Súrefnisskortur í atvinnulífinu Þorsteinn Víglundsson skrifar 30. janúar 2020 10:30 Rúmlega átta þúsund manns voru atvinnulaus í desember. Fjöldi fólks án atvinnu hefur tvöfaldast á rétt rúmu ári og hafa ekki verið fleiri síðan 2013. Merki kólnunar í hagkerfinu sjást víða og hætt er við því að samdrátturinn verði heldur meiri og langvinnari en spáð hefur verið, verði ekkert að gert. Þótt engin ástæða sé til örvæntingar enn er rétti tíminn nú til að hið opinbera grípi til afgerandi aðgerða til að örva hagkerfið. Það vantar ekki hugmyndir eða verkefni. Það þarf ekki að stofna nýjan starfshóp eða nefnd og það vantar ekki fleiri skýrslur. Fjöldi mögulegra aðgerða liggja á teikniborðinu sem myndu hafa jákvæð áhrif. En það þarf að hafa hugrekki til að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd. Það er óvarlegt af ríkisstjórninni að gera ráð fyrir hröðum viðsnúningi, líkt og núverandi hagspá Hagstofunnar gengur út frá. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun ferðamanna á þessu ári og horfur virðast fremur hafa versnað samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar. Horfur fyrir loðnuvertíð eru slæmar og samdráttur í byggingariðnaði mun einnig hafa talsverð áhrif enda um mjög stóra atvinnugrein að ræða. Þá er nýleg grein Gylfa Zoega, hagfræðings, í Vísbendingu allrar athygli verð. Þar bendir Gylfi á að mikil hækkun launa samhliða styrkingu krónunnar á undanförnum árum hafi grafið undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ekki sé sjálfgefið að krónan muni veikjast á nýjan leik og því kunni það að óbreyttu að þýða langt tímabil hagræðingar, lítillar fjárfestingar og lítils hagvaxtar á Íslandi. Hér eru fjórar tillögur sem hægt væri að hrinda í framkvæmd hratt og örugglega til að örva hagkerfið á nýjan leik:1. Stórauknar fjárfestingar ríkissjóðs: Fjárfesting hins opinbera hefur verið of lítil undanfarinn áratug. Ætla má að uppsöfnuð þörf í innviðafjárfestingu sé í það minnsta 200-300 milljarðar króna. Ríkið gæti hæglega aukið fjárfestingar sínar um 100 milljarða króna, umfram núverandi áætlanir, á næstu þremur árum. Meðal verkefna sem hægt væri að hraða eru uppbygging Borgarlínu, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar og aðrar brýnar vegaframkvæmdir víða um land. Að auki er brýn þörf á fjölgun hjúkrunarrýma sem ekki verður mætt á næstu misserum án stórátaks.2. Byggjum upp dreifikerfi raforku: Fjárfestingu í raforkukerfinu er verulega ábótavant eins og við höfum áþreifanlega verið minnt á í vetur. Stjórnvöld verða að ráðast í átak í uppbyggingu dreifikerfisins á landsbyggðinni og bæta tengingar á milli Þjórsársvæðisins og raforkuframleiðslu á Norðausturlandi. Síðast en ekki síst verður hún að rjúfa einangrun Vestfjarða í raforkumálum. Núverandi lagaumhverfi tryggir fjármögnun slíkra framkvæmda og við vitum hvaða framkvæmdir þarf að ráðast í. Það eina sem vantar er að tekin sé ákvörðun. Ríkið er beint og óbeint eigandi lang stærsta hluta dreifikerfis raforku. Það er tímabært að eigandinn beiti sér fyrir þessum nauðsynlegu umbótum.3. Minnkum skattlagningu á laun: Laun eru há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Þannig viljum við auðvitað hafa það, enda viljum við að lífskjör séu hér í fremstu röð. Það er hins vegar ljóst að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur versnað á undanförnum árum. Skattlagning og aðrar álögur á laun eru háar hér á landi. Tryggingagjald að viðbættu lífeyrisiðgjaldi er sennilega óvíða hærra. Á sama tíma er viðbúið að störfum muni halda áfram að fækka verulega vegna tækniþróunar. Of miklar opinberar álögur á laun munu aðeins hraða þeirri þróun. Það er tímabært að taka þessa skattlagningu til endurskoðunar. Í því samhengi væri skynsamlegt að byrja á því að lækka tryggingagjald verulega. Þannig má betur viðhalda hér háu launastigi án þess að grafa undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.4. Lækkum vaxtastig og kostnað í bankakerfinu: Þegar kólnar í hagkerfinu geta vaxtalækkanir örvað almenna fjárfestingu og þannig örvað hagvöxt á nýjan leik. Þó svo Seðlabankinn hafi lækkað vexti verulega á undanförnum mánuðum eru vextir enn háir í alþjóðlegu samhengi. Að auki hafa vaxtalækkanir bankans ekki skilað sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Ein megin ástæða þess eru séríslenskar álögur á fjármálakerfið. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við eru hvergi eru gerðar meiri kröfur hvað varðar eiginfjárhlutföll banka og hvergi eru sértækir skattar hærri. Þrátt fyrir þetta er enn ráðgert að auka við kröfur um eiginfjárhlutfall og stjórnvöld hafa frestað áformum um lækkun bankaskatts. Því til viðbótar virðist sem reglur um lausafjárhlutföll og gjaldeyrisinngrip Seðlabankans á undanförnum mánuðum hafi valdið lausafjárskorti í bankakerfinu. Vaxtamunur íslensku bankanna er nærri 3% á sama tíma og vaxtamunur stærri norrænna banka er um 1%. Að auki eru stýrivextir hér á landi um 2-3% hærri en í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir lækkanir undanfarinna mánaða. Þetta leiðir til 5-6% hærri fjármagnskostnaðar fyrir íslensk heimili og atvinnulíf. Það er aukinn kostnaður upp á rúmar 60 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalheimili. Íslenska krónan skýrir auðvitað stærstan hluta þessa vaxtamunar og löngu tímabært að taka á þeim vanda. En það eru líka ráðstafanir sem við getum gripið til, til skemmri tíma. Slíkar tillögur til úrbóta má til dæmis finna í hvítbók um fjármálakerfið sem unnin var fyrir ríkisstjórnina fyrir rúmu ári. Vandamálið er að síðan þá hefur ekkert verið gert. Okkur skortir ekki lausnir, okkur skortir að þeim sé hrint strax í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Rúmlega átta þúsund manns voru atvinnulaus í desember. Fjöldi fólks án atvinnu hefur tvöfaldast á rétt rúmu ári og hafa ekki verið fleiri síðan 2013. Merki kólnunar í hagkerfinu sjást víða og hætt er við því að samdrátturinn verði heldur meiri og langvinnari en spáð hefur verið, verði ekkert að gert. Þótt engin ástæða sé til örvæntingar enn er rétti tíminn nú til að hið opinbera grípi til afgerandi aðgerða til að örva hagkerfið. Það vantar ekki hugmyndir eða verkefni. Það þarf ekki að stofna nýjan starfshóp eða nefnd og það vantar ekki fleiri skýrslur. Fjöldi mögulegra aðgerða liggja á teikniborðinu sem myndu hafa jákvæð áhrif. En það þarf að hafa hugrekki til að taka ákvarðanir og hrinda þeim í framkvæmd. Það er óvarlegt af ríkisstjórninni að gera ráð fyrir hröðum viðsnúningi, líkt og núverandi hagspá Hagstofunnar gengur út frá. Ekki er gert ráð fyrir neinni fjölgun ferðamanna á þessu ári og horfur virðast fremur hafa versnað samhliða útbreiðslu kórónaveirunnar. Horfur fyrir loðnuvertíð eru slæmar og samdráttur í byggingariðnaði mun einnig hafa talsverð áhrif enda um mjög stóra atvinnugrein að ræða. Þá er nýleg grein Gylfa Zoega, hagfræðings, í Vísbendingu allrar athygli verð. Þar bendir Gylfi á að mikil hækkun launa samhliða styrkingu krónunnar á undanförnum árum hafi grafið undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Ekki sé sjálfgefið að krónan muni veikjast á nýjan leik og því kunni það að óbreyttu að þýða langt tímabil hagræðingar, lítillar fjárfestingar og lítils hagvaxtar á Íslandi. Hér eru fjórar tillögur sem hægt væri að hrinda í framkvæmd hratt og örugglega til að örva hagkerfið á nýjan leik:1. Stórauknar fjárfestingar ríkissjóðs: Fjárfesting hins opinbera hefur verið of lítil undanfarinn áratug. Ætla má að uppsöfnuð þörf í innviðafjárfestingu sé í það minnsta 200-300 milljarðar króna. Ríkið gæti hæglega aukið fjárfestingar sínar um 100 milljarða króna, umfram núverandi áætlanir, á næstu þremur árum. Meðal verkefna sem hægt væri að hraða eru uppbygging Borgarlínu, tvöföldun Reykjanesbrautar og Suðurlandsvegar og aðrar brýnar vegaframkvæmdir víða um land. Að auki er brýn þörf á fjölgun hjúkrunarrýma sem ekki verður mætt á næstu misserum án stórátaks.2. Byggjum upp dreifikerfi raforku: Fjárfestingu í raforkukerfinu er verulega ábótavant eins og við höfum áþreifanlega verið minnt á í vetur. Stjórnvöld verða að ráðast í átak í uppbyggingu dreifikerfisins á landsbyggðinni og bæta tengingar á milli Þjórsársvæðisins og raforkuframleiðslu á Norðausturlandi. Síðast en ekki síst verður hún að rjúfa einangrun Vestfjarða í raforkumálum. Núverandi lagaumhverfi tryggir fjármögnun slíkra framkvæmda og við vitum hvaða framkvæmdir þarf að ráðast í. Það eina sem vantar er að tekin sé ákvörðun. Ríkið er beint og óbeint eigandi lang stærsta hluta dreifikerfis raforku. Það er tímabært að eigandinn beiti sér fyrir þessum nauðsynlegu umbótum.3. Minnkum skattlagningu á laun: Laun eru há á Íslandi í alþjóðlegum samanburði. Þannig viljum við auðvitað hafa það, enda viljum við að lífskjör séu hér í fremstu röð. Það er hins vegar ljóst að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur versnað á undanförnum árum. Skattlagning og aðrar álögur á laun eru háar hér á landi. Tryggingagjald að viðbættu lífeyrisiðgjaldi er sennilega óvíða hærra. Á sama tíma er viðbúið að störfum muni halda áfram að fækka verulega vegna tækniþróunar. Of miklar opinberar álögur á laun munu aðeins hraða þeirri þróun. Það er tímabært að taka þessa skattlagningu til endurskoðunar. Í því samhengi væri skynsamlegt að byrja á því að lækka tryggingagjald verulega. Þannig má betur viðhalda hér háu launastigi án þess að grafa undan samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs.4. Lækkum vaxtastig og kostnað í bankakerfinu: Þegar kólnar í hagkerfinu geta vaxtalækkanir örvað almenna fjárfestingu og þannig örvað hagvöxt á nýjan leik. Þó svo Seðlabankinn hafi lækkað vexti verulega á undanförnum mánuðum eru vextir enn háir í alþjóðlegu samhengi. Að auki hafa vaxtalækkanir bankans ekki skilað sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Ein megin ástæða þess eru séríslenskar álögur á fjármálakerfið. Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við eru hvergi eru gerðar meiri kröfur hvað varðar eiginfjárhlutföll banka og hvergi eru sértækir skattar hærri. Þrátt fyrir þetta er enn ráðgert að auka við kröfur um eiginfjárhlutfall og stjórnvöld hafa frestað áformum um lækkun bankaskatts. Því til viðbótar virðist sem reglur um lausafjárhlutföll og gjaldeyrisinngrip Seðlabankans á undanförnum mánuðum hafi valdið lausafjárskorti í bankakerfinu. Vaxtamunur íslensku bankanna er nærri 3% á sama tíma og vaxtamunur stærri norrænna banka er um 1%. Að auki eru stýrivextir hér á landi um 2-3% hærri en í nágrannalöndum okkar, þrátt fyrir lækkanir undanfarinna mánaða. Þetta leiðir til 5-6% hærri fjármagnskostnaðar fyrir íslensk heimili og atvinnulíf. Það er aukinn kostnaður upp á rúmar 60 þúsund krónur á mánuði fyrir meðalheimili. Íslenska krónan skýrir auðvitað stærstan hluta þessa vaxtamunar og löngu tímabært að taka á þeim vanda. En það eru líka ráðstafanir sem við getum gripið til, til skemmri tíma. Slíkar tillögur til úrbóta má til dæmis finna í hvítbók um fjármálakerfið sem unnin var fyrir ríkisstjórnina fyrir rúmu ári. Vandamálið er að síðan þá hefur ekkert verið gert. Okkur skortir ekki lausnir, okkur skortir að þeim sé hrint strax í framkvæmd.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun