Býst fastlega við því að verkfallið verði samþykkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:03 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg lauk nú klukkan tólf. Átján hundruð manns eru kjörskrá. Formaður Eflingar bjóst við því í hádeginu að kjörsókn næði sextíu prósentum. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu um að lægstu laun hækki um rúmlega hundrað og fjörutíu þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Atkvæðagreiðslan fór fram rafrænt en utankjörfundaratkvæði voru greidd upp á gamla mátann, með blaði og penna. Enn á því eftir að telja þau og ættu úrslit að vera ljós nú síðdegis. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar, þar sem hún ræddi við fréttamann í húsakynnum Eflingar í beinni útsendingu, að kjörsókn væri mjög góð. „Ég hugsa að við förum yfir sextíu prósent þegar við erum búin að telja og fara í gegnum þetta allt saman,“ sagði Sólveig Anna. „Verði þetta samþykkt, sem ég á fastlega von á, þá er fyrsti verkfallsdagur 4. febrúar. Þá leggjum við niður störf 12:30 og verðum í verkfalli til tólf á miðnætti. Leikskólastarfsfólk, starfsfólk á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu mun þá fara í verkfall.“ Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar ræddi verkfallið og kjör félagsmanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hér að neðan má hlusta á fyrri hluta viðtalsins við hann. Og hér að neðan má finna seinni hluta viðtalsins við Viðar úr Sprengisandi.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Tillaga Eflingar um vinnustöðvun tekur meðal annars til tæplega þúsund starfsmanna leikskóla borgarinnar Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg hefur samþykkt tillögu um vinnustöðvun sem áformað er að hefjist í febrúar 11. janúar 2020 12:30