Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orkudrykkja Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 18:15 Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, hvetur fólk til vatnsdrykkju. Aðsend - Getty/Jack Taylor Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“ Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“
Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07
„Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30
Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30
Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30