna í allnokkrum greinum, sem ég hef skrifað í fjölmiðla síðasta aldarfjórðunginn eða svo. Í þessum ágæta miðli, Vísi, er nokkur hluti þeirra. Þær eru einnig aðgengilegar á: arnarsverrisson.is. Vona, að brátt sjáist fyrir endann á hörmungum og hamförum í Ástralíu. Vertu best kvödd. Arnar Höfundur er ellilífeyrisþegi.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar