Segja foreldra Maní hafa afþakkað að viðtal væri tekið við drenginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2020 14:09 Foreldrar Manís, þau Shokoufa og Ardeshir Shahidi, fyrir utan forsætisráðuneytið í gær þegar þau fengu fregnir af því að engin breyting hefði orðið á máli fjölskyldunnar. Vísir/egill Settur forstjóri Útlendingastofnunar segir að ekki hafi verið rætt við hinn sautján ára íranska dreng Maní þar sem foreldrar hans hafi hafnað því. Umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd byggi ekki á aðstæðum drengsins. Því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Um er að ræða viðbrögð við orðum lögmanns fjölskyldunnar að brotið hafi verið á rétti drengsins með því að ræða ekki við hann. Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Portúgal á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta segir settur forstjóri Útlendingastofnunar og kemur sömuleiðis fram í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar. Um er að ræða viðbrögð við fullyrðingum lögmanns fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að málsmeðferðin hefði ekki verið réttmæt. Nefndi , að ekki hefði verið rætt við Maní í tengslum við málið. Segist hafa verið handtekinn og pyntaður í Íran Umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd var á þeirri forsendu að írönsk stjórnvöld leiti að fjölskylduföðurnum Ardeshir vegna þess að trúarlegt athæfi hans samræmist ekki stefnu þarlendra yfirvalda. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ sagði fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi á dögunum. Óttast hann um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Viðtalið við Ardeshir má sjá hér að neðan. Rúmlega átta þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda að vísa fjölskyldunni ekki úr landi. Meðal þeirra sem hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína eru fimm kennarar við Hlíðaskóla sem sitja í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða. Þau hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að senda Maní, sem nú búi við öryggi á Suðurnesjum og hafi aðlagast vel, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt. Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra sömuleiðis til þess að koma í veg fyrir að Maní og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Dómsmálaráðherra segir ekki rétt að teknar séu geðþóttaákvarðanir í málum sem þessu. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni fjölskyldunnar frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Fjallað var um málið í fréttum í gærkvöldi. Sagði brotið á barninu Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, sagði við Vísi á sunnudag brotið á fjölskyldunni á ýmsan hátt. Þar á meðal réttindum hins sautján ára Maní þar sem ekki hefði verið rætt við hann. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Vísir Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri Útlendingastofnunar, útskýrir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur stofnunarinnar séu þannig að foreldrum sé boðið að tekið sé viðtal við barnið. Viðtöl við börn niður í fimm ára gömul „Einu aðstæðurnar þar sem við tökum ekki viðtal við barnið er ef foreldrarnir neita því eða óska eftir því að það sé ekki gert. Við metum líka þörfina fyrir því eftir því hvaða málsaðstæður eru lagðar fyrir okkur í málinu. Ef það er ekki byggt á forsendum er varða barnið í umsókninni hjá okkur þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru á móti því,“ segir Þorsteinn. Útlendingastofnun benti á þetta í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar á mánudag. „Fjölskyldan kom hingað til lands og sótti um alþjóðlega vernd eftir stutta dvöl í Portúgal. Portúgölsk yfirvöld höfðu veitt fjölskyldunni vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið og var umsókn hennar um vernd því afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með ákvörðun um að þeim skyldi fylgt aftur til Portúgal. Þar í landi stendur fjölskyldunni til boða nauðsynleg þjónusta og málsmeðferðarúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd,“ segir í tilkynningu Útlendingastofnunar. Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir/Frikki Þar segir jafnframt að við málsmeðferð umsókna barna um alþjóðlega vernd taki starfsfólk Útlendingastofnunar viðtöl við öll börn sem hafi til þess aldur og þroska að fengnu samþykki foreldra. Starfsfólk stofnunarinnar, sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun, hafi tekið viðtöl við börn allt niður í fimm ára aldur. „Þannig er börnum tryggður réttur til að tjá sig sjálf um aðstæður sínar, heilsufar, líðan og fleira. Tillit er tekið til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska. Foreldrar geta afþakkað boð stofnunarinnar um að viðtal sé tekið við barn og er framburður foreldranna um aðstæður barnsins lagður til grundvallar ákvörðunum stofnunarinnar í slíkum tilvikum.“ Þannig hafi verklagið verið í tilfelli umsóknar fjölskyldu Manís. Viðtal hafi staðið til boða en verið hafnað. Eigi að leysa úr málinu í Portúgal Útlendingastofnun bendir einnig á að sem þátttakandi í Schengen-samstarfinu hafi Ísland innleitt svokallaða Dyflinnarreglugerð. „Í henni eru sett fram viðmið sem ákvarða hvaða ríki samstarfsins ber ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd. Eitt þessara viðmiða kveður á um að það ríki sem veitir einstaklingi áritun inn á Schengen-svæðið skuli bera ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd ef viðkomandi nýtir áritunina til að sækja um vernd í einhverju ríki samstarfsins,“ segir í tilkynningunni. Mál Manís og fjölskyldu eigi því að vera til umfjöllunar í Portúgal. „Rétt er að taka fram að þegar umsókn um alþjóðlega vernd er afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki tekin afstaða til þess hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd heldur er ákveðið að viðkomandi skuli fylgt til þess ríkis sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar. Það er hlutverk ríkisins sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar að skera úr um það hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mannréttindi Tengdar fréttir Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Settur forstjóri Útlendingastofnunar segir að ekki hafi verið rætt við hinn sautján ára íranska dreng Maní þar sem foreldrar hans hafi hafnað því. Umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd byggi ekki á aðstæðum drengsins. Því hafi ekki verið gengið hart eftir því að ræða við drenginn. Um er að ræða viðbrögð við orðum lögmanns fjölskyldunnar að brotið hafi verið á rétti drengsins með því að ræða ekki við hann. Útlendingastofnun hefur hafnað umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd. Til stendur að vísa fjölskyldunni til Portúgal á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þetta segir settur forstjóri Útlendingastofnunar og kemur sömuleiðis fram í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar. Um er að ræða viðbrögð við fullyrðingum lögmanns fjölskyldunnar í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag að málsmeðferðin hefði ekki verið réttmæt. Nefndi , að ekki hefði verið rætt við Maní í tengslum við málið. Segist hafa verið handtekinn og pyntaður í Íran Umsókn fjölskyldunnar um alþjóðlega vernd var á þeirri forsendu að írönsk stjórnvöld leiti að fjölskylduföðurnum Ardeshir vegna þess að trúarlegt athæfi hans samræmist ekki stefnu þarlendra yfirvalda. „Ég var handtekinn í tíma og haldið í tvo sólarhringa. Þar var ég pyntaður. Mér og fjölskyldu minni var hótað lífláti. Þeir hótuðu einnig að nauðga fjölskyldu minni,“ sagði fjölskyldufaðirinn Ardeshir Shahidi á dögunum. Óttast hann um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Viðtalið við Ardeshir má sjá hér að neðan. Rúmlega átta þúsund manns skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda að vísa fjölskyldunni ekki úr landi. Meðal þeirra sem hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína eru fimm kennarar við Hlíðaskóla sem sitja í teymi er lætur sig málefni hinsegin barna varða. Þau hvetja stjórnvöld til að endurskoða ákvörðun sína um að senda Maní, sem nú búi við öryggi á Suðurnesjum og hafi aðlagast vel, í aðstæður þar sem það mun án efa óttast um líf sitt. Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra sömuleiðis til þess að koma í veg fyrir að Maní og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ Þá óska þeir eftir því að fjölskyldunni verði veitt dvalarleyfi hér á landi. Dómsmálaráðherra segir ekki rétt að teknar séu geðþóttaákvarðanir í málum sem þessu. Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni fjölskyldunnar frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Fjallað var um málið í fréttum í gærkvöldi. Sagði brotið á barninu Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, sagði við Vísi á sunnudag brotið á fjölskyldunni á ýmsan hátt. Þar á meðal réttindum hins sautján ára Maní þar sem ekki hefði verið rætt við hann. „Það er ýmislegt sem að ég hef tekið eftir í þessu máli að það er mikill annmarki á málsmeðferðinni sem hann hefur fengið. Meðal annars það að hann fékk aldrei að tjá sig um málið, ekki neitt. Við erum að tala um 17 ára dreng sem fékk ekki og var ekki einu sinni spurður um málið og af hverju hann væri að leita eftir vernd,“ sagði Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar, í fréttum Stöðvar 2 á sunnudag. Claudie Ashonie Wilson, lögmaður fjölskyldunnar.Vísir Þorsteinn Gunnarsson, forstjóri Útlendingastofnunar, útskýrir í samtali við fréttastofu að verklagsreglur stofnunarinnar séu þannig að foreldrum sé boðið að tekið sé viðtal við barnið. Viðtöl við börn niður í fimm ára gömul „Einu aðstæðurnar þar sem við tökum ekki viðtal við barnið er ef foreldrarnir neita því eða óska eftir því að það sé ekki gert. Við metum líka þörfina fyrir því eftir því hvaða málsaðstæður eru lagðar fyrir okkur í málinu. Ef það er ekki byggt á forsendum er varða barnið í umsókninni hjá okkur þá leiðir það frekar til þess að við göngum ekki hart á eftir því að fá viðtal við barnið ef foreldrarnir eru á móti því,“ segir Þorsteinn. Útlendingastofnun benti á þetta í tilkynningu á vef Útlendingastofnunar á mánudag. „Fjölskyldan kom hingað til lands og sótti um alþjóðlega vernd eftir stutta dvöl í Portúgal. Portúgölsk yfirvöld höfðu veitt fjölskyldunni vegabréfsáritun inn á Schengen-svæðið og var umsókn hennar um vernd því afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar með ákvörðun um að þeim skyldi fylgt aftur til Portúgal. Þar í landi stendur fjölskyldunni til boða nauðsynleg þjónusta og málsmeðferðarúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd,“ segir í tilkynningu Útlendingastofnunar. Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar.Vísir/Frikki Þar segir jafnframt að við málsmeðferð umsókna barna um alþjóðlega vernd taki starfsfólk Útlendingastofnunar viðtöl við öll börn sem hafi til þess aldur og þroska að fengnu samþykki foreldra. Starfsfólk stofnunarinnar, sem hefur hlotið til þess sérstaka þjálfun, hafi tekið viðtöl við börn allt niður í fimm ára aldur. „Þannig er börnum tryggður réttur til að tjá sig sjálf um aðstæður sínar, heilsufar, líðan og fleira. Tillit er tekið til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska. Foreldrar geta afþakkað boð stofnunarinnar um að viðtal sé tekið við barn og er framburður foreldranna um aðstæður barnsins lagður til grundvallar ákvörðunum stofnunarinnar í slíkum tilvikum.“ Þannig hafi verklagið verið í tilfelli umsóknar fjölskyldu Manís. Viðtal hafi staðið til boða en verið hafnað. Eigi að leysa úr málinu í Portúgal Útlendingastofnun bendir einnig á að sem þátttakandi í Schengen-samstarfinu hafi Ísland innleitt svokallaða Dyflinnarreglugerð. „Í henni eru sett fram viðmið sem ákvarða hvaða ríki samstarfsins ber ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd. Eitt þessara viðmiða kveður á um að það ríki sem veitir einstaklingi áritun inn á Schengen-svæðið skuli bera ábyrgð á meðferð umsóknar um alþjóðlega vernd ef viðkomandi nýtir áritunina til að sækja um vernd í einhverju ríki samstarfsins,“ segir í tilkynningunni. Mál Manís og fjölskyldu eigi því að vera til umfjöllunar í Portúgal. „Rétt er að taka fram að þegar umsókn um alþjóðlega vernd er afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar er ekki tekin afstaða til þess hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd heldur er ákveðið að viðkomandi skuli fylgt til þess ríkis sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar. Það er hlutverk ríkisins sem ber ábyrgð á meðferð umsóknarinnar að skera úr um það hvort viðkomandi eigi rétt á alþjóðlegri vernd.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Mannréttindi Tengdar fréttir Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19 Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11 Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20 Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Biskupar vilja að Maní fái dvalarleyfi: „Guð elskar okkur eins og við erum“ Biskupar þjóðkirkjunnar hvetja dómsmálaráðherra til þess að koma í veg fyrir að transpiltinum Maní Shahidi og fjölskyldu hans verði vísað úr landi „á forsendum mannúðar og kærleika.“ 18. febrúar 2020 18:19
Maní verður vísað úr landi þegar hann útskrifast af spítalanum Mótmælendur, sem hugðust afhenda dómsmálaráðuneytinu tæplega átta þúsund undirskriftir um að stöðva brottvísun Manís, fengu ekki að koma inn í ráðuneytið nú í hádeginu til að afhenda listann. 18. febrúar 2020 13:11
Spurði um stefnu Útlendingastofnunar í málefnum hinsegin fólks Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, telur að skýra þurfi stefnu og verkferla Útlendingastofnunar hvað varðar mál hinsegin fólks. 19. febrúar 2020 13:20
Læknar segja óforsvaranlegt að vísa Maní úr landi meðan hann er enn í meðferð Kærunefnd útlendingamála hefur gefið lögmanni íranska transdrengsins Maní Shahidi og fjölskyldu frest til 24. febrúar til að skila frekari gögnum í málinu. Þó er ekki búið að fresta fyrirhugaðri brottvísun fjölskyldunnar. 18. febrúar 2020 20:15