Sigurjón með mynd um Bitcoin-málið í bígerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2020 09:30 Sindri Stefánsson flúði land vegna málsins en sneri að lokum aftur eftir að hafa verið handtekinn í Amsterdam. Mynd/Lögreglan á Suðurnesjum Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2. Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, undirbýr nú gerð heimildarmyndar um Bitcoin-málið svokallaða sem vakti heimsathygli árið 2018. Búist er við að tökur hefjist í apríl, meðal annars á Íslandi.Í frétt Screen Daily um málið segir að heimildarmyndin muni aðallega snúast um Sindra Stefánsson og tvö aðra ónafngreinda Íslendinga sem sakfelldir voru fyrir aðild sína að stórfelldum þjófnaði á tölvubúnaði. Alls voru sjö sakfelldir fyrir aðild sína að málinu. Sindra hlaut þyngsta dóminn, fjögurra og hálfs árs fangelsi. Bitcoin-málið vakti heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki fundist. Þremenningarnir sagðir eiga að endurleika lykilatriði Í frétt Screen Daily segir að markmiðið sé að fá þremenninganna til þess að endurleika lykilatriði í atburðarrásinni. Palomar Pictures, framleiðslufyrirtæki Sigurjóns framleiðir myndina ásamt Stöð 2, að því er fram kemur á Screen Daily. Reiknað er með að tökur hefjist í apríl og eiga þær að fara fram á Íslandi, á Spáni og í Bandaríkjunum. Sem fyrr segir vakti málið mikla athygli og hafa vinsæl bandarísk tímarit á borð við GQ og Vanity Fair birt ítarlegar greinar þar sem farið var yfir málið frá A-Ö. Í viðtali vegna umfjöllunar Vanity Fair, sem kom út í nóvember síðastliðinn, kom meðal annars að maðurinn sem skipulagði þjófnaðinn sé alþjóðlegur huldumaður. Þá var þeim möguleika velt upp að tölvubúnaðurinn væri enn í gangi, að grafa upp Bitcoin, fyrir hinn alþjóðlega höfuðpaur. „Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ sagði Sindri í viðtali við Vanity Fair. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“Vísir er í eigu Sýnar hf sem einnig á Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Hollywood Rafmyntir Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30
Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. 4. nóvember 2019 13:02
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14
Sigurjón: „Þeir eiga ekki séns í bransanum lengur“ Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson segir Kevin Spacey og Harvey Weinstein eigi ekki afturkvæmt í Hollywood eftir þær ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur þeim. 17. nóvember 2017 11:38