Allir vilja vera hamingjusamir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:00 Metsöluhöfundurinn Kristín Tómasdóttir vinnur nú að nýrri bók sem kallast Hjónabandssæla. Vísir/Vilhelm „Ástæða þess að ég ákvað að fara í þetta nám var meðal annars sú að mér fannst svo rosalega margir vera illa paraðir,“ segir Kristín Tómasdóttir metsöluhöfundur og verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur. Kristín er að ljúka námi í fjölskyldumeðferð í vor og vinnur samhliða með fólki í parameðferð ásamt því að skrifa bók um hjónabönd. Kristín segir að stjórnvöld geti gert betur í að styðja við hjón, pör og fjölskyldur og þá sérstaklega í skilnaðarferli. „Mér fannst að ég þyrfti að læra þetta til þess að ég hefði einhverjar forsendur fyrir því að vera að segja fólki að skilja. Mér fannst eins og ég væri bara best til þess fallin að segja við fólk:, heyrðu þetta er ekki nógu gott, þú þarft bara að skilja,“ segir Kristín og hlær. Var hlynnt skilnaði „Ég hef verið alveg frekar hlynnt skilnuðum í gegnum tíðina. Ég hef verið formaður Félags einstæðra foreldra í tíu ár og hef alveg reynslu af því að vera einstæð mamma sjálf. Mér fannst eins og fólk hafði ekki lagt nógu mikinn metnað og unnið nægilega rannsóknarvinnu áður en það valdi sér maka. Fólk undirbýr sig betur þegar það fær sér hund, rannsakar hundategundir betur heldur en maka sem það ætlar að búa með það sem eftir er ævi sinnar.“ Kristín var þó fljót að komast að því að það er ekki hlutverk hjónabandsráðgjafa að segja einhverjum að enda samband sitt eða hjónaband. „Ég var búin að vera svona viku í náminu þegar ég fattaði að það er bara slegið á puttana á manni. Merkingin sem við leggjum í orðið hjónabandsráðgjöf, það er í rauninni ekki það sem ég er að fást við. Þú ert ekki að ráðleggja neinum neitt heldur ertu að hjálpa fólki að finna sýnar lausnir.“ Hún segist því í rauninni hafa tekið u-beygju á þessum tímapunkti. „Ég fór bara að hafa trú á því að maður geti hjálpað fólki að ná vel saman. Mínar hugmyndir eru samt mjög mikið fólgnar í fyrirbyggjandi nálgun. Að við eigum að fræða meira um að góður maki er ekki eitthvað sem vex á hvaða strái sem er. Þó að ég hafi mikla trú á Tinder þá held ég að fólk mætti gefa sér meiri tíma og rúm til að skoða, meta og prófa möguleg makaefni. “ Kristín og Gulli hafa verið saman í sex ár. Hún segir að vinskapurinn sé lykilatriði í hjónabandinu og gera þau allt saman sem þau geta.Mynd úr einkasafni Þurfti að byrja að hlusta Kristínu er alvara með því að fólk þurfi að vanda betur valið þegar kemur að parsamböndum en vill einnig beina sjónum að opinbera kerfinu sem mætti að hennar sögn styðja betur við hjón. „Það langar flesta í maka og það sækjast svo margir eftir þessari fyllingu sem þú getur fengið út úr góðum maka, skiljanlega kannski, enda einmanaleiki að verða stærsti heilsufarsvandi í heimi. Aftur á móti tel ég að við áttum okkur ekki endilega á því hvað rétti makinn fyrir okkur er sjaldgæfur. Svo er mikil ábyrgð lögð á hjónabandið. Hjónaband á Íslandi er minnsta opinbera stofnun landsins og við sem samfélag þurfum á parasamböndum að halda enda er það þjóðhagslega hagstætt að fólk gifti sig. Það er dýrt fyrir ríkið ef við skiljum, þá hækka barnabætur og félagsleg vandamál aukast eftir því sem fleiri skilja. Það er sem sagt mjög mikið undir, bæði samfélagslega og fyrir einstaklinginn, að við séum í samböndum. “ Kristín útskrifast í vor en hefur síðustu mánuði unnið með pörum í nemaviðtölum. Segir hún að sú reynsla hafi kennt sér mjög mikið og að hún sé að styðja við pör á annan hátt en hún lagði upp með að gera þegar hún skráði sig í námið og er þakklát fyrir það. „Mér finnst svolítið fyndið hvað ég ætlaði bara að fara að segja öllum að skilja, að fólk ætti ekki að sætta sig við þetta og ætti að gera þetta svona og hinsegin. Svo þurfti ég bara að loka túllanum og fara að hlusta. Maður lærir líka svo mikið af því að hlusta á aðra. Það er svo rosalega misjafnt hvað fólk er að leitast eftir.“ Nauðsynlegt að styðja við nýbakaða foreldra Kristín er líka stjórnsýslufræðingur en meistaraverkefni hennar í opinberri stjórnsýslu fjallaði um þann opinbera stuðning sem pör telja sig þurfa, með vellíðan barna þeirra að leiðarljósi. „Mínar niðurstöður, sýndu að það sem fólk þarf á þessum tímamótum þegar par er að eignast barn og fjölskyldan er að breytast er fyrst og fremst stuðningur fyrir foreldrana sem par. Allar stórar breytingar eru álag á parsambandi og auka líkur á skilnaði.“ Kristín bendir á að hér á landi sé góð mæðravernd og nýburaþjónusta en það vanti samt stuðning fyrir parið sem var að eignast barn. „Fólki finnist mjög vel vera lesið í mælingar á höfuðmáli, lengd og þyngd og þess háttar og mæðurnar nefndu náttúrulega að þær eru þakklátar fyrir skimunarlista fyrir fæðingarþunglyndi. En þetta reynir á parasambandið og þar þurfum við sem samfélag að koma miklu betur inn með snemmtæka íhlutun. Þá er það ekki bara í málefnum fullorðinna einstaklinganna sem pars, heldur ef við komum inn með snemmtæka íhlutun sem parastuðning þegar pör þurfa á stuðning að halda, þá getur það fyrirbyggt svo rosalegan vanda hjá börnunum þeirra síðar meir. “ Að hennar mati eru mjög margir sem halda fast í þá mýtu að það sé betra barnanna vegna að skilja ekki. „Rannsóknir sýna að skilnaðarbörn koma ekkert verr út heldur en önnur börn, sem alast upp með foreldra sem eru gift. Aftur á móti eru það börn sem búa við ágreining sem að koma illa út. Börn sem alast upp við mikla togstreitu, mikinn ágreining, jafnvel mikil rifrildi eða börn sem koma út úr skilnaði foreldra sinna þar sem er rosalega mikið ósætti og mikið stríð. Það er þeim börnum sem líður illa. Til langs tíma litið er skilnaður mikil breyting fyrir börn, en ef rétt er staðið að þeim og rétt er staðið að þessari ákvörðun, þá ætti það ekki að hafa mikil áhrif og oft er það léttir og eitthvað sem reynist barninu vel í framtíðinni.“ Kristín skrifar nú bókina Hjónabandssæla, sem ætluð er til fræðslu fyrir pör. Vísir/Vilhelm Rafrænt námskeið í skilnaðinum Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifaði á dögunum undir samning við danska fyrirtækið SES, Samarbejde efter Skilmisse, vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. Ráðherran ræddi þetta átak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tæplega 40 prósent hjónabandi hér á landi lýkur með skilnaði samkvæmt nýlegri tölfræði frá Hagstofu Íslands og í mörgum tilfellum eiga pörin barn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn saman og slítur sambúð. Ásmundur Einar telur að þetta snerti um það bil 1.100 til 1.200 börn á ári. Verkefnið snýr annars vegar að aðgangi foreldra í skilnaðarferli að rafrænu námskeiði og hins vegar að viðtalsráðgjöf sérfræðings félagsþjónustu. „Þetta gerir það að verkum að fólk getur fengið ókeypis netnámskeið um það hvernig best sé að skilja. Þetta er mjög vel rannsakað og skoðað á Norðurlöndunum.“ segir Kristín. Markmiðið er að innleiða og þróa nýtt vinnulag með áherslu á félagslega ráðgjöf í skilnaðar-, forsjár- og umgengnismálum. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar þurfa allir foreldrar, sem sækja um leyfi til að skilja að borði og sæng og eiga börn undir 18 ára aldri, að taka skyldunámskeið um áhrif skilnaða á börn. Ásmundur Einar segir að eitt af markmiðum verkefnisins hér á landi sé að grípa fyrr inn í skilnaðarmál með ráðgjöf og með því koma eins og hægt er í veg fyrir að ágreiningur komi upp. Þannig er áætlað að fækka megi þeim málum sem enda í sáttarferli hjá sýslumönnum. Nágrannalöndin komin lengra Kristín fagnar þessari breytingu en segir að við séum þó að mörgu leyti enn langt á eftir nágrannalöndum okkar í þessum málaflokki. „Eins og í Noregi eru fjölskylduverndarskrifstofur. Þetta er bara eins og með heilsuvernd og heilsugæslu hérna, nema þetta er fjölskylduvernd og er starfrækt í hverju einasta sveitarfélagi í Noregi. Þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar með allt sem tengist fjölskyldunni. Ef þörf er á hjónabandsráðgjöf eða parastuðningi þá getur fólk fengið það, ef að fólk þarf uppeldisráðgjöf þá getur það fengið hana, ef það þarf félagsþjónustu, fjárhagsaðstoð eða eitthvað fyrir fjölskylduna þá getur það fengið þetta á þessum fjölskylduverndarskrifstofum. Þannig að mér finnst þau vera komin miklu lengra við að styðja við fjölskylduna sem einingu. Það er bara svo ótrúlega margt í húfi, það er vellíðan barnsins, vellíðan parsins. Það eru mjög stórar samfélagslegar breytur þarna.“ Bendir hún á að hjónabandsráðgjöf sé víða í boði frítt fyrir alla sem á þurfi að halda. Á Íslandi kosti slík þjónusta það mikið að margir bíða allt of lengi með að leita eftir ráðgjöf, stundum þangað til það er orðið of seint og aðrir jafnvel gera það aldrei. „Allavega í Noregi er hún ókeypis. Þú getur fengið hjónabandsráðgjöf þegar þú vilt. Fyrst var það bara á fyrsta æviári barns, vegna þess að ríkið sá þá bara hag sinn í því að veita þá þjónustu fyrirbyggjandi af því að það er svo dýrt fyrir ríkið þegar fólk skilur. Tölfræðin sýndi að flestir skilnaðir verða í kjölfar fæðingu fyrsta barns, því það verður svo mikið álag á parasambandið.“ Kristín segir að fyrsta árið í lífi barns geti reynst parasambandinu erfitt. Því sé mikilvægt að styðja vel við pör á þessum krefjandi tíma. Vísir/Vilhelm Ódýrara að grípa inn fyrr Kristín segir að með átaki eins og því sem Ásmundur Einar kynnti á dögunum, sé klárlega verið að taka skref í rétta átt. „Svo held ég líka að við gætum farið lengra í því að niðurgreiða þessa þjónustu. En þá vill ég náttúrulega líka að fjölskyldumeðferðarfræðingar séu niðurgreiddir eins og sálfræðingar. Á meðan við höfum ekki þá þjónustu þá er auðveldara að fá til dæmis lyf eða geðlæknaþjónustu af því að hún er niðurgreidd.“ Það skiptir miklu hvernig horft er á skilnaði og þennan málaflokk í heild sinni. „Í rauninni þá væri það svo miklu ódýrara fyrir okkur sem samfélag að grípa inn í miklu fyrr, að líta á parastuðning sem snemmtæka íhlutun í málefnum barna held ég að sé mjög heillavænlegt. Af því að við erum að fyrirbyggja vanlíðan hjá börnum með því að styðja við foreldra þeirra og þeirra parasamband. En auðvitað geta skilnaðir líka verið rosalega góðir fyrir börn. Það sem er gott fyrir börn er að búa ekki við ágreining, togstreitu og vanlíðan foreldra sinna. Hvort sem það er að skilja eða fá einhvern stuðning við að draga úr slíku, þá er það rétta lausnin á svo ótrúlega marga vísu.“ Kristín segir mikilvægt að grípa inn í hjá pörum sem gengur vel hjá, pörum sem eru í góðum málum og líður vel saman. Að gefa þeim fræðslu hvernig hægt er að viðhalda því. Í viðtalstímum sínum reynir Kristín styðja pör við að finna lausnir á ákveðnum vanda eða vinna að því að fyrirbyggja vandamál og stuðla að heilbrigðara og betra sambandi. Það er nefnilega margt sem getur komið út úr parastuðning og oft kemst fólk ekki að niðurstöðunni sem að það hélt að það myndi fá. „Með því að leita í svona parastuðning getur fólk í rauninni gert þrennt. Það getur komið til að fá aðstoð við að hugsa upphátt og átta sig á því hvar þau eru stödd. Það getur fengið aðstoð við að meta hvort það vilji skilja og svo getur það fengið stuðning við að bæta sambandið.“ Misskilningur algengur Kristín segir að enn fleiri ættu að koma í skilnaðarstuðning og fá aðstoð við að tala saman og finna út úr hlutunum áður en allt fer í háaloft. „Það er samt pínu fyndið að einn helsti vandi para er oft bara einfaldur misskilningur. Fólk gleymir að tala saman, gefur óyrt skilaboð og hefur trú á hugsanalestri. Margt má leysa með því að aðstoða fólk við að tala betur og skýrar saman. Því miður komi það mörgum á óvart að sú breyta sem er mikilvægust í parasambandi er vináttan. Hana þurfi stöðugt að rækta. „Það eru bara rosalega mörg pör sem eru ekki vinir og átta sig ekki á því að það er það sem vantar upp á.“ Aðspurð um góð ráð fyrir pör er Kristín fljót að svara því að pör ættu að vera dugleg að tala saman. „Stefnumót eru líka mjög skilvirk leið til að koma í veg fyrir ágreining og skilnaði. Að tala saman og hitta makann þinn, tala við hann og eiga við hann samskipti.“ segir Kristín. Fjölskyldan eyðir miklum tíma saman, þá sérstaklega á skíðum.Mynd úr einkasafni Ef pör hafa ákveðið að skilja, sérstaklega fólk með börn, er að hennar mati mjög mikilvægt að fá stuðning og aðstoð við að tala saman og finna út úr hlutunum þannig að það dragi sem mest úr ágreiningi og óeiningu. Því miður leiti margir ekki eftir aðstoð við samskipti fyrr en í harðbakkann slær, vegna kostnaðarins og aðgengis. „Það er alveg til fólk sem hefur skilið listilega vel enda held ég að það séu allir töluvert hamingjusamari þá en áður. Það sem getur verið erfitt í þessu er að fólk er oft ósammála um að skilja og kannski annar aðilinn búinn að taka ákvörðunina. Þá skiptir máli að sá aðili beri virðingu og hjálpi hinum aðilanum með það.“ Stundum er sagt að fólk í dag gefist of fljótt upp og óski eftir skilnaði. Kristín bendir á í því samhengi að skilnaður sé alltaf erfið ákvörðun og flókið ferli. „Ég held að fólk leiki sér ekkert að því.“ Fáir taki þessa ákvörðun án ástæðu og að vel athuguðu máli, sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Skilnaðartíðnin er hærri í janúar en aðra mánuði ársins og Kristín segir að það sé einföld skýring á því. „Ég held að það sé af því að fólk sé að bíða af sér jólin. Ætlar að byrja nýtt ár og ný áramótaheit. Nú ætla ég að taka líf mitt í gegn. Bara að sama skapi og líkamsræktarstöðvar eru fullar í janúar. Fólk tekur oft svona á skarið bæði í janúar og á haustin. Tekur til í lífi sínu og ætlar kannski að byrja upp á nýtt.“ Kristín var mjög hlynnt skilnaði fyrir nokkrum árum en tók u-beygju eftir að hún fór að kynna sér þessi mál betur.Vísir/Vilhelm Hálfgerður hamingjuráðgjafi Kristín starfar líka mikið með börnum og ungmennum og aðstoðar þau með sjálfstraust og góða sjálfsmynd. Hún hefur unnið með þetta viðfangsefni í meira en tíu ár, haldið fjölda námskeiða ásamt því að gefa út bækur tengdar sjálfstyrkingu og sjálfsmynd. „Allar pælingar með að styrkja sjálfsmyndina er mér svo mikilvægar. Ég hef bullandi trú á því og við verðum að byrja þar til að líða vel í lífinu. Sú breyta sem hefur stærsta forspárgildið um hamingju okkar í framtíðinni er sterk sjálfsmynd.“ Það sem hamingjurannsóknir sýna er að sú breyta sem fólk segir að hafi mest áhrif á hamingju sína, það er maki. Ekki heilsa, peningar eða annað heldur góður maki, þetta er náttúrulega óþolandi staðreynd, að hamingja okkar skuli velta á einhverjum öðrum. En þetta sýnir að þegar vel gengur í parsambandi þá getur það veitt svo rosalega mikla hamingju, sömuleiðis að ef við erum óhamingjusöm í sambandi getur það smitað út í svo ótrúlega margt. Ég lít því á mig sem hálfgerðan hamingjuráðgjafa, bæði með að styrkja sjálfsmynd fólks og hlúa að parsamböndum.“ Vita hvað þau vilja ekki Þegar Kristín var um tíma einstæð móðir, ákvað hún að vinna í sjálfri sér og reyna að hafa áhrif á allar þær breytur sem hún gæti stjórnað sjálf eins og móðurhlutverkið, nám, vinnu, líkamsræktina og svo framvegis. „Ég setti allan fókusinn á þær breytur og ég held að það auki líkurnar á að þá komi góður maki inn í líf þitt. Ef þú ert á góðum stað, ert hamingjusamur og með sterka sjálfsmynd, ertu líklegri til að finna maka sem er á góðum stað, hamingjusamur og með sterka sjálfsmynd.“ Það reyndist rétt í hennar tilfelli og fyrir sex árum fann hún ástina þegar hún kynntist Guðlaugi Aðalsteinssyni eiginmanni sínum. „Ég held að vinni með okkur Gulla að við byrjuðum svolítið seint saman. Við erum samsett fjölskylda og búum bæði að fyrri reynslu og fyrri samböndum, við vitum hvernig við viljum ekki hafa hlutina. Það virkar fyrir okkur. Sumum finnst frábært að kynnast ung, þroskast saman og móta lífið saman. Mér finnst frábært að við kynntumst seint.“ „Við vitum hvað það skiptir máli að hlúa að þessu og að þetta er grundvallarstoðin í lífi barnanna okkar og heimilisins, það eru bara við tvö. Við búum líka að því að ég hef svo mikinn áhuga á þessum málum og er stanslaust að ræða þetta, eiginlega viðstöðulaust,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að þau hafi lært mjög mikið af því að eiga transbarn. Hún segir að með hinu foreldrasetti barnsins hafi þau rúllað upp þessu verkefniMynd úr einkasafni Gera allt saman Samhliða námi, vinnu og fjölskyldulífi skrifar Kristín líka bók um sambönd, sem mun heita Hjónabandssæla. „Bókin er viðtöl við hjón sem eru búin að vera saman lengi eða eiga einhverja skemmtilega sögu. Þetta er hugsað sem fræðsla fyrir önnur pör.“ Kristín segir að það sem hafi komið henni mest á óvart við gerð bókarinnar, sé hvað það er misjafnt hvað pör leggja í sambandið og hvað það eru mismunandi hlutir sem virka fyrir hvert og eitt par. Aðspurð um leyndarmálið á bak við eigið hjónaband, segir Kristín að það sé hversu dugleg þau eru að eyða tíma með hvort öðru. „Við erum með möntruna, við gerum allt saman. Það hentar okkur vel, við gerum allt saman. Ef við getum farið saman í Bónus þá gerum við það saman. Ég ferðast til dæmis ótrúlega mikið út af vinnunni minni og held námskeið um land allt og hann kemur alltaf með mér, hann og börnin. Við eigum mjög mikið af sameiginlegum áhugamálum. Við förum mikið á skíði, höfum farið saman á brimbretti og æfum saman Crossfit. Svo erum við líka góðir vinir.“ Mikilvægt að greina á milli Kristín viðurkennir að augljóslega sé þetta fyrirkomulag eitthvað sem henti alls ekki öllum pörum. „Eitt af því sem við höfum þurft að gera í þessu námi er að skoða okkur sjálf alveg rosalega mikið, miklu meira en ég var sjálf upphaflega að spá í að gera. Það skiptir nefnilega svo svakalega miklu máli sem meðferðaraðili að vita hvað þú ert sjálfur með í bakpokanum þínum. Þannig að þú vitir, er ég að segja þetta af því að þetta hefur hentað mér eða er ég að segja þetta af því að þetta er faglega rétt?“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að kunna að greina þarna á milli. „Við eigum til dæmis transbarn og ég held að ég væri ekki best til þess fallin að vinna með fjölskyldum transbarna, því að ég myndi alltaf gera það á þeim forsendum að ég á transbarn sjálf. Það sem að hentaði okkur það hentar ekkert endilega öðrum. Allt sem ég myndi gera sem meðferðaraðili myndi mótast svo mikið af okkar reynslu og það má ekki. Mér finnst ég því hafa lært mjög mikið af því, þess vegna er ég ekkert mikið að spá í mínu parsambandi í þessu samhengi því það má ekki hafa áhrif á það sem ég er að gera.“ Ástin og lífið Fjölskyldumál Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. 25. janúar 2020 20:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
„Ástæða þess að ég ákvað að fara í þetta nám var meðal annars sú að mér fannst svo rosalega margir vera illa paraðir,“ segir Kristín Tómasdóttir metsöluhöfundur og verðandi fjölskyldumeðferðarfræðingur. Kristín er að ljúka námi í fjölskyldumeðferð í vor og vinnur samhliða með fólki í parameðferð ásamt því að skrifa bók um hjónabönd. Kristín segir að stjórnvöld geti gert betur í að styðja við hjón, pör og fjölskyldur og þá sérstaklega í skilnaðarferli. „Mér fannst að ég þyrfti að læra þetta til þess að ég hefði einhverjar forsendur fyrir því að vera að segja fólki að skilja. Mér fannst eins og ég væri bara best til þess fallin að segja við fólk:, heyrðu þetta er ekki nógu gott, þú þarft bara að skilja,“ segir Kristín og hlær. Var hlynnt skilnaði „Ég hef verið alveg frekar hlynnt skilnuðum í gegnum tíðina. Ég hef verið formaður Félags einstæðra foreldra í tíu ár og hef alveg reynslu af því að vera einstæð mamma sjálf. Mér fannst eins og fólk hafði ekki lagt nógu mikinn metnað og unnið nægilega rannsóknarvinnu áður en það valdi sér maka. Fólk undirbýr sig betur þegar það fær sér hund, rannsakar hundategundir betur heldur en maka sem það ætlar að búa með það sem eftir er ævi sinnar.“ Kristín var þó fljót að komast að því að það er ekki hlutverk hjónabandsráðgjafa að segja einhverjum að enda samband sitt eða hjónaband. „Ég var búin að vera svona viku í náminu þegar ég fattaði að það er bara slegið á puttana á manni. Merkingin sem við leggjum í orðið hjónabandsráðgjöf, það er í rauninni ekki það sem ég er að fást við. Þú ert ekki að ráðleggja neinum neitt heldur ertu að hjálpa fólki að finna sýnar lausnir.“ Hún segist því í rauninni hafa tekið u-beygju á þessum tímapunkti. „Ég fór bara að hafa trú á því að maður geti hjálpað fólki að ná vel saman. Mínar hugmyndir eru samt mjög mikið fólgnar í fyrirbyggjandi nálgun. Að við eigum að fræða meira um að góður maki er ekki eitthvað sem vex á hvaða strái sem er. Þó að ég hafi mikla trú á Tinder þá held ég að fólk mætti gefa sér meiri tíma og rúm til að skoða, meta og prófa möguleg makaefni. “ Kristín og Gulli hafa verið saman í sex ár. Hún segir að vinskapurinn sé lykilatriði í hjónabandinu og gera þau allt saman sem þau geta.Mynd úr einkasafni Þurfti að byrja að hlusta Kristínu er alvara með því að fólk þurfi að vanda betur valið þegar kemur að parsamböndum en vill einnig beina sjónum að opinbera kerfinu sem mætti að hennar sögn styðja betur við hjón. „Það langar flesta í maka og það sækjast svo margir eftir þessari fyllingu sem þú getur fengið út úr góðum maka, skiljanlega kannski, enda einmanaleiki að verða stærsti heilsufarsvandi í heimi. Aftur á móti tel ég að við áttum okkur ekki endilega á því hvað rétti makinn fyrir okkur er sjaldgæfur. Svo er mikil ábyrgð lögð á hjónabandið. Hjónaband á Íslandi er minnsta opinbera stofnun landsins og við sem samfélag þurfum á parasamböndum að halda enda er það þjóðhagslega hagstætt að fólk gifti sig. Það er dýrt fyrir ríkið ef við skiljum, þá hækka barnabætur og félagsleg vandamál aukast eftir því sem fleiri skilja. Það er sem sagt mjög mikið undir, bæði samfélagslega og fyrir einstaklinginn, að við séum í samböndum. “ Kristín útskrifast í vor en hefur síðustu mánuði unnið með pörum í nemaviðtölum. Segir hún að sú reynsla hafi kennt sér mjög mikið og að hún sé að styðja við pör á annan hátt en hún lagði upp með að gera þegar hún skráði sig í námið og er þakklát fyrir það. „Mér finnst svolítið fyndið hvað ég ætlaði bara að fara að segja öllum að skilja, að fólk ætti ekki að sætta sig við þetta og ætti að gera þetta svona og hinsegin. Svo þurfti ég bara að loka túllanum og fara að hlusta. Maður lærir líka svo mikið af því að hlusta á aðra. Það er svo rosalega misjafnt hvað fólk er að leitast eftir.“ Nauðsynlegt að styðja við nýbakaða foreldra Kristín er líka stjórnsýslufræðingur en meistaraverkefni hennar í opinberri stjórnsýslu fjallaði um þann opinbera stuðning sem pör telja sig þurfa, með vellíðan barna þeirra að leiðarljósi. „Mínar niðurstöður, sýndu að það sem fólk þarf á þessum tímamótum þegar par er að eignast barn og fjölskyldan er að breytast er fyrst og fremst stuðningur fyrir foreldrana sem par. Allar stórar breytingar eru álag á parsambandi og auka líkur á skilnaði.“ Kristín bendir á að hér á landi sé góð mæðravernd og nýburaþjónusta en það vanti samt stuðning fyrir parið sem var að eignast barn. „Fólki finnist mjög vel vera lesið í mælingar á höfuðmáli, lengd og þyngd og þess háttar og mæðurnar nefndu náttúrulega að þær eru þakklátar fyrir skimunarlista fyrir fæðingarþunglyndi. En þetta reynir á parasambandið og þar þurfum við sem samfélag að koma miklu betur inn með snemmtæka íhlutun. Þá er það ekki bara í málefnum fullorðinna einstaklinganna sem pars, heldur ef við komum inn með snemmtæka íhlutun sem parastuðning þegar pör þurfa á stuðning að halda, þá getur það fyrirbyggt svo rosalegan vanda hjá börnunum þeirra síðar meir. “ Að hennar mati eru mjög margir sem halda fast í þá mýtu að það sé betra barnanna vegna að skilja ekki. „Rannsóknir sýna að skilnaðarbörn koma ekkert verr út heldur en önnur börn, sem alast upp með foreldra sem eru gift. Aftur á móti eru það börn sem búa við ágreining sem að koma illa út. Börn sem alast upp við mikla togstreitu, mikinn ágreining, jafnvel mikil rifrildi eða börn sem koma út úr skilnaði foreldra sinna þar sem er rosalega mikið ósætti og mikið stríð. Það er þeim börnum sem líður illa. Til langs tíma litið er skilnaður mikil breyting fyrir börn, en ef rétt er staðið að þeim og rétt er staðið að þessari ákvörðun, þá ætti það ekki að hafa mikil áhrif og oft er það léttir og eitthvað sem reynist barninu vel í framtíðinni.“ Kristín skrifar nú bókina Hjónabandssæla, sem ætluð er til fræðslu fyrir pör. Vísir/Vilhelm Rafrænt námskeið í skilnaðinum Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra skrifaði á dögunum undir samning við danska fyrirtækið SES, Samarbejde efter Skilmisse, vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu sérhæfðar skilnaðarráðgjafar til foreldra á Íslandi. Ráðherran ræddi þetta átak í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Tæplega 40 prósent hjónabandi hér á landi lýkur með skilnaði samkvæmt nýlegri tölfræði frá Hagstofu Íslands og í mörgum tilfellum eiga pörin barn saman. Er þá ótalinn sá hópur fólks sem á börn saman og slítur sambúð. Ásmundur Einar telur að þetta snerti um það bil 1.100 til 1.200 börn á ári. Verkefnið snýr annars vegar að aðgangi foreldra í skilnaðarferli að rafrænu námskeiði og hins vegar að viðtalsráðgjöf sérfræðings félagsþjónustu. „Þetta gerir það að verkum að fólk getur fengið ókeypis netnámskeið um það hvernig best sé að skilja. Þetta er mjög vel rannsakað og skoðað á Norðurlöndunum.“ segir Kristín. Markmiðið er að innleiða og þróa nýtt vinnulag með áherslu á félagslega ráðgjöf í skilnaðar-, forsjár- og umgengnismálum. Verkefnið er að danskri fyrirmynd en þar þurfa allir foreldrar, sem sækja um leyfi til að skilja að borði og sæng og eiga börn undir 18 ára aldri, að taka skyldunámskeið um áhrif skilnaða á börn. Ásmundur Einar segir að eitt af markmiðum verkefnisins hér á landi sé að grípa fyrr inn í skilnaðarmál með ráðgjöf og með því koma eins og hægt er í veg fyrir að ágreiningur komi upp. Þannig er áætlað að fækka megi þeim málum sem enda í sáttarferli hjá sýslumönnum. Nágrannalöndin komin lengra Kristín fagnar þessari breytingu en segir að við séum þó að mörgu leyti enn langt á eftir nágrannalöndum okkar í þessum málaflokki. „Eins og í Noregi eru fjölskylduverndarskrifstofur. Þetta er bara eins og með heilsuvernd og heilsugæslu hérna, nema þetta er fjölskylduvernd og er starfrækt í hverju einasta sveitarfélagi í Noregi. Þar sem fólk getur leitað sér aðstoðar með allt sem tengist fjölskyldunni. Ef þörf er á hjónabandsráðgjöf eða parastuðningi þá getur fólk fengið það, ef að fólk þarf uppeldisráðgjöf þá getur það fengið hana, ef það þarf félagsþjónustu, fjárhagsaðstoð eða eitthvað fyrir fjölskylduna þá getur það fengið þetta á þessum fjölskylduverndarskrifstofum. Þannig að mér finnst þau vera komin miklu lengra við að styðja við fjölskylduna sem einingu. Það er bara svo ótrúlega margt í húfi, það er vellíðan barnsins, vellíðan parsins. Það eru mjög stórar samfélagslegar breytur þarna.“ Bendir hún á að hjónabandsráðgjöf sé víða í boði frítt fyrir alla sem á þurfi að halda. Á Íslandi kosti slík þjónusta það mikið að margir bíða allt of lengi með að leita eftir ráðgjöf, stundum þangað til það er orðið of seint og aðrir jafnvel gera það aldrei. „Allavega í Noregi er hún ókeypis. Þú getur fengið hjónabandsráðgjöf þegar þú vilt. Fyrst var það bara á fyrsta æviári barns, vegna þess að ríkið sá þá bara hag sinn í því að veita þá þjónustu fyrirbyggjandi af því að það er svo dýrt fyrir ríkið þegar fólk skilur. Tölfræðin sýndi að flestir skilnaðir verða í kjölfar fæðingu fyrsta barns, því það verður svo mikið álag á parasambandið.“ Kristín segir að fyrsta árið í lífi barns geti reynst parasambandinu erfitt. Því sé mikilvægt að styðja vel við pör á þessum krefjandi tíma. Vísir/Vilhelm Ódýrara að grípa inn fyrr Kristín segir að með átaki eins og því sem Ásmundur Einar kynnti á dögunum, sé klárlega verið að taka skref í rétta átt. „Svo held ég líka að við gætum farið lengra í því að niðurgreiða þessa þjónustu. En þá vill ég náttúrulega líka að fjölskyldumeðferðarfræðingar séu niðurgreiddir eins og sálfræðingar. Á meðan við höfum ekki þá þjónustu þá er auðveldara að fá til dæmis lyf eða geðlæknaþjónustu af því að hún er niðurgreidd.“ Það skiptir miklu hvernig horft er á skilnaði og þennan málaflokk í heild sinni. „Í rauninni þá væri það svo miklu ódýrara fyrir okkur sem samfélag að grípa inn í miklu fyrr, að líta á parastuðning sem snemmtæka íhlutun í málefnum barna held ég að sé mjög heillavænlegt. Af því að við erum að fyrirbyggja vanlíðan hjá börnum með því að styðja við foreldra þeirra og þeirra parasamband. En auðvitað geta skilnaðir líka verið rosalega góðir fyrir börn. Það sem er gott fyrir börn er að búa ekki við ágreining, togstreitu og vanlíðan foreldra sinna. Hvort sem það er að skilja eða fá einhvern stuðning við að draga úr slíku, þá er það rétta lausnin á svo ótrúlega marga vísu.“ Kristín segir mikilvægt að grípa inn í hjá pörum sem gengur vel hjá, pörum sem eru í góðum málum og líður vel saman. Að gefa þeim fræðslu hvernig hægt er að viðhalda því. Í viðtalstímum sínum reynir Kristín styðja pör við að finna lausnir á ákveðnum vanda eða vinna að því að fyrirbyggja vandamál og stuðla að heilbrigðara og betra sambandi. Það er nefnilega margt sem getur komið út úr parastuðning og oft kemst fólk ekki að niðurstöðunni sem að það hélt að það myndi fá. „Með því að leita í svona parastuðning getur fólk í rauninni gert þrennt. Það getur komið til að fá aðstoð við að hugsa upphátt og átta sig á því hvar þau eru stödd. Það getur fengið aðstoð við að meta hvort það vilji skilja og svo getur það fengið stuðning við að bæta sambandið.“ Misskilningur algengur Kristín segir að enn fleiri ættu að koma í skilnaðarstuðning og fá aðstoð við að tala saman og finna út úr hlutunum áður en allt fer í háaloft. „Það er samt pínu fyndið að einn helsti vandi para er oft bara einfaldur misskilningur. Fólk gleymir að tala saman, gefur óyrt skilaboð og hefur trú á hugsanalestri. Margt má leysa með því að aðstoða fólk við að tala betur og skýrar saman. Því miður komi það mörgum á óvart að sú breyta sem er mikilvægust í parasambandi er vináttan. Hana þurfi stöðugt að rækta. „Það eru bara rosalega mörg pör sem eru ekki vinir og átta sig ekki á því að það er það sem vantar upp á.“ Aðspurð um góð ráð fyrir pör er Kristín fljót að svara því að pör ættu að vera dugleg að tala saman. „Stefnumót eru líka mjög skilvirk leið til að koma í veg fyrir ágreining og skilnaði. Að tala saman og hitta makann þinn, tala við hann og eiga við hann samskipti.“ segir Kristín. Fjölskyldan eyðir miklum tíma saman, þá sérstaklega á skíðum.Mynd úr einkasafni Ef pör hafa ákveðið að skilja, sérstaklega fólk með börn, er að hennar mati mjög mikilvægt að fá stuðning og aðstoð við að tala saman og finna út úr hlutunum þannig að það dragi sem mest úr ágreiningi og óeiningu. Því miður leiti margir ekki eftir aðstoð við samskipti fyrr en í harðbakkann slær, vegna kostnaðarins og aðgengis. „Það er alveg til fólk sem hefur skilið listilega vel enda held ég að það séu allir töluvert hamingjusamari þá en áður. Það sem getur verið erfitt í þessu er að fólk er oft ósammála um að skilja og kannski annar aðilinn búinn að taka ákvörðunina. Þá skiptir máli að sá aðili beri virðingu og hjálpi hinum aðilanum með það.“ Stundum er sagt að fólk í dag gefist of fljótt upp og óski eftir skilnaði. Kristín bendir á í því samhengi að skilnaður sé alltaf erfið ákvörðun og flókið ferli. „Ég held að fólk leiki sér ekkert að því.“ Fáir taki þessa ákvörðun án ástæðu og að vel athuguðu máli, sérstaklega þegar börn eru í spilinu. Skilnaðartíðnin er hærri í janúar en aðra mánuði ársins og Kristín segir að það sé einföld skýring á því. „Ég held að það sé af því að fólk sé að bíða af sér jólin. Ætlar að byrja nýtt ár og ný áramótaheit. Nú ætla ég að taka líf mitt í gegn. Bara að sama skapi og líkamsræktarstöðvar eru fullar í janúar. Fólk tekur oft svona á skarið bæði í janúar og á haustin. Tekur til í lífi sínu og ætlar kannski að byrja upp á nýtt.“ Kristín var mjög hlynnt skilnaði fyrir nokkrum árum en tók u-beygju eftir að hún fór að kynna sér þessi mál betur.Vísir/Vilhelm Hálfgerður hamingjuráðgjafi Kristín starfar líka mikið með börnum og ungmennum og aðstoðar þau með sjálfstraust og góða sjálfsmynd. Hún hefur unnið með þetta viðfangsefni í meira en tíu ár, haldið fjölda námskeiða ásamt því að gefa út bækur tengdar sjálfstyrkingu og sjálfsmynd. „Allar pælingar með að styrkja sjálfsmyndina er mér svo mikilvægar. Ég hef bullandi trú á því og við verðum að byrja þar til að líða vel í lífinu. Sú breyta sem hefur stærsta forspárgildið um hamingju okkar í framtíðinni er sterk sjálfsmynd.“ Það sem hamingjurannsóknir sýna er að sú breyta sem fólk segir að hafi mest áhrif á hamingju sína, það er maki. Ekki heilsa, peningar eða annað heldur góður maki, þetta er náttúrulega óþolandi staðreynd, að hamingja okkar skuli velta á einhverjum öðrum. En þetta sýnir að þegar vel gengur í parsambandi þá getur það veitt svo rosalega mikla hamingju, sömuleiðis að ef við erum óhamingjusöm í sambandi getur það smitað út í svo ótrúlega margt. Ég lít því á mig sem hálfgerðan hamingjuráðgjafa, bæði með að styrkja sjálfsmynd fólks og hlúa að parsamböndum.“ Vita hvað þau vilja ekki Þegar Kristín var um tíma einstæð móðir, ákvað hún að vinna í sjálfri sér og reyna að hafa áhrif á allar þær breytur sem hún gæti stjórnað sjálf eins og móðurhlutverkið, nám, vinnu, líkamsræktina og svo framvegis. „Ég setti allan fókusinn á þær breytur og ég held að það auki líkurnar á að þá komi góður maki inn í líf þitt. Ef þú ert á góðum stað, ert hamingjusamur og með sterka sjálfsmynd, ertu líklegri til að finna maka sem er á góðum stað, hamingjusamur og með sterka sjálfsmynd.“ Það reyndist rétt í hennar tilfelli og fyrir sex árum fann hún ástina þegar hún kynntist Guðlaugi Aðalsteinssyni eiginmanni sínum. „Ég held að vinni með okkur Gulla að við byrjuðum svolítið seint saman. Við erum samsett fjölskylda og búum bæði að fyrri reynslu og fyrri samböndum, við vitum hvernig við viljum ekki hafa hlutina. Það virkar fyrir okkur. Sumum finnst frábært að kynnast ung, þroskast saman og móta lífið saman. Mér finnst frábært að við kynntumst seint.“ „Við vitum hvað það skiptir máli að hlúa að þessu og að þetta er grundvallarstoðin í lífi barnanna okkar og heimilisins, það eru bara við tvö. Við búum líka að því að ég hef svo mikinn áhuga á þessum málum og er stanslaust að ræða þetta, eiginlega viðstöðulaust,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að þau hafi lært mjög mikið af því að eiga transbarn. Hún segir að með hinu foreldrasetti barnsins hafi þau rúllað upp þessu verkefniMynd úr einkasafni Gera allt saman Samhliða námi, vinnu og fjölskyldulífi skrifar Kristín líka bók um sambönd, sem mun heita Hjónabandssæla. „Bókin er viðtöl við hjón sem eru búin að vera saman lengi eða eiga einhverja skemmtilega sögu. Þetta er hugsað sem fræðsla fyrir önnur pör.“ Kristín segir að það sem hafi komið henni mest á óvart við gerð bókarinnar, sé hvað það er misjafnt hvað pör leggja í sambandið og hvað það eru mismunandi hlutir sem virka fyrir hvert og eitt par. Aðspurð um leyndarmálið á bak við eigið hjónaband, segir Kristín að það sé hversu dugleg þau eru að eyða tíma með hvort öðru. „Við erum með möntruna, við gerum allt saman. Það hentar okkur vel, við gerum allt saman. Ef við getum farið saman í Bónus þá gerum við það saman. Ég ferðast til dæmis ótrúlega mikið út af vinnunni minni og held námskeið um land allt og hann kemur alltaf með mér, hann og börnin. Við eigum mjög mikið af sameiginlegum áhugamálum. Við förum mikið á skíði, höfum farið saman á brimbretti og æfum saman Crossfit. Svo erum við líka góðir vinir.“ Mikilvægt að greina á milli Kristín viðurkennir að augljóslega sé þetta fyrirkomulag eitthvað sem henti alls ekki öllum pörum. „Eitt af því sem við höfum þurft að gera í þessu námi er að skoða okkur sjálf alveg rosalega mikið, miklu meira en ég var sjálf upphaflega að spá í að gera. Það skiptir nefnilega svo svakalega miklu máli sem meðferðaraðili að vita hvað þú ert sjálfur með í bakpokanum þínum. Þannig að þú vitir, er ég að segja þetta af því að þetta hefur hentað mér eða er ég að segja þetta af því að þetta er faglega rétt?“ Hún segir gríðarlega mikilvægt að kunna að greina þarna á milli. „Við eigum til dæmis transbarn og ég held að ég væri ekki best til þess fallin að vinna með fjölskyldum transbarna, því að ég myndi alltaf gera það á þeim forsendum að ég á transbarn sjálf. Það sem að hentaði okkur það hentar ekkert endilega öðrum. Allt sem ég myndi gera sem meðferðaraðili myndi mótast svo mikið af okkar reynslu og það má ekki. Mér finnst ég því hafa lært mjög mikið af því, þess vegna er ég ekkert mikið að spá í mínu parsambandi í þessu samhengi því það má ekki hafa áhrif á það sem ég er að gera.“
Ástin og lífið Fjölskyldumál Helgarviðtal Viðtal Tengdar fréttir Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. 25. janúar 2020 20:30 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. 25. janúar 2020 20:30