Danir hafa verið að glíma við meiðsli sterkra manna í aðdraganda EM en það horfir til betra vegar hjá þeim.
Rasmus Lauge hefur verið helsta áhyggjuefnið en hann ætti að geta tekið einhvern þátt í leiknum gegn Íslandi á morgun.
Michael Damgaard er ekki alvarlega meiddur og ætti að öllu óbreyttu að geta spilað.
Það eru minni líkur á að hornamaðurinn Magnus Landin geti spilað.
Danir héldu fjölmiðlafund í Kaupmannahöfn í morgun þar sem þessar upplýsingar komu fram og þeir mæta brattir í leikinn á morgun þó svo þeir hafi síst viljað byrja mótið á því að mæta íslenska liðinu.
Lítur betur út með meiðslin hjá Dönum
