Snjókorn falla Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. janúar 2020 07:00 Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Neytendur Verslun Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig getur aftur verið kominn föstudagur? Lífið er svo sem notalegt í föstudagslandi, þar sem helgin er alltaf framundan, en það er eins og ég fái það æ oftar á tilfinninguna að vikan hafi fuðrað upp fyrirvaralaust. Kannski tekur því varla að taka niður seríuna. Rennur árið ekki með sama hætti og vikan þegar við verðum eldri og sífellt er sem jólin séu handan við hornið? Þrátt fyrir að með nokkurri vissu megi bóka komu jólanna ár hvert virðast jólaútgjöldin vera eins og flensan; koma Íslendingum alltaf jafn mikið á óvart en þeim farnast best sem bólusetja sig. Jólin geta verið dýr, sem ætti ekki að vera fréttnæmt en er það nú samt. Í desember síðastliðnum renndum við kreditkortum í verslunum fyrir um fjórðungi hærri fjárhæð en aðra mánuði ársins. Stór hluti þjóðarinnar greiðir jólareikninginn seint og síðar meir með heilmiklum kostnaði og óþægindum mánuðina á eftir. Vestanhafs nær til dæmis minnihluti bandarískra kreditkortanotenda að greiða niður jólaskuldirnar á innan við þremur mánuðum. Þetta er bagalegt vandamál en lausnin er einföld. Þó jólahátíðin sé nýliðin byrjum við strax að undirbúa þá næstu. Ef við gefum okkur að útgjöld vegna jólanna séu hér á landi þau sömu og í Bandaríkjunum má áætla að hver fullorðinn Íslendingur verji um 120 þ. kr. til hátíðarinnar, þar af um 80 þ. kr. í jólagjafir. Hagkvæmasta leiðin til að komast hjá kostnaðarsamri greiðsludreifingu er að sjálfsögðu að draga úr útgjöldunum en þó umræða um slíkt hafi verið nokkuð áberandi að undanförnu jókst jólaneysla okkar samt sem áður í fyrra frá árinu á undan. Ef veislunni skal haldið til streitu er ekkert annað að gera en að byrja strax að spara fyrir jólunum. Í dag eru ekki nema sléttir 11 mánuðir í aðfangadag. Að leggja fyrir 10.000 kr. á mánuði og eiga fyrir jólunum er betra en að fá hnút í magann og þurfa að greiða tugum prósenta meira seinna meir. Þá getum við líka verið í jólaskapi allan ársins hring, drukkið Malt og Appelsín með öllu og raulað Snjókorn falla í tíma og ótíma. Það hugnast mér alveg ágætlega þó mér verði sennilega gert að flytja út í bílskúr með jólaskapið fyrr en síðar. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar