Byrjað á kolröngum enda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun