3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 20:00 Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna. vísir/vilhelm 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni.
Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50