Sportpakkinn: Fjórar Bjarkarstúlkur keppa á móti sem kennt er við Simone Biles Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. febrúar 2020 07:15 Stelpurnar úr Björk fara utan til Bandaríkjanna á morgun. vísir/egill aðalsteinsson Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Fjórar stúlkur úr fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði eru á leið til Texas í Bandaríkjunum þar sem þær keppa á móti sem kennt er við bestu fimleikakonu heims, Simone Biles. Þær Embla Guðmundsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Ísabella Hilmarsdóttir og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir voru á lokaæfingu í fyrradag. Þar æfðu þær undir styrkri stjórn Hildar Ketilsdóttur þjálfara. En hvernig kom það til að þær eru á leið á mótið í Texas? „Ég sá auglýsingu um þetta á internetinu. Þetta byrjaði í gríni. Ég nefndi þetta við stelpurnar, hvort það væri ekki gaman að fara á mót hjá Simone Biles og þær urðu spenntar. Þannig að ég ákvað að kanna þetta frekar. Svo erum við bara á leiðinni,“ sagði Hildur í samtali við Arnar Björnsson í Sportpakkanum. Hildur segir að stelpurnar hafi lagt enn harðar að sér við æfingar eftir að ljóst var að þær væru að fara á mótið í Texas. „Þetta er rosalega mikil hvatning og kveikir neista hjá þeim. Þær eru búnar að vera ótrúlega duglegar að æfa sig fyrir þetta mót,“ sagði Hildur. Stelpurnar segjast vera spenntar fyrir mótinu og ætla að standa sig í stykkinu. Þær segjast ekki vera búnar að ákveða hvað þær ætli að segja við Biles ef þær hitta hana. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós,“ sagði Embla. Stelpurnar líta mikið upp til Biles sem sló í gegn á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. „Hún er sú allra besta. Hún er langbest,“ sagði Guðrún Edda. Stelpurnar, sem eru allar búnar að æfa fimleika í mörg ár, halda utan til Texas á morgun. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Spenntar fyrir að keppa á móti sem kennt sem er Simone Biles
Fimleikar Sportpakkinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira