Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Atli Ísleifsson skrifar 26. janúar 2020 18:16 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur og sat fundi í Skógarhlíð í allan dag. Grindavík/Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta. „Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og geta gripið til viðeigandi ráðstafana þróist mál á verri veg.“ Fannar segir að dagurinn hjá sér hafi farið í það að fylgjast með upplýsingum sem vísindamenn hafi safnað saman og geti gefið, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi vegna landris við Þorbjörn í Grindavík sem mögulega sé rakið til kvikusöfnunar undir fjallinu. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag, en í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Fundað í allan dag Um 25 manna hópur kom saman klukkan 10 í morgun í Skógarhlíðinni og segist Fannar hafa verið boðaður á fundinn um klukktíma áður. „Það var ekki löngu eftir að vakthafandi aðili á Veðurstofunni varð var við eitthvað og taldi sig þurfa að kalla saman stærri hóp.“ Fannar segir að reynt hafi verið að hafa yfirlýsinguna eins hnitmiðaða og hægt var. „Það verður hins vegar íbúafundur á íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 16 þar sem mæta vísindamenn sem lesa úr þessum tölum og fulltrúar lögregluyfirvalda. Halda tölu og svara spurningum.“ Fannar segir að á morgun verði bætt við jarðskjálftamælum á svæðinu. „Engu að síður eru nægilega margir mælar á svæðinu núna til að menn séu vissir um að þarna sé ástæða til að viðhafa varúðarráðstafanir og undirbúa það sem verst kann að gerast þó að líkur á því séu ekki miklar. Menn vilja vera viðbúnir hinu versta.“ Hann segir að það sem skipti langmestu máli sé að gæta þess að við verstu aðstæður verði ekki manntjón. „Ég ítreka að það eru litlar líkur taldar á því að svo verði í næstu framtíð. Allar aðgerðir miðast við það að geta rýmt svæðið í versta falli. Hvenær sú ákvörðun verður tekin er alveg óljóst og okkur er sagt að það sé ekki tímabært núna. En með því að fylgjast með þessu geta menn verið undir það búnir með einhverjum fyrirvara að það þurfi að grípa til einhverra róttækari viðbragða, eins og rýmingar.“ Grindavík að sumri.Grindavík.is Hvað búa margir á því sem gæti flokkast sem hættusvæði þarna í kring? „Ef við lítum á þetta svæði í Grindavík og þar í kring þá eru 3.500 manns í Grindavík. Bláa lónið er í lögsögu Gríndavíkur og skammt þar frá og þar geta verið um 1.500 manns á hverjum tíma. Það var tala sem minnst var á í dag. Svo eru það starfsmenn HS Orku í Svartsengi, svo í heildina eru þetta í kringum fimm þúsund manns. Menn segja að það séu ekki fordæmi fyrir því að það verði til dæmis sprengigos á þessu svæði þannig að það er því kannski ekki sama hættan þar og sums staðar annars staðar. En ég ætla samt ekki að hætta mig út í einhverja jarðfræði.“ Hann leggur áherslu á að nýjustu upplýsingar verði hægt að nálgast á almannavarnir.is. „Ég minni svo á íbúafundinn á morgun. Við ætlum að streyma honum líka. Við erum auðvitað bara að treysta okkar færustu vísindamönnum í þessum efnum. Þó að auðvitað við vorum það besta þá verðum við að vera viðbúin hinu versta. Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og gripið til viðeigandi ráðstafana þróist má á verri veg.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta. „Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og geta gripið til viðeigandi ráðstafana þróist mál á verri veg.“ Fannar segir að dagurinn hjá sér hafi farið í það að fylgjast með upplýsingum sem vísindamenn hafi safnað saman og geti gefið, en almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti yfir óvissustigi vegna landris við Þorbjörn í Grindavík sem mögulega sé rakið til kvikusöfnunar undir fjallinu. Landrisið er sagt vera óvenju hratt eða um þrír til fjórir millimetrar á dag, en í heildina er það orðið um tveir sentimetrar þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni á svæðinu og þar með hugsanlega stærri skjálftum.Vísir Fundað í allan dag Um 25 manna hópur kom saman klukkan 10 í morgun í Skógarhlíðinni og segist Fannar hafa verið boðaður á fundinn um klukktíma áður. „Það var ekki löngu eftir að vakthafandi aðili á Veðurstofunni varð var við eitthvað og taldi sig þurfa að kalla saman stærri hóp.“ Fannar segir að reynt hafi verið að hafa yfirlýsinguna eins hnitmiðaða og hægt var. „Það verður hins vegar íbúafundur á íþróttahúsinu í Grindavík á morgun klukkan 16 þar sem mæta vísindamenn sem lesa úr þessum tölum og fulltrúar lögregluyfirvalda. Halda tölu og svara spurningum.“ Fannar segir að á morgun verði bætt við jarðskjálftamælum á svæðinu. „Engu að síður eru nægilega margir mælar á svæðinu núna til að menn séu vissir um að þarna sé ástæða til að viðhafa varúðarráðstafanir og undirbúa það sem verst kann að gerast þó að líkur á því séu ekki miklar. Menn vilja vera viðbúnir hinu versta.“ Hann segir að það sem skipti langmestu máli sé að gæta þess að við verstu aðstæður verði ekki manntjón. „Ég ítreka að það eru litlar líkur taldar á því að svo verði í næstu framtíð. Allar aðgerðir miðast við það að geta rýmt svæðið í versta falli. Hvenær sú ákvörðun verður tekin er alveg óljóst og okkur er sagt að það sé ekki tímabært núna. En með því að fylgjast með þessu geta menn verið undir það búnir með einhverjum fyrirvara að það þurfi að grípa til einhverra róttækari viðbragða, eins og rýmingar.“ Grindavík að sumri.Grindavík.is Hvað búa margir á því sem gæti flokkast sem hættusvæði þarna í kring? „Ef við lítum á þetta svæði í Grindavík og þar í kring þá eru 3.500 manns í Grindavík. Bláa lónið er í lögsögu Gríndavíkur og skammt þar frá og þar geta verið um 1.500 manns á hverjum tíma. Það var tala sem minnst var á í dag. Svo eru það starfsmenn HS Orku í Svartsengi, svo í heildina eru þetta í kringum fimm þúsund manns. Menn segja að það séu ekki fordæmi fyrir því að það verði til dæmis sprengigos á þessu svæði þannig að það er því kannski ekki sama hættan þar og sums staðar annars staðar. En ég ætla samt ekki að hætta mig út í einhverja jarðfræði.“ Hann leggur áherslu á að nýjustu upplýsingar verði hægt að nálgast á almannavarnir.is. „Ég minni svo á íbúafundinn á morgun. Við ætlum að streyma honum líka. Við erum auðvitað bara að treysta okkar færustu vísindamönnum í þessum efnum. Þó að auðvitað við vorum það besta þá verðum við að vera viðbúin hinu versta. Það er ekki ástæða til að ætla að það sé yfirvofandi vá núna alveg á næstunni. Þeir lesa það út úr þessum gögnum. Þess vegna getum við verið svona þokkalega róleg. Þetta getur auðvitað hjaðnað og orðið að engu. Og þá væri það úr sögunni en við verðum að fylgjast með áfram og gripið til viðeigandi ráðstafana þróist má á verri veg.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Innlent Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant Innlent Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Sjá meira
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18