ÍBV lagði botnlið Aftureldingar að velli, 29-21, í Olís-deild kvenna í dag.
Þetta var þriðji sigur Eyjakvenna í síðustu fimm leikjum. Þær eru með tólf stig í 7. sæti deildarinnar. Mosfellingar eru sem fyrr stigalausir á botninum.
Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍBV og Sandra Dís Sigurðardóttir sjö. Sunna Jónsdóttir var með fimm mörk.
Staðan í hálfleik var jöfn, 12-12, en í seinni hálfleik stigu Eyjakonur á bensíngjöfina og unnu hann, 17-9.
Kristín Arndís Ólafsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Anamaria Gugic og Heiðrún Berg Sverrisdóttir sitt hvor fjögur mörkin.
Mörk ÍBV: Ásta Björt Júlíusdóttir 10, Sandra Dís Sigurðardóttir 7, Sunna Jónsdóttir 5, Karolina Olszowa 4, Kristrún Hlynsdóttir, Sirrý Rúnarsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Kristín Arndís Ólafsdóttir 7, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 4, Anamaria Gugic 4, Telma Rut Frímannsdóttir 2, Ragnhildur Hjartardóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1, Roberta Ivanauskaite 1.

