Á vefsíðunni Luminary Experiences er hægt að festa kaup á sex daga ferð til Íslands þar sem aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson mun fara með þig um landið.
Kostnaðurinn er tæplega 1,7 milljónir króna og er bæði hægt að gista í tvíbýli og sem einstaklingur. Í tvíbýli kostar ferðin 12700 dollara á mann en í einstaklingsherbergi mun það ver 13200 dollarar.
Á vefsíðunni er talað um að ferðamennirnir muni njóta lífsins hér á landi með sterkasta manni heims og Game of Thrones stjörnunni Fjallinu.
Dagskráin fer að mestu leyti fram fyrstu fimm dagana. Ferðmennirnir skoða staði á borð við Raufarhólshelli, Gullfoss og Geysi, Seljalandsfoss, Sólheimajökul, Vestmannaeyjar, Þríhnjúkagíg, Bláa Lónið (þar sem er gist á lúxushóteli), Reykjavík, hvalaskoðun og margt fleira. Leiðsögumaðurinn er síðan Hafþór Júlíus Björnsson.
Gist er í þrjár nætur á Hótel Rangá og í tvær nætur í Bláa Lóninu.