Blaðakonan sem tísti um nauðgunarmál Kobe Bryant braut ekki reglur Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 08:06 Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudagsmorgun. Dóttir hans, Gianna Bryant, lést einnig í slysinu, sem og sjö aðrir. Vísir/getty Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Blaðamaður Washington Post, sem vikið var tímabundið frá störfum vegna tísta um körfuboltamanninn Kobe Bryant í kjölfar andláts hans, braut ekki í bága við samfélagsmiðlastefnu blaðsins með tístum sínum. Þá kveðst ritstjóri hjá blaðinu sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu blaðamannsins. Sjá einnig: Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Bryant lést í þyrluslysi í Los Angeles á sunnudag, ásamt Giönnu, þrettán ára dóttur sinni, og sjö öðrum. Skömmu eftir að fregnir bárust af andláti Bryants birti Felicia Sonmez, umræddur blaðamaður Washington Post, á Twitter-reikningi sínum hlekk á þriggja ára gamla grein Daily Beast um Bryant, þar sem fjallað er ítarlega um ásakanir á hendur honum um kynferðisofbeldi árið 2003. Felicia Sonmez, blaðamaður Washington Post.Twitter Sonmez eyddi að endingu tístum sínum um málið, alls þremur, að ósk ritstjóra hjá Washington Post. Þá var henni tjáð að hún hefði með tístum sínum sýnt af sér alvarlegt dómgreindarleysi og grafið undan störfum samstarfsfélaga sinna. Henni var að lokum vikið tímabundið frá störfum á meðan yfirmenn könnuðu hvort hún hefði brotið í bága við samfélagsmiðlastefnu Washington Post. Tíst Sonmez vöktu einnig mikla reiði reiði netverja, sem margir sendu henni líflátshótanir og birtu heimilisfang hennar. Yfir 200 blaðamenn Washington Post skrifuðu í kjölfarið undir yfirlýsingu þar sem viðbrögð ritstjóra hjá blaðinu voru harðlega gagnrýnd. Í yfirlýsingu frá Tracy Grant, öðrum ritstjóranum sem fór með mál Sonmez, segir að hún hafi ekki gerst brotleg við umræddar samfélagsmiðlareglur starfsmanna. Þá kvaðst Grant sjá eftir því að hafa tjáð sig opinberlega um brottvikningu Sonmez. Ekki kemur fram í frétt Guardian hvort Sonmez hafi hafið störf hjá blaðinu að nýju. Kobe Bryant var handtekinn árið 2003 eftir að starfsmaður hótels í Colorado-ríki í Bandaríkjunum sakaði hann um að hafa nauðgað sér. Ákæra á hendur honum var látin niður falla tveimur árum síðar og samkomulag náðist við meintan þolanda. Bryant sagði í yfirlýsingu um málið á sínum tíma að hann hefði talið að hann hefði fengið samþykki konunnar áður en þau stunduðu kynlíf. Hann væri hins vegar meðvitaður um að konan hefði ekki verið á sama máli.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Fjölmiðlar Körfubolti Tengdar fréttir Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00 Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15 Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30 Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tárin runnu hjá Tracy McGrady þegar hann talaði um einstakt samband sitt og Kobe Bryant Tracy McGrady þekkti Kobe Bryant mjög vel og hann var gestur hjá Rachel Nichols í þættinum The Jump á ESPN. 28. janúar 2020 13:00
Blaðakonu vikið frá störfum eftir tíst um nauðgunarmál Kobe Bryant Blaðamanni bandaríska dagblaðsins Washington Post var vikið frá störfum eftir að hún birti tíst um bandaríska körfuboltamanninn Kobe Bryant strax í kjölfar fregna af andláti hans. 28. janúar 2020 11:15
Sveimuðu um í tólf mínútur áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram í mikilli þoku Þyrla Kobe Bryant sveimaði um í tólf mínútur yfir golfvelli áður en flugmaðurinn fékk leyfi til að halda áfram fluginu í veðurskilyrðum sem voru ekki góð; þoka og slæmt skyggni. 28. janúar 2020 08:30
Skipti í treyju númer 24 fyrir Kobe Bryant og skoraði 24 stig í sigri 76ers Joel Embiid fór fyrir sigri Philadelphia 76ers í sigri á Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en hann spilaði leikinn fyrir átrúnaðargoðið sitt Kobe Bryant. 29. janúar 2020 07:30