Guardiola ósáttur með „Emptyhad“: Ég veit ekki af hverju var ekki fullt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2020 10:00 Það mættu mun færri en vanalega á Etihad leikvanginn um helgina en ekki þó alveg svona fáir. Getty/ Tim Goode Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira
Pep Guardiola talaði um lélega mætingu stuðningsmanna Manchester City á bikarleiknum á móti Fulham um helgina. Manchester City setti þar upp sýningu í 4-0 sigri á b-deildarliðinu. Það mættu reyndar 39.223 á leikinn sem var í þriðja sæti yfir þá leiki í enska bikarnum um helgina þar sem voru flestir áhorfendur. Í sjónvarpsútsendingu leiksins var það hins vegar mjög áberandi hversu mörg sæti voru auð og þar voru miklu færri en mæta vanalega á heimaleiki liðsins. Pep Guardiola was disappointed with Man City fans today. He hopes more of them turn up on Wednesday.https://t.co/XjIRNFGY33pic.twitter.com/1WDKrM0FeI— BBC Sport (@BBCSport) January 26, 2020 „Það var ekki fullt í dag og ég veit ekki af hverju,“ sagði Pep Guardiola en vonaðist eftir því að fleiri myndu mæta í vikunni á seinni undanúrslitaleik liðsins á móti Manchester United í enska deildabikarnum. „Þar fáum við tækifæri til að tryggja okkur leik á Wembley þriðja árið í röð. Vonandi koma stuðningsmennirnir okkar og fleiri heldur en í dag,“ sagði Guardiola en Manchester City er í góðum málum eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum. „Vonandi getur stuðningsfólkið stutt okkur meira og hjálpað okkur að spila þennan leik af skynsemi,“ sagði Guardiola. Það fór eflaust ekki vel í harða stuðningsmenn félagsins að lesa um „Emptyhad“ í stað Ethiad á samfélasmiðlum í kringum leikinn. Miðaverðið á leikinn um helgina var frá 10 til 35 pundum fyrir fullorða og frá 1 til 20 pundum fyrir krakka sem eru ekki orðnir átján ára. Það er frá 1600 til 5700 krónur fyrir fullorðna og frá 163 til 3200 krónum fyrir börn. Það hafa komið 54.391 manns að meðaltali á deildarleiki Manchester City í vetur og yfir 50 þúsund hafa komið að meðaltali á leiki liðsins í Meistaradeildinni. Þessi aðsókn á móti er því stór breyting frá því og líka frá fyrsta bikarleik tímabilsins á móti Port Vale þar sem mættur 52.433 eða 13.210 fleiri en á móti Fulham um helgina. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Guardiola hefur gagnrýnt stuðninginn frá Manchester City fólki því hann var líka vonsvikinn með að félagið seldui aðeins 25 af 30 þúsund miðum sem það fékk á undanúrslit enska bikarsins á móti Brighton á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Sjá meira