Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 13:59 María er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og var í annarri rútu sem var í samfloti með þeirri sem valt í gær. Skjáskot/Facebook María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44