Of algengt að börn séu einhvers konar reipi í reipitogi á milli foreldra Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. janúar 2020 20:30 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. vísir/vilhelm Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur. Fjölskyldumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Tilraunaverkefni um áhrif hjónaskilnaða á börn verður ýtt úr vör í næsta mánuði. Um er að ræða valfrjálst námskeiðætlað foreldrum sem standa í skilnaði með það að markmiði að fækka ágreiningsmálum. Gangi verkefnið vel hyggst barnamálaráðherra skoða með hvaða hætti úrræðið yrði lögfest. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skrifað undir samning vegna tilraunaverkefnis um innleiðingu skilnaðarráðgjafar fyrir foreldra á Íslandi. Verkefnið er að danskri fyrirmynd og verður því ýtt úr vör í næsta mánuði. Skilnaðarráðgjöfin felst annars vegar í rafrænu námskeiði og hins vegar í viðtalsráðgjöf með sérfræðingi hjá félagsþjónustu um áhrif skilnaðar á líðan barna og foreldra. Gert er ráð fyrir að félagsþjónusta sveitarfélaga taki verkefnið að sér en áætlað er að námskeiðið verði foreldrum að kostnaðarlausu. „Hugsunin er að byrja með samstarfsverkefni við tvö til þrjú sveitarfélög. Þar verður boðið upp á þetta, sjá hvort að það reynist ekki með sama hætti og í Danmörku og í framhaldi getum við boðið upp á þetta á landsvísu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Í Danmörku hefur úrræðið tryggt bætta andlega vellíðan foreldra sem ganga í gegnum skilnað. Markmið ráðgjafarinnar er að fækka ágreiningsmálum foreldra og veita þeim aðstoð við að vinna úr tilfinningalegri togstreitu. Forsjár- og umgengisdeilur við skilnað séu of algengar. „Það sem gerist allt of oft í íslensku samfélagi eins og víðar er að börnin verði eins konar reipi í reipitogi á milli foreldrana en þetta úrræði hefur sýnt sig að dragi úr því,“ sagði Ásmundur Einar. Í Danmörku hefur úrræðið verið lögfest, en þegar foreldrar, sem eiga barn undir 18 ára aldri, sækja um skilnað þar í landi er þeim skylt að sæta námskeiðið. „Mér finnst rétt næsta skref, ef þetta kemur vel út, að það yrði skoðað með hvaða hætti þetta yrði lögfest,“ sagði Ásmundur.
Fjölskyldumál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira