Allir leikmenn á EM í handbolta þurftu að spila í sérstökum „brjóstahaldara“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2020 09:00 Svona líta þessir KINEXON brjóstahaldarar út en allir leikmenn á EM þurftu að spila í svona. Getty/Arne Deder Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge. EM 2020 í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Það var boðið upp á nýjung í upplýsingagjöf frá Evrópumóti karla í handbolta í ár og fyrir vikið gátu áhugasamir fengið nýja tölfræði um frammistöðu leikmanna. Að þessu sinni var mæta hversu mikið leikmenn hlaupa, hversu hátt þeir stökkva, hversu hratt þeir hlaupa og hversu fast þeir skjóta. Til þess að geta mælt svona hluti þurftu allir leikmenn að klæðast sérstökum topp, einskonar „brjóstahaldara“, innan undir búningi sínum. Join Dr Handball as he explains just how @kinexon are collecting data on every move the players make during #ehfeuro2020#dreamwinrememberpic.twitter.com/JNLzVLcWj8— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2020 Tölfræðin er unnin í samvinnu við fyrirtækið KINEXON. Norska Dagbladet segir frá þessu og talaði líka við norska landsliðsmenn um það að þurfa að klæðast þessum toppi. Slíkir toppar eru í notkun hjá stærstu handboltaliðum heims og þeir leikmenn sem spila í þýsku deildinni eru líka vanir að nota hann. Skilaboðin til allra leikmanna voru einföld. Til að fá leyfi til að spila á Evrópumótinu þá þurftu allir leikmenn að klæðast tölfræði-toppnum frá KINEXON. „Þú getur skotið eins fast og þú getur en ekki hitt markið. Þú getur hlaupið mest allra en samt tapað handboltaleik. Þess vegna er þessi tölfræði ekki áhugaverð fyrir okkur,“ sagði Kristian Björnsen, fyrirliði norska landsliðsins. „Þegar við mættum þá var okkur sagt að við yrðum að klæðast þeim. Það voru ekki allir ánægðir en við urðum að fylgja þessum reglum,“ sagði Magnus Gullerud. Hann sagði að það tók smá tíma að venjast toppinum og það var mikilvægt að finna réttu stærðina. Remember the epic VELUX #ehffinal4 2019? It was the 1st edition to offer an unparalleled level of insights into the game. Did you ever wonder how player tracking technology data is collected provided by @kinexon and the SELECT iBall ?#veluxehfclpic.twitter.com/sHnbGzNHzV— EHF Champions League (@ehfcl) July 24, 2019 „Tölfræði getur verið skemmtileg og hún kemur með eitthvað nýtt til áhorfenda. Við græðum samt ekki mikið á því að vita hver stekkur hæst eða skýtur fastast. Það hefði kannski verið betra að mæla púlsinn í leiðinni. Þá væri hægt að fá upplýsingar sem segja mikið,“ sagði línumaðurinn Magnus Gullerud. Landsliðsþjálfarinn Christian Berge segist ekki hafa notað þessa tölfræði frá KINEXON. „Þetta er í góðu lagi á meðan græjan virkar og er í lagi. Leikmenn verða líka að finna þann topp sem er þægilegur fyrir þá. Þetta er eins og brjóstahaldari og hann hefur búið til smá áskorun fyrir leikmenn sem hafa þurft að venjast því að spila í svona,“ sagði Christian Berge.
EM 2020 í handbolta Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira