Kvensnillingar og kostakonur Arnar Sverrisson skrifar 20. janúar 2020 08:00 Kvenfrelsurunum er mjög í mun að sannfæra lærða og leika um, að konur séu fórnarlömb karla, svínbeygðar í hinu skelfilega „feðraveldi.“ Stundum kastar þó tólfunum í þeirri þráhyggju að sýna konur í fórnarlambsljóma. Til að mynda er iðulega horft fram hjá eða gert lítið úr öllum þeim merku konum og kvensnillingum, sem mannkynssagan geymir – oftast fyrir tilstilli karlkynssagnaritara. Lærðir karlar hafa löngum hlaðið konur lofi í ræðu og riti. Forngríski heimspekingurinn, Sókrates (d. -399), lýsti í aðdáun ævarandi þakklæti til móður sinnar, sem var ljósmóðir. Hún var góð fyrirmynd sonarins. Bæði aðstoðuðu mæðginin fólk við að sjá ljósið. Það er varla kúgunarhugsun unnt að greina í umsögn hins mikla spekings um móður sína: “[Um móður sína sagðist hann] fyrst og fremst í upplagi sínu og lífsverki búa að arfinum frá henni, hann hafði gengist undir sömu köllun og hún, gegndi sömu þjónustu: Hann vildi hjálpa mönnum til þess að fæða þær hugsanir, sem þeir gengu með sjálfir en vissu ekki um, hugmyndir, sem gerðu þá að sannari mönnum, ef þær fengju að fæðast til vitrunar og lífs.“ (Sigurbjörn Einarsson (1911-2008)) Sókrates eins og lærisveinn hans, Platon (f.-429), fór hvergi dult með aðdáun sína á ástar- og kynfræðum heimspekingsins, Díótímu (uppi um miðja fimmtu öld fyrir Krist). Spekingurinn sagði kennara sinn spakan „að viti bæði um þetta efni og margt annað.“ Hún kenndi eftirfarandi: „Allir menn [....] eru frjóir, bæði á líkama og sál, og þegar við höfum náð vissum aldri þráir eðli okkar að geta. En getnaður við það sem er ljótt er óhugsandi, og verður aðeins við hið fagra. Samfarar karls og konu eru getnaður, sem er guðdómlegur hlutur. Þetta, að frjóvga og fæða, er það sem dauðleg vera hefur í sér af ódauðleika. En þetta getur ekki átt sér stað í því sem er vanstillt, og í augum alls hins guðdómlega er ljótleikinn eitthvað vanstillt, hið fagra samstillt. Því er það að komi eitthvað frjótt í nánd við það sem er fagurt hýrnar það og kætist, og það frjóvgar og elur.” (Platon: Samdrykkjan. Þýðandi Eyjólfur Kjalar Emilsson) Væringar fylgdu sambandi karla og kvenna í fornöld ekki síður en nú. Í dag heitir það heimilisofbeldi, þ.e. ofbeldi karla gegn konunum. Frásagnir af ástalífi og hjónalífi Sókratess eru eftirminnilegar. Spekingurinn var skyldurækinn maður með afbrigðum. Hann virti skuldbindingar sínar eins og berlega kom í ljós, þegar hann neitaði að flýja Aþenu og gekk á vit dauða síns með hýrri há. Hann taldi það hvort tveggja skyldu sína að verja lýðveldið og eignast afkvæmi. Karl var svo sem ekki við eina fjölina felldur í ástamálum og ekki er örgrannt um, að hann hafi eins og fleiri átt sér ljúfling af sama kyni (ástarsvein). Hermt er, að Sókrates hafi ekki einasta þegið ástarspeki sína frá heimspekingnum Díótímu, heldur hafi hann átt vingott við hana og konur aðrar. Blíðu þeirra greiddi hann í fríðu með heimspeki.(Þetta heitir vændi í dag, samkvæmt VG ein birtingarmynd kynfólsku karla og kúgunar.) En þegnskyldan kallaði, segir Sigurður Norðdal (1886-1974). Karl varð að festa ráð sitt. „Xanþippa, kona hans, er fræg orðin fyrir vanstillingu sína og geðofsa. Sókrates mun hafa talið það þegnskyldu sína að kvænast og geta börn, en lítt sinnt um heimili sitt [...], svo að Xanþippa hefur ekki verið ofsæl af stöðu sinni. Snéri hann hamförum hennar upp í gaman og taldi sambúðina æfingu í geðprýði.“ ... Sókrates ku hafa sagt: „Þegar reiðmennirnir geta haft taumhald á böldnustu folunum, verður þeim leikur einn að ráða við hina; og geti ég komizt af við hana Xanþippu, ætti mér að vera vorkunnarlaust að láta mér semja við aðra menn.“ Kvenfrelsarar samtímans hefðu líklega talið, að Xanþippa sætti tilfinningalegri misnotkun. Úr hópi fylgikvenna eða hetæra komu kostakonur að mennt, visku og þroska. Gefum Sigurbirni Einarssyni orðið: „Í Aþenu var fjölmenn stétt kvenna, sem gengu lausar ef svo má að orði kveðja. Það voru hetærunar. Orðið þýðir félagi eða fylgikona. Auk þeirra voru portkonur eða skækjur, margar voru hofskækjur, vígðar þjónustunni við Afródítu. Þær voru þúsund talsins í Korintu, tengdar því mikla musteri, sem enn gnæfir við himin í þeirri borg ...[H]etærur höfðu margar af hugsjón brotið af sér viðjar mannfélagsins. Þær undu ekki þeim kostum, sem þjóðfélagshefðin bauð þeim. ... Þær vildu mennta sig, læra lestur og skrift og kynnast lærðum mönnum. ... [S]umar [...] komust til virðinga í Aþenu.“ Aspasía (470? – 429) frá Míletos [Tyrklandi] var kvensnillingur úr hópi fylgikvenna, frilla eða maki hin víðkunna stjórnmálamanns, Períkles (495? – 429). „ [Hún var] stórgáfuð og glæsileg kona. ... [Hún] hlaut mikinn frama [var] umdeild alla tíð og fékk margt óþvegið. ... Þá sat Períkles að völdum í Aþenu, mikill foringi. ... [H]ún var meðal náinna vina Sókratesar. Platon getur hennar með aðdáun [og] birtir eina ræðu eftir hana. [Hann] segir fullum fetum, að Sókrates hafi lært mest af henni, bæði heimspekilega hugsun og mælskulist. ... (Sigurbjörn Einarsson) Þrátt fyrir þrætur um eiginleika og hlutverk kynjanna, sem staðið hafa yfir frá fornöld, er ljóst, að jafnstaða þeirra hafi verið á umræðuskrá hinna fornu spekinga. Fyrrnefndur Platon, ætlaði t.d. konum sömu hlutverk og körlum. Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) segir t.d.:„Þó Platon liti smáum augum á kvenþjóðina, eins og hún var á hans tímum, gjörir hann þó ráð fyrir fullu jafnrétti karla og kvenna í fyrirmyndarþjóðfélagi sínu. Hann er þannig að réttu lagi fyrsti kvenfrelsispostulinn. Heldur hann því fram, að konur séu alveg sömu gáfum gæddar og karlmenn, aðeins þróttminni að eðlisfari, en þó gjörir hann ráð fyrir, að þær hljóti alveg sams konar uppeldi og verði sömu réttinda aðnjótandi og karlmenn, enda taki þær þá þátt í landvörnum og stjórn ríkisins.“ Saga Forngrikkja greinir frá fleiri kvenhetjum, þekktum fyrir m.a. hermennsku, stjórnmálakænsku og menntun – og sem hetjumæður. Biblían getur einnig margra kvenna af sama toga eins og t.d. hinni forkunnarfögru ekkjufrúar og guðfræðings, Júdit. Saga hennar kann að vera rituð um 500 f.Kr. Júdit bjó í Betúlíu. Ekkjan var forrík. Eiginmaðurinn erfði hana að gulli, silfri, ambáttum, þrælum, búfénaði og ökrum. Býlið rak Júdit, eftir hans dag. Hinn íðilfagri guðfræðingur sagði leiðtogum borgarinnar til syndanna í guðfræðilegum efnum: „Þið eruð ófærir um að kafa í djúp hjartans og fráleitt kunnið þið skil á huga mannsins, hvað þá heldur huga og skilningi Guðs, sem hvort tveggja skóp. Guð er ekki eins og hver önnur mannvera, sem ógna má, eða hinn dauðlegi, sem lætur sannfærast af skjalli.“ Hún kunni einnig að nota fagurkropp sinn til klækjabragða eins og konum er tamt. Nú vildi svo til, að Assýríumenn sátu um heimaborg hennar. Herforingi þeirra var Holofernes. Júdit tók það til bragðs að afklæðast sorgarbúningi sínum, laugaði kropp sinn lögulegan, íklæddist kynþokkafullum fötum, skrýddi sig skarti og djásnum, svo karlar Betúlíu yrðu langeygir, þegar þeir berðu hana augum. Og það skipti engum togum. Herforinginn var dreginn á tálar og stunginn til dauðs. Í Asíu voru konur einnig í sviðsljósi sögunnar. Tæpum tveim áratugum fyrir Krists burð birtist rit um merkar konur; mæður og dyggðir þeirra, eftir kínverska karlfjölfræðinginn, Liu Xiang (77-6). Rúmri hálfri öld síðar kom út samantekt ævisagna merkra nunna úr Búddatrú, sextíu og fjögurra talsins. Sumar þessara kvenna voru hámenntaðar og ráðgjafar við kínversku hirðina. Hið merka rit ítalska rithöfundarins, Giovanni Boccadicco (1313-1375), um líf og starf rúmlega eitt hundrað merkra kvenna, er trúlega fyrsta rit vestrænnar menningar, helgað konum sérstaklega, og markar upphaf kvenmærðarfræða, kvennalofsbókmennta og „samtala um konur“ (fr.Quarelle des femmes). Lofgjörðir karla um konur almennt, ásamt ævi- eða lofgjörðasögnum um einstakar (valda)konur, urðu að eigin bókmenntagrein á miðöldum fyrir tilstilli fjölda ítalskra, hollenskra, spænskra, franskra, enskra, belgískra, portúgalskra, þýskra og danskra karlhöfunda frá fjórtándu öld og fram á vora tíma. Þegar fyrsta skeið nútímakvenfrelsunar var um það bil að renna á enda árið 1926, skrifaði t.d. breski rithöfundurinn, Joseph Hamblen Sears (1865-1946) býsna dæmigerða bók, „Glæsikonur okkar“ (These Splendid Women). Á umgetnu tímabili fjölgaði hratt kvenrithöfundum og lærðum konum. Hér skal getið fáeinna höfunda að auki. Bókin, „Goðsagnir um góðar konur“ (Legend of Good Women) fylgir í kjölfar bókar Boccadicco. Bókin fjallar um ævi tuttugu og fimm dyggðugra kvenna, þ.á.m. Kleópötru. Höfundur er Englendingurinn, Geoffrey Chaucer (1342?-1400?), sá hinn sami og ritaði Kantaraborgarsögurnar. Ofangreint rit Boccadiccos var Christine de Pizan (1364-1430), fransk-ítölskum rithöfundi, innblástur og heimild að bókinni, „ Borgríki kvennanna“ (Le Livre de la Cite des Dames). Christine var nafntogaður rithöfundur, m.a. við nokkrar hirða Evrópu. Hún átti efnaðan maka, en varð ung ekkja. Christine naut velvildar Frakkakonungs og fleiri karlkyns velunnara. Baldassare Castiglione (1478-1529), var ítalskur endurreisnarrithöfundur og hirðmaður, sem m.a. skrifaði samræðubókina, „Hirðmanninn“ (Il libro del cortigiano), útgefin í Feneyjum 1528. Þar eru bornar brigður á rök hins forngríska heimspekings, Aristótelesar, um ófullkomleika kvenna.Bókin átti miklum vinsældum að fagna og þýdd á ensku, þýsku, frönsku og latínu. Hún var lesin af fjölda stórmenna álfunnar á því méli, trúlega sjálfum skáldmæringnum, William Shakespeare/Shakspere (1564-1616). Englendingurinn, Edmund Spenser (1552?-1592), var frumherji enskrar ljóðlistar. Hann orti m.a. bálk hetjukvæða um Elísabetu I. Englandsdrottningu, (The Faerie Queen - útgefið á árunum1590 til 1596). Hann orti einnig árið 1595 ástarljóð (Amoretti) til eiginkonu sinnar, Elísabetar (Boyle) Tinte (1576-1622) Conrad Porta (1542-1585) var þýskur klerkur, m.a. kunnur fyrir „Ungmeyjaskuggsjá“ sína (Jungfrawen-Spiegel/Jungfrauen Spiegel), sem hann skrifaði á miðlágþýsku í anda Lúthers, að beiðni hertogaynjunnar af Braunschweig-Lüneburg. Skuggsjáin er af sama toga og fyrri skuggsjá, „Ungmeyjarspegillinn,“ (Speculum Virginum) sem rituð er um miðja tólftu öld, hugsanlega í klaustrinu í Andemach í þýskalandi, en það er sagt stofnað af Ríkharði ábóta frá Springiersbach fyrir systur hans árið 1128. Bókin lýsir fræðslu ungrar meyjar, Þeódóru, sem á sér stað í samtölum við læriföður. Hieronymus Oertel/Ortelius (1543?-1614), var þýskur, keisaralegur hirðritari (Hofprocurator/Schreibmeister) og sagnaþulur. Skrifaði m.a. framvindusögu stríða Ungverja og Tyrkja á árunum 1395-1607. Árið 1609/1610 útkom bókin, „Fagrar koparandlitsmyndir af frægum, virtum konum úr gamla og nýja Testamenntinu, ásamt sögum þeirra“ (Schoene Bildnus in Kupffer gestochen der erleuchteten berumbisten Weiber altes and neues Testamentes, mit ihren Historien.) Bænabókin var tileinkuð Margravine Sophia frá Ansbach, velgjörðarmanni höfundar. Siðar gaf hann út „Skuggsjá trúaðra kvenna“ (Des geistlichen Frauenzimmer Spiegels), dæmisögur úr Bíblíunni af fjörtíu frómum konum og guðhræddum, fyrirmyndum kvenlesandans. Eva úr Paradís skipar þar sérstakan sess. Boðskapurinn: „Fjallað er um mýgrút dyggða í „Skuggsjá trúaðra kvenna.“ Athygli er beint að eiginkonu- og móðurhlutverki konunnar í samfélagi föðurveldis. Þar á meðal eru dyggðir eins og heiðarleiki, skírlífi, hlýðni, skynsemi og hugrekki. Almennt er lögð áhersla á styrkingu í bæninni.“ (Elisabeth Esser Braun.) Tilgreindar eru aðskiljanlegar tækifærisbænir. Georg Christian Lehms (1684-1717), var þýskt skáld og rithöfundur, sem m.a. skrifaði fyrir tónskáldið fræga, Johann Sebastian Bach (1685-1750). Georg beindi skrifum sínum sérstaklega til beggja kynja. Hann skrifaði einnig óð til þýskra og erlendra skáldmæringa af kvenkyni; „Glæsileg kvenljóðskáld Þýskalands“ (Teutschlands galante Poetinnen). Það vakti fyrir skáldinu að veita lesandanum innsýn í glæsta ljóðagerð kvenna. Í formála leitaðist hann auk þess við að sannfæra lesandann um hæfileika kvenna til náms – og hélt því fram, að í því efni væru konur engir eftirbátar karla. Að síðustu skal getið tveggja danskra karlhöfunda, sem höfðu konur að meginyrkisefni: Albert Thura (1700-1740) var prestur, rithöfundur og bókmenntasagnfræðingur, þekktur m.a. fyrir rit sitt um kvenkyns rithöfunda danska, „Danskar menntakonur,“ (Gynæceum Daniæ litteratum), útgefið 1732. Frederik Christian Schönau (1728-1772) var menntamaður, klerkur, fræðimaður og rithöfundur, sem m.a. skrifaði safnverkið, „Yfirlit um danskar lærdómskonur“ (Samling af Danske Lærde Fruentimmer), útgefið 1753. Í þessu örstutta yfirliti er enn ógetið merkra kvenvísindamanna og lærðra kvenna á endurreisnartímanum (um það bil frá fjórtándu öldinni að telja og fram á nýöld), hvað þá kvenklausturmenningarinnar, sem ól af sér sprenglærða menntajöfra undir leiðsögn móðurinnar eða abbadísarinnar (móðurveldisins). En það mætti ljóst vera, að þrátt fyrir bannsett „feðraveldi“ kvenfrelsaranna, hafa konur jafn lengi og skyggnast má um öxl í rituðum heimildum, tekið þátt í og lagt verulega af mörkum við iðkun lærdóms og vísinda. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ónafngreindar þýðingar eru hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Kvenfrelsurunum er mjög í mun að sannfæra lærða og leika um, að konur séu fórnarlömb karla, svínbeygðar í hinu skelfilega „feðraveldi.“ Stundum kastar þó tólfunum í þeirri þráhyggju að sýna konur í fórnarlambsljóma. Til að mynda er iðulega horft fram hjá eða gert lítið úr öllum þeim merku konum og kvensnillingum, sem mannkynssagan geymir – oftast fyrir tilstilli karlkynssagnaritara. Lærðir karlar hafa löngum hlaðið konur lofi í ræðu og riti. Forngríski heimspekingurinn, Sókrates (d. -399), lýsti í aðdáun ævarandi þakklæti til móður sinnar, sem var ljósmóðir. Hún var góð fyrirmynd sonarins. Bæði aðstoðuðu mæðginin fólk við að sjá ljósið. Það er varla kúgunarhugsun unnt að greina í umsögn hins mikla spekings um móður sína: “[Um móður sína sagðist hann] fyrst og fremst í upplagi sínu og lífsverki búa að arfinum frá henni, hann hafði gengist undir sömu köllun og hún, gegndi sömu þjónustu: Hann vildi hjálpa mönnum til þess að fæða þær hugsanir, sem þeir gengu með sjálfir en vissu ekki um, hugmyndir, sem gerðu þá að sannari mönnum, ef þær fengju að fæðast til vitrunar og lífs.“ (Sigurbjörn Einarsson (1911-2008)) Sókrates eins og lærisveinn hans, Platon (f.-429), fór hvergi dult með aðdáun sína á ástar- og kynfræðum heimspekingsins, Díótímu (uppi um miðja fimmtu öld fyrir Krist). Spekingurinn sagði kennara sinn spakan „að viti bæði um þetta efni og margt annað.“ Hún kenndi eftirfarandi: „Allir menn [....] eru frjóir, bæði á líkama og sál, og þegar við höfum náð vissum aldri þráir eðli okkar að geta. En getnaður við það sem er ljótt er óhugsandi, og verður aðeins við hið fagra. Samfarar karls og konu eru getnaður, sem er guðdómlegur hlutur. Þetta, að frjóvga og fæða, er það sem dauðleg vera hefur í sér af ódauðleika. En þetta getur ekki átt sér stað í því sem er vanstillt, og í augum alls hins guðdómlega er ljótleikinn eitthvað vanstillt, hið fagra samstillt. Því er það að komi eitthvað frjótt í nánd við það sem er fagurt hýrnar það og kætist, og það frjóvgar og elur.” (Platon: Samdrykkjan. Þýðandi Eyjólfur Kjalar Emilsson) Væringar fylgdu sambandi karla og kvenna í fornöld ekki síður en nú. Í dag heitir það heimilisofbeldi, þ.e. ofbeldi karla gegn konunum. Frásagnir af ástalífi og hjónalífi Sókratess eru eftirminnilegar. Spekingurinn var skyldurækinn maður með afbrigðum. Hann virti skuldbindingar sínar eins og berlega kom í ljós, þegar hann neitaði að flýja Aþenu og gekk á vit dauða síns með hýrri há. Hann taldi það hvort tveggja skyldu sína að verja lýðveldið og eignast afkvæmi. Karl var svo sem ekki við eina fjölina felldur í ástamálum og ekki er örgrannt um, að hann hafi eins og fleiri átt sér ljúfling af sama kyni (ástarsvein). Hermt er, að Sókrates hafi ekki einasta þegið ástarspeki sína frá heimspekingnum Díótímu, heldur hafi hann átt vingott við hana og konur aðrar. Blíðu þeirra greiddi hann í fríðu með heimspeki.(Þetta heitir vændi í dag, samkvæmt VG ein birtingarmynd kynfólsku karla og kúgunar.) En þegnskyldan kallaði, segir Sigurður Norðdal (1886-1974). Karl varð að festa ráð sitt. „Xanþippa, kona hans, er fræg orðin fyrir vanstillingu sína og geðofsa. Sókrates mun hafa talið það þegnskyldu sína að kvænast og geta börn, en lítt sinnt um heimili sitt [...], svo að Xanþippa hefur ekki verið ofsæl af stöðu sinni. Snéri hann hamförum hennar upp í gaman og taldi sambúðina æfingu í geðprýði.“ ... Sókrates ku hafa sagt: „Þegar reiðmennirnir geta haft taumhald á böldnustu folunum, verður þeim leikur einn að ráða við hina; og geti ég komizt af við hana Xanþippu, ætti mér að vera vorkunnarlaust að láta mér semja við aðra menn.“ Kvenfrelsarar samtímans hefðu líklega talið, að Xanþippa sætti tilfinningalegri misnotkun. Úr hópi fylgikvenna eða hetæra komu kostakonur að mennt, visku og þroska. Gefum Sigurbirni Einarssyni orðið: „Í Aþenu var fjölmenn stétt kvenna, sem gengu lausar ef svo má að orði kveðja. Það voru hetærunar. Orðið þýðir félagi eða fylgikona. Auk þeirra voru portkonur eða skækjur, margar voru hofskækjur, vígðar þjónustunni við Afródítu. Þær voru þúsund talsins í Korintu, tengdar því mikla musteri, sem enn gnæfir við himin í þeirri borg ...[H]etærur höfðu margar af hugsjón brotið af sér viðjar mannfélagsins. Þær undu ekki þeim kostum, sem þjóðfélagshefðin bauð þeim. ... Þær vildu mennta sig, læra lestur og skrift og kynnast lærðum mönnum. ... [S]umar [...] komust til virðinga í Aþenu.“ Aspasía (470? – 429) frá Míletos [Tyrklandi] var kvensnillingur úr hópi fylgikvenna, frilla eða maki hin víðkunna stjórnmálamanns, Períkles (495? – 429). „ [Hún var] stórgáfuð og glæsileg kona. ... [Hún] hlaut mikinn frama [var] umdeild alla tíð og fékk margt óþvegið. ... Þá sat Períkles að völdum í Aþenu, mikill foringi. ... [H]ún var meðal náinna vina Sókratesar. Platon getur hennar með aðdáun [og] birtir eina ræðu eftir hana. [Hann] segir fullum fetum, að Sókrates hafi lært mest af henni, bæði heimspekilega hugsun og mælskulist. ... (Sigurbjörn Einarsson) Þrátt fyrir þrætur um eiginleika og hlutverk kynjanna, sem staðið hafa yfir frá fornöld, er ljóst, að jafnstaða þeirra hafi verið á umræðuskrá hinna fornu spekinga. Fyrrnefndur Platon, ætlaði t.d. konum sömu hlutverk og körlum. Ágúst H. Bjarnason (1875-1952) segir t.d.:„Þó Platon liti smáum augum á kvenþjóðina, eins og hún var á hans tímum, gjörir hann þó ráð fyrir fullu jafnrétti karla og kvenna í fyrirmyndarþjóðfélagi sínu. Hann er þannig að réttu lagi fyrsti kvenfrelsispostulinn. Heldur hann því fram, að konur séu alveg sömu gáfum gæddar og karlmenn, aðeins þróttminni að eðlisfari, en þó gjörir hann ráð fyrir, að þær hljóti alveg sams konar uppeldi og verði sömu réttinda aðnjótandi og karlmenn, enda taki þær þá þátt í landvörnum og stjórn ríkisins.“ Saga Forngrikkja greinir frá fleiri kvenhetjum, þekktum fyrir m.a. hermennsku, stjórnmálakænsku og menntun – og sem hetjumæður. Biblían getur einnig margra kvenna af sama toga eins og t.d. hinni forkunnarfögru ekkjufrúar og guðfræðings, Júdit. Saga hennar kann að vera rituð um 500 f.Kr. Júdit bjó í Betúlíu. Ekkjan var forrík. Eiginmaðurinn erfði hana að gulli, silfri, ambáttum, þrælum, búfénaði og ökrum. Býlið rak Júdit, eftir hans dag. Hinn íðilfagri guðfræðingur sagði leiðtogum borgarinnar til syndanna í guðfræðilegum efnum: „Þið eruð ófærir um að kafa í djúp hjartans og fráleitt kunnið þið skil á huga mannsins, hvað þá heldur huga og skilningi Guðs, sem hvort tveggja skóp. Guð er ekki eins og hver önnur mannvera, sem ógna má, eða hinn dauðlegi, sem lætur sannfærast af skjalli.“ Hún kunni einnig að nota fagurkropp sinn til klækjabragða eins og konum er tamt. Nú vildi svo til, að Assýríumenn sátu um heimaborg hennar. Herforingi þeirra var Holofernes. Júdit tók það til bragðs að afklæðast sorgarbúningi sínum, laugaði kropp sinn lögulegan, íklæddist kynþokkafullum fötum, skrýddi sig skarti og djásnum, svo karlar Betúlíu yrðu langeygir, þegar þeir berðu hana augum. Og það skipti engum togum. Herforinginn var dreginn á tálar og stunginn til dauðs. Í Asíu voru konur einnig í sviðsljósi sögunnar. Tæpum tveim áratugum fyrir Krists burð birtist rit um merkar konur; mæður og dyggðir þeirra, eftir kínverska karlfjölfræðinginn, Liu Xiang (77-6). Rúmri hálfri öld síðar kom út samantekt ævisagna merkra nunna úr Búddatrú, sextíu og fjögurra talsins. Sumar þessara kvenna voru hámenntaðar og ráðgjafar við kínversku hirðina. Hið merka rit ítalska rithöfundarins, Giovanni Boccadicco (1313-1375), um líf og starf rúmlega eitt hundrað merkra kvenna, er trúlega fyrsta rit vestrænnar menningar, helgað konum sérstaklega, og markar upphaf kvenmærðarfræða, kvennalofsbókmennta og „samtala um konur“ (fr.Quarelle des femmes). Lofgjörðir karla um konur almennt, ásamt ævi- eða lofgjörðasögnum um einstakar (valda)konur, urðu að eigin bókmenntagrein á miðöldum fyrir tilstilli fjölda ítalskra, hollenskra, spænskra, franskra, enskra, belgískra, portúgalskra, þýskra og danskra karlhöfunda frá fjórtándu öld og fram á vora tíma. Þegar fyrsta skeið nútímakvenfrelsunar var um það bil að renna á enda árið 1926, skrifaði t.d. breski rithöfundurinn, Joseph Hamblen Sears (1865-1946) býsna dæmigerða bók, „Glæsikonur okkar“ (These Splendid Women). Á umgetnu tímabili fjölgaði hratt kvenrithöfundum og lærðum konum. Hér skal getið fáeinna höfunda að auki. Bókin, „Goðsagnir um góðar konur“ (Legend of Good Women) fylgir í kjölfar bókar Boccadicco. Bókin fjallar um ævi tuttugu og fimm dyggðugra kvenna, þ.á.m. Kleópötru. Höfundur er Englendingurinn, Geoffrey Chaucer (1342?-1400?), sá hinn sami og ritaði Kantaraborgarsögurnar. Ofangreint rit Boccadiccos var Christine de Pizan (1364-1430), fransk-ítölskum rithöfundi, innblástur og heimild að bókinni, „ Borgríki kvennanna“ (Le Livre de la Cite des Dames). Christine var nafntogaður rithöfundur, m.a. við nokkrar hirða Evrópu. Hún átti efnaðan maka, en varð ung ekkja. Christine naut velvildar Frakkakonungs og fleiri karlkyns velunnara. Baldassare Castiglione (1478-1529), var ítalskur endurreisnarrithöfundur og hirðmaður, sem m.a. skrifaði samræðubókina, „Hirðmanninn“ (Il libro del cortigiano), útgefin í Feneyjum 1528. Þar eru bornar brigður á rök hins forngríska heimspekings, Aristótelesar, um ófullkomleika kvenna.Bókin átti miklum vinsældum að fagna og þýdd á ensku, þýsku, frönsku og latínu. Hún var lesin af fjölda stórmenna álfunnar á því méli, trúlega sjálfum skáldmæringnum, William Shakespeare/Shakspere (1564-1616). Englendingurinn, Edmund Spenser (1552?-1592), var frumherji enskrar ljóðlistar. Hann orti m.a. bálk hetjukvæða um Elísabetu I. Englandsdrottningu, (The Faerie Queen - útgefið á árunum1590 til 1596). Hann orti einnig árið 1595 ástarljóð (Amoretti) til eiginkonu sinnar, Elísabetar (Boyle) Tinte (1576-1622) Conrad Porta (1542-1585) var þýskur klerkur, m.a. kunnur fyrir „Ungmeyjaskuggsjá“ sína (Jungfrawen-Spiegel/Jungfrauen Spiegel), sem hann skrifaði á miðlágþýsku í anda Lúthers, að beiðni hertogaynjunnar af Braunschweig-Lüneburg. Skuggsjáin er af sama toga og fyrri skuggsjá, „Ungmeyjarspegillinn,“ (Speculum Virginum) sem rituð er um miðja tólftu öld, hugsanlega í klaustrinu í Andemach í þýskalandi, en það er sagt stofnað af Ríkharði ábóta frá Springiersbach fyrir systur hans árið 1128. Bókin lýsir fræðslu ungrar meyjar, Þeódóru, sem á sér stað í samtölum við læriföður. Hieronymus Oertel/Ortelius (1543?-1614), var þýskur, keisaralegur hirðritari (Hofprocurator/Schreibmeister) og sagnaþulur. Skrifaði m.a. framvindusögu stríða Ungverja og Tyrkja á árunum 1395-1607. Árið 1609/1610 útkom bókin, „Fagrar koparandlitsmyndir af frægum, virtum konum úr gamla og nýja Testamenntinu, ásamt sögum þeirra“ (Schoene Bildnus in Kupffer gestochen der erleuchteten berumbisten Weiber altes and neues Testamentes, mit ihren Historien.) Bænabókin var tileinkuð Margravine Sophia frá Ansbach, velgjörðarmanni höfundar. Siðar gaf hann út „Skuggsjá trúaðra kvenna“ (Des geistlichen Frauenzimmer Spiegels), dæmisögur úr Bíblíunni af fjörtíu frómum konum og guðhræddum, fyrirmyndum kvenlesandans. Eva úr Paradís skipar þar sérstakan sess. Boðskapurinn: „Fjallað er um mýgrút dyggða í „Skuggsjá trúaðra kvenna.“ Athygli er beint að eiginkonu- og móðurhlutverki konunnar í samfélagi föðurveldis. Þar á meðal eru dyggðir eins og heiðarleiki, skírlífi, hlýðni, skynsemi og hugrekki. Almennt er lögð áhersla á styrkingu í bæninni.“ (Elisabeth Esser Braun.) Tilgreindar eru aðskiljanlegar tækifærisbænir. Georg Christian Lehms (1684-1717), var þýskt skáld og rithöfundur, sem m.a. skrifaði fyrir tónskáldið fræga, Johann Sebastian Bach (1685-1750). Georg beindi skrifum sínum sérstaklega til beggja kynja. Hann skrifaði einnig óð til þýskra og erlendra skáldmæringa af kvenkyni; „Glæsileg kvenljóðskáld Þýskalands“ (Teutschlands galante Poetinnen). Það vakti fyrir skáldinu að veita lesandanum innsýn í glæsta ljóðagerð kvenna. Í formála leitaðist hann auk þess við að sannfæra lesandann um hæfileika kvenna til náms – og hélt því fram, að í því efni væru konur engir eftirbátar karla. Að síðustu skal getið tveggja danskra karlhöfunda, sem höfðu konur að meginyrkisefni: Albert Thura (1700-1740) var prestur, rithöfundur og bókmenntasagnfræðingur, þekktur m.a. fyrir rit sitt um kvenkyns rithöfunda danska, „Danskar menntakonur,“ (Gynæceum Daniæ litteratum), útgefið 1732. Frederik Christian Schönau (1728-1772) var menntamaður, klerkur, fræðimaður og rithöfundur, sem m.a. skrifaði safnverkið, „Yfirlit um danskar lærdómskonur“ (Samling af Danske Lærde Fruentimmer), útgefið 1753. Í þessu örstutta yfirliti er enn ógetið merkra kvenvísindamanna og lærðra kvenna á endurreisnartímanum (um það bil frá fjórtándu öldinni að telja og fram á nýöld), hvað þá kvenklausturmenningarinnar, sem ól af sér sprenglærða menntajöfra undir leiðsögn móðurinnar eða abbadísarinnar (móðurveldisins). En það mætti ljóst vera, að þrátt fyrir bannsett „feðraveldi“ kvenfrelsaranna, hafa konur jafn lengi og skyggnast má um öxl í rituðum heimildum, tekið þátt í og lagt verulega af mörkum við iðkun lærdóms og vísinda. Höfundur er ellilífeyrisþegi. Ónafngreindar þýðingar eru hans.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar