3.500 leikskólabörn send heim á hádegi á morgun Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2020 20:00 Ljóst er að verkfall Eflingar á leikskólum Reykjavíkurborgar á morgun mun hafa víðtæk áhrif á starfsemi skólanna. vísir/vilhelm 3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni. Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
3.500 leikskólabörn verða senda heim á hádegi á morgun vegna verkfallsaðgerða Eflingar. Enginn árangur náðist á samningafundi félagsins og borgarinnar hjá sáttasemjara í dag. Efling hefur fallist á þær hækkanir sem lífskjarasamningarnir hljóða upp. Félagið gerir hins vegar kröfu um 52 þúsund króna hækkun aukalega til að leiðrétta lág laun félagsmanna, samtals 142 þúsund króna hækkun á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði við fréttastofu í dag að viðræðurnar strönduðu helst á þessari kröfu og ekki sæist til lands. Því er ljóst að verkfallsaðgerðir munu hefjast í hádeginu morgun og hafa talsverð áhrif. 3.500 börn verða til dæmis send heim á hádegi á morgun en áhrifin eru mismunandi eftir leikskólum. „Þannig eru tveir leikskólar sem munu hreinlega loka en síðan eru aðrir skólar sem munu geta haldið uppi nánast fullri þjónustu og aðrir þar sem þjónustan verður mjög skert,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Bjarni segir að foreldrar verði vel upplýstir um hvernig röskunin mun hafa áhrif. Aðgerðirnar hafa auk þess þau áhrif að sorp verður ekki hirt eftir hádegi á morgun. „Það verður frestun á hirðu í einhverjum hverfum þar sem þeir eru að hirða en þeir munu vinna það af sér á föstudag og síðan á laugardag væntanlega og þá fá þeir borgaða yfirvinnu fyrir það,“ segir Bjarni Þá munu snjóhreinsun og hálkuvarnir á aðskildum hjólaleiðum og stofnanaleiðum falla niður. Reykjavíkurborg sótti um undanþágu fyrir 250 stöðugildi af 450 hjá velferðarsviði. „Þetta eru náttúrulega bara undanþágur vegna viðkvæmustu þjónustunnar sem við rekum, fyrir aldrað fólk og fatlað fólk og svona þá sem minnst sem mega sín í samfélaginu, fólk með greiningar sem þarf á neyðargistingu að halda og slíkt og Efling varð við þessu öllu saman,“ segir Bjarni.
Félagsmál Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00 Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20 Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Segja ríkið hækka laun langt umfram lífskjarasamninginn Stéttarfélagið Efling segir að ríkið hafi nú þegar samið við hálaunahópa um launahækkanir sem séu í raun langt umfram lífskjarasamninginn svokallaða sem Efling og VR undirrituðu við Samtök atvinnulífsins í byrjun apríl í fyrra. 31. janúar 2020 07:00
Sólveig Anna segir Björn Leví henda skít í láglaunakonur Björn Leví segir besta starf í heimi að vinna á leikskóla og hann væri þar enn ef launin væru ekki svo lág. 3. febrúar 2020 13:20
Svona verða áhrifin af verkfallsaðgerðum Eflingarfólks í borginni Ljóst má vera að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfólks mun hafa umtalsverð áhrif á borgarbúa en fyrstu aðgerðir hefjast á hádegi á þriðjudaginn. 31. janúar 2020 14:50