Óttast var um björgunarsveitarmann eftir að snjóflóð féll þegar leit var lokið Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2020 19:54 Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“ Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Sjá meira
Maður sem grófst undir snjóflóði í Esju skömmu eftir hádegi í dag var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Varhugaverðar aðstæður voru til leitar vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið féll við gönguleið upp á Móskarðshnjúka um hádegisbilið í dag. Þrír menn höfðu verið á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir. Allt tiltækt til á suðvesturhorninu var kallað út. „Við fáum tilkynningu um að snjóflóð hafi fallið. Þar hafi verið tveir menn saman og einn þeirra fastur,“ segir Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Göngufélaginn lét vita og síðan var þriðji aðili hérna niðri sem kom boðum til okkar og það var ræst út allt björgunarlið. Maðurinn fannst eftir klukkutíma en þá átti eftir að grafa hann upp. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.Vísir/Egill „Það tók þó nokkurn tíma,“ segir Kristján. „Ég geri mér ekki grein fyrir því hve margar mínútur en þær voru tíu, tuttugu mínútur, eflaust, þegar við náðum honum upp úr flóðinu.“ Mennirnir tveir sem voru með manninum sem grófst undir voru fluttir með minniháttar áverka á sjúkrahús. Aðstæður til leitar voru erfiðar. Þó svo að veður hefði verið ágætt þurfti að huga að lausum snjóalögum. Veðurstofa Íslands hafði gefið út viðvörun vegna snjóflóða til fjalla á suðvesturhorninu. „Í svona verkefni skráum við inn alla sem fara upp á fjallið. Allir eru með búnað á sér, svona ýlu, svo við getum fundið þá. Núna er okkar verkefni að taka á móti leitarmönnum, sem eru kaldir og hraktir eftir þetta. Það var kalt þarna uppi.“ Og það var ekki að ástæðulausu að skrá þurfti alla björgunarmenn sem fóru á leitarsvæðið. Þegar leit var lokið féll snjóflóð og var óttast um björgunarsveitarmann um stund. Sá slapp hins vegar frá flóðinu og var ákveðið að fresta frekari rannsóknarvinnu á vettvangi. „Við ætlum ekki að fórna lífum eða stefna mönnum í hættu.“
Björgunarsveitir Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42 Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Afhenda dómsmálaráðherra skýrslu um Geirfinnsmálið í næstu viku Fær enn þá bullandi hjartslátt þegar síminn hringir óþægilega snemma „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Sjá meira
Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Þá hefur lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins einnig verið kallað út. 29. janúar 2020 12:42