Aldarfjórðungur síðan Cantona sparkaði í stuðningsmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Kung-fu spark Cantonas. vísir/getty Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag. Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag.
Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira