FOKK Jú ALLIR... Sigríður Karlsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:00 ...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
...sagði 14 ára nemandi minn einu sinni. Hann var kominn með nóg. Nóg af skólanum, kennurum, samnemendum sínum og nóg af sjálfum sér. Ég skil hann mjög vel. Ég skal segja ykkur af hverju ég skil hann svona vel með því að taka dæmi af Jóni, grunnskólanema í íslensku grunnskólakerfi. Jón er frekar virkur en skemmtilegur drengur. Hann hlær svo krúttlega og elskar að leika í playmo um sex ára aldurinn. Hann getur sagt öllum frá ævintýrunum sem hann býr til í huganum og hann getur slegist við ósýnilega riddara sem búa bakvið gardínurnar. Hann var síðan settur í skóla. Þar þarf hann að sitja í marga klukkutíma á dag og hlusta á fróðleik sem hefur verið kenndur síðan mamma hans var í grunnskóla. Allt samkvæmt Aðalnámskrá sjáið til. Hann má ekki lengur segja frá ævintýrunum sínum og leyfa líkamanum að ráða ferðinni og teygja úr sér eða hoppa nokkrum sinnum til að hleypa allir þessari orku út. Hann þarf að læra lesa og fallbeygja, hann þarf að læra nöfn á fuglum og margföldunartöfluna. Hann þarf að muna nöfn á fiskum og lesa upphátt fyrir framan alla en hann kann ekki að lesa. Það sem hann þráir hins vegar er að skynja veröldina, sjá fuglana án þess að þurfa þylja upp hugtökin. Smám saman fær hann þau skilaboð, daglega og oft á dag að hann sé ekki nóg. Hann geti ekki setið kyrr, hann geti ekki gert þetta sem hann er beðinn um. Hann sé bara ómögulegur. Honum fer að líða illa. Tilfinningin: „ég er ekki nóg“ bankar upp á. Þessi tilfinning gerir það að verkum að hann fer að forðast skólann. Hann nennir ekki að láta segja sér enn eina ferðina að hann sé lúser. Hann fer að sýna óviðeigandi hegðun. Hann gerir allt til að þurfa ekki að láta segja sér að hann er ekki nóg. Síðan þegar hann fer að trúa því að hann sé ekki nóg. Þá byrjar ballið. Eftir 10 ár í grunnskóla - eða afplánun eins og hann myndi orða það - útskrifast hann og segir bara fokkjúall - komin með nóg af lífinu. Nú hljómar eins og ég sé að gagnrýna kennara eða skólana sjálfa. En það er ekki minn ásetningur. Flestir kennarar og stjórnendur sem ég þekki eru frábært fólk og eru að gera sitt allra, allra besta. Þeir vinna bara eftir menningu og kerfi sem hefur skapast í gegnum árin. Ég er að tala um kerfið. Hvers vegna - eftir alla þessa áratugi - erum við ennþá að kenna það sama? Við vitum betur í dag. Við höfum þróast svo hratt og tímarnir eru allt aðrir en fyrir 40 árum. Hvers vegna erum við enn að nota kennsluaðferðir sem virkuðu þá? Auðvitað eru margir skólar með mjög þróaðar aðferðir og eru að finna einhver punkta, en oftar en ekki stoppar kerfið og fjármagn þá af til að fara alla leið. Ég veit fullvel að ég hendi hér út sprengjum með þessari umræðu. En ég ætla samt að halda áfram. Við erum alltaf að þróa eitthvað nýtt innan kerfisins. Samt náum við ekki nógu góðum árangri. Stöðugt fleiri fá svokallaða skólaforðun. Kennarar hlaupa um með 16.000 skref á skrefamælinum sínum og á blóðþrýstingslyfjum að reyna sitt allra besta. Það þarf ekki að breyta neinu innan kerfisins. Kerfið sjálft er vandamálið. Ég veit um tugi kennara sem sitja útbrenndir heima hjá sér og skilja ekki neitt í neinu. Þeir voru bara að slökkva elda alla daga, synda marvaða og reyna lifa af í biluðu kerfi. Þetta er eins og að gera alltaf við bilaða bíldruslu. Þegar eitt er komið í lag, þá bilar annað. Förum að hugsa öðruvísi. Förum að þora að breyta. Leyfum Jóni og félögum að útskrifast án þess að þurfa að segja fokkjúall! Fáum nemendur út í samfélagið með vitneskju um það að þeir eru með styrklega og eru fjandinn hafi það nóg! Höfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun