Guðmundur Guðmundsson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðshópnum sem mætir Noregi í milliriðli II á EM í dag.
Sveinn Jóhannsson kemur inn í hópinn fyrir Arnar Frey Arnarsson.
Sveinn var utan hóps í fyrstu fimm leikjum Íslands á EM. Hann er á sínu fyrsta stórmóti með landsliðinu.
Sveinn leikur með SønderjyskE í Danmörku og er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Áður lék hann með Fjölni og ÍR hér heima.
Leikur Íslands og Noregs hefst klukkan 17:15 á eftir og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Sveinn kemur inn í íslenska hópinn

Tengdar fréttir

Guðmundur: Hlakka til að takast á við Norðmenn
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var fljótur að ná sér niður á jörðina eftir sigurinn á Portúgal þó svo hann hafi vissulega létt lundina.

Eftirminnilegustu leikirnir við Noreg á stórmótum: Svindlkallinn Duranona, Strand, stórleikur Arnórs og Bjöggi til bjargar
Vísir rifjar upp eftirminnilegustu leiki Íslands og Noregs á stórmótum í handbolta.

Berge: Aron er sóknarmaður í heimsklassa
Christian Berge, landsliðsþjálfari Noregs, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld.

Jóhann Gunnar: Eigum ekki heima þar núna en kannski á næstu árum
Jóhann Gunnar Einarsson, spekingur Seinni bylgjunnar, segir að frammistaða íslenska landsliðsins í handbolta á Evrópumótinu sé ásættanlegt ef liðið vinnur annan af þeim tveimur leikjum sem eftir eru.