Vegna tæknilegra vandamála virkar spilarinn hér í fréttinni ekki. Hægt er að horfa á fréttatímann á sjónvarpsvef Vísis hér.
Sóttvarnalæknir mun á næstu dögum leggja til skýrari útfærslu á tveggja metra reglunni. Hann telur ferðamálaráðherra ekki hafa brotið sóttvarnareglur með vinkonuhittingi.
Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Einnig verður rætt við þingmann stjórnarandstöðunnar sem telur ríkisstjórnina skulda almenningi skýrari sóttvarnarreglur.
Sjömenningarnir sem virtu ekki heimkomusmitgát en greindust síðar jákvæðir fyrir Covid-19 reyndust vera með afbrigði veirunnar sem ekki hefur greinst hér á landi áður. Rætt verður við forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í kvöldfréttum.
Skrúfað verður fyrir heitt vatn í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, eftir byggðum Kópavogs og Norðlingarholti í nótt og til miðvikudagsmorguns. Hárgreiðslustofur og matvinnslufyrirtæki eru meðal þeirra sem gætu þurft að stöðva starfsemi sína á meðan. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.
Einnig verður rætt við fjármálaráðherra um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, við kynnum okkur nýjar leiðir sem listamenn hafa verið að feta á tímum kórónuveirunnar og hitamet sem gæti hafa fallið í dag.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30