Óánægja í sveitarstjórnum í Rangárþingi með hálendisþjóðgarð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 12:30 Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti og sveitarstjórnarmaður í Rangárþingi eystra, Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir. Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira
Mikil óánægja er á meðal sveitarstjórnarmanna í Rangárvallasýslu um hugmyndir ríkisstjórnarinnar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Mikið er rætt um hugmyndir ríkisstjórnarinnar þessa dagana um áform hennar að stofna hálendisþjóðgarð á meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurlandi, ekki síst í Rangárvallasýslu en þar er mjög mikil óánægja hjá sveitarstjórnarfólki, sem segir að skipulagsvald sveitarfélaga verði skert til mikilla muna. Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Eyjafjöllum er í sveitarstjórn Rangárþings ytra. „Nafni minn, Guðmundur Ingi talar um að hann hafi verið í samráði við mig en samráðið hefur aldrei verið öðruvísi en þannig að hann hefur komið og kynnt eitthvað fyrir okkur sem okkur er sagt að við skulum ekki láta okkur dreyma um að vera á móti, þetta er samráðið í hans huga“. Guðmundur segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki sætt sig við svona vinnubrögð. „Nei, engan vegin, við erum í dag með skipulagið en það er verið að þynna það mjög mikið út með þessum aðgerðum“. Guðmundur gagnrýnir að ekkert heyrist í Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra sveitarstjórnarmál varðandi þjóðgarðinn, hann þegi þunnu hljóði á meðan Guðmundur Ingi, umhverfisráðherra fer ríðandi um sveitir til að kynna nýja þjóðgarðinn. „Hann getur á sunnudögum klappað okkur á bakið og sagt að það eigi að styrkja sveitarstjórnarstigið og svo er þessu flækt á það og hann skrifar upp á það. Það er mikill hiti í fólki vegna málsins“, segir Guðmundur. Bændur og búalið í Rangárvallasýslu og víðar á Suðurlandi sætta sig ekki við hugmyndir stjórnvalda um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En hvað mun nýr þjóðgarður á hálendinu taka mikið af landsvæði sveitarfélaganna í Rangárþingi? „Þetta eru 40% af landsvæði Rangárþings eystra, sennilega 70% af svæði Rangárþings ytra og sennilega 80% af Ásahreppi, sem er verið að taka beint skipulag af okkur“. Umhverfisráðherra verður meðal annars með þrjá opna fundi á Suðurlandi um áformin um stofnun hálendisþjóðgarðsins, eða í Öræfunum og á Hvolsvelli miðvikudaginn 15. janúar og í Biskupstungum fimmtudaginn 16. janúar. Fundirnir eru öllum opnir.
Rangárþing eystra Umhverfismál Þjóðgarðar Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Sjá meira