Ónefndur lottóspilari varð 43,8 milljónum króna ríkari þegar hann var með allar tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins. Miðinn var seldur í áskrift.
Einnig hlutu tveir vinningshafar 331 þúsund krónur hvor og fengu átta aðrir sem hlutu annan vinning í Jóker 100 þúsund krónur í sinni hlut, er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Vann 43,8 milljónir króna
