Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar staðfest í Hong Kong Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 06:32 Vörður stendur vaktina við Sjúkrahús Margrétar prinsessu í Hong Kong, þar sem 39 ára karlmaður lést af völdum Wuhan-veirunnar. Vísir/EPA Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Stjórnvöld í Hong Kong hafa staðfest fyrsta andlátið í sjálfsstjórnarhéraðinu af völdum Wuhan-kórónaveirunnar. Alls eru nú 425 látnir af veirunni og yfir 20 þúsund tilfelli staðfest, samkvæmt nýjustu tölum frá kínverskum heilbrigðisyfirvöldum. Tvö andlát vegna veirunnar hafa nú verið skráð utan meginlands Kína. Um helgina lést karlmaður á Filippseyjum og í nótt greindu fjölmiðlar í Hong Kong frá andláti 39 ára karlmanns. Maðurinn var með undirliggjandi, langvinnan sjúkdóm og dvaldi í tvo daga í borginni Wuhan, þar sem veiran er talin eiga upptök sín, í janúar. Hann greindist með veiruna 31. janúar og var á þeim tímapunkti þrettánda staðfesta tilfellið í Hong Kong. Alls hafa fimmtán greinst með veiruna í sjálfsstjórnarhéraðinu og yfir 150 tilfelli eru staðfest utan Kína. Mikil ólga er meðal heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað að fullu til að hefta útbreiðslu veirunnar og tryggja öryggi stéttarinnar. Hundruð heilbrigðisstarfsmanna sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans lögðu niður störf í gær vegna þessa og verkföll héldu áfram í dag. Yfirvöld í Hong Kong hafa að hluta gengið að kröfum stéttarinnar. Öllum nema tveimur leiðum inn í Hong Kong frá Kína á láði og legi hefur nú verið lokað. Þá hefur þjónusta á sjúkrahúsum verið skert í gær og í dag vegna verkfallanna. Forsætisnefnd Kína viðurkenndi í gærkvöldi alvarlega annmarka á viðbrögðum við veirunni, sem talin er eiga upptök sín á markaði í Wuhan. Yfirvöld tilkynntu í gær að hrint yrði af stað átaki í viðleitni til að loka slíkum mörkuðum, sem víða eru starfræktir ólöglega í Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30 Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17 Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02 Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Kína sakar Bandaríkin um að ala á ótta Kínversk yfirvöld saka Bandaríkin um að valda ofsahræðslu vegna viðbragða bandarískra yfirvalda við kórónaveirunni. Bandaríkin lýstu yfir neyðarástandi í heilbrigðismálum vegna veirunnar á föstudaginn. 3. febrúar 2020 16:30
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar. 3. febrúar 2020 11:17
Kína viðurkennir annmarka á viðbrögðum við Wuhan-veirunni Forsætisnefnd Kína viðurkenndu í kvöld að alvarlegir annmarkar hafi verið við viðbrögðum við kórónaveirunni, sem átti upptök sín í Wuhan. Þá þyrfti að breyta neyðarviðbragðakerfi landsins til hins betra. 3. febrúar 2020 21:02
Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. 3. febrúar 2020 06:42