Metanbóndi segir metanframleiðslu góða nýtingu á lífrænum úrgangi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2020 21:00 Hægt er að framleiða metan úr lífrænum úrgangi sem fellur til. vísir/vilhelm „Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“ Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
„Þetta er takmörkuð auðlind og leysir ekki orkuþörf samgönguflotans en það er gott að þetta geti verið valkostur í þessari grein. Rafmagnið er mjög góður kostur fyrir léttari og smærri bíla en það væri gott að geta afsett þessa vöru við nýtingu á úrganginum,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, metanbóndi. Jón hefur framleitt metan á búi sínu í rúm tíu ár og á tímabili nýtti hann aðeins heimagert metan sem eldsneyti á ökutæki. Jón ræddi metanbúskapinn í Reykjavík síðdegis og sagði hann undirbúninginn að framleiðslunni hafa byrjað árið 2008 þegar hann keypti búnað til að geta hafið framleiðsluna. Hann segir auðvelt að nálgast hráefni, enda nýtist ýmiss konar lífrænn úrgangur í framleiðsluna. „Það er hægt að sækja hráefni nokkuð víða, það er hægt að nota í þetta allskonar lífrænan úrgang og haugmykjan hentar vel sem grunnur. Það má líka nota hey og lífrænan úrgang úr þéttbýlinu og frá hreinsistöðvum og annað slíkt.“ Þá segir hann úrganginn sem komi úr framleiðslunni nýtast vel sem áburður á tún. „Þetta er mjög góð leið til að farga lífrænum úrgangi. Nýta þetta sem leið til að sleppa urðun og gera eitthvað gagn úr hráefni sem nýtist ekki.“ Jón segir restina af úrganginum, sem verður eftir þegar metanið hefur myndast úr hráefninu, nýtast vel sem áburð. Eftir sitji næringarrík efni sem henti einstaklega vel sem áburður. Úrgangurinn nýtist betur eftir að búið er að taka metan-gasið úr honum þar sem auðveldara sé fyrir plöntur að taka upp næringarefnin eftir að gasið er farið úr úrganginum,“ segir Jón. Jón segir bæði kosti og galla við að framleiða metan úr lífrænum úrgangi heima fyrir. Erfitt geti verið að standa undir kostnaði, enda sé búnaðurinn dýr og segir hann einnig mikla vinnu liggja að baki framleiðslunni. Metanframleiðsla á sveitabæjum gæti til að mynda verið mikil aukaleg vinnuábót fyrir bændur. „Það er ákveðin stærðarhagkvæmni í svona stöðvum þannig að eflaust er betra að menn tækju sig saman um þetta á einhverju svæði og létu byggja miðlæga stöð. Ég held að það sé kannski meiri framtíð heldur en litlar stöðvar á hverju búi.“
Orkumál Reykjavík síðdegis Umhverfismál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira