Serbinn Novak Djokovic vann Roger Federer í þremur settum í undanúrslitaleik Opna ástralska risamótsins í dag og var sigurinn meira sannfærandi en flestir bjuggust við.
Novak Djokovic vann Federer 7-6 (7-1), 6-4 og 6-4 og Svisslendingurinn náði ekki að svara eftir þetta jafna fyrsta sett.
Djokovic mætir annaðhvort Alexander Zverev frá Þýskalandi eða Dominic Thiem frá Austurríki í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Hjá konum mætast í úrslitaleiknum á laugardaginn þær Sofia Kenin frá Bandaríkjunum og Garbine Muguruza frá Spáni. Garbine Muguruza sló Simona Halep út í undanúrslitaleik þeirra í dag.
Novak Djokovic is into his EIGHTH #AusOpen final!
— BBC Sport (@BBCSport) January 30, 2020
He defeats Roger Federer in straight sets - 7-6 6-4 6-3.
What a performance.
https://t.co/E781PYHGF3#AusOpen#bbctennispic.twitter.com/lzqr0V3x2I
„Roger var augljóslega meiddur og ég vil hrósa honum að taka slaginn og spila svona vel. Það sást samt að hann var ekki heill og var ekki nálægt sínu besta,“ sagði Novak Djokovic.
Þetta er í áttunda skiptið sem Novak Djokovic kemst alla leið í úrslitaleikinn á Opna ástralska risamótinu og verður ennfremur 26. úrslitaleikur hans á ferlinum á risamóti.
Novak Djokovic vann þetta mót í fyrra og hefur unnið alla sjö úrslitaleiki sína á Opna ástralska. Í fyrra vann hann Rafael Nadal í úrslitaleiknum en þegar hann vann bæði 2015 og 2015 átti Andy Murray ekki roð í hann.
Tennis - Most men's singles finals at a specific Grand Slam in the Open Era:
— Gracenote Olympic (@GracenoteGold) January 30, 2020
12 - Federer- WIM
12 - Nadal - RG
8 - @DjokerNole - AUS (+1)
8 - Djokovic - US
8 - Sampras - US
8 - Lendl - US#AusOpen#AO2020