Myndband sýnir björgun slasaðra skipverja frá upphafi til enda Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 15:58 Sigmaður Landhelgisgæslunnar kemur niður í flutningaskipið. Landhelgisgæslan Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar. Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo slasaða skipverja í erlent flutningaskip á laugardag sem statt var norður af Reykjanesi. Myndband sem Landhelgisgæslan birti í dag sýnir björgunina frá upphafi til enda. Þá var önnur þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út í sjúkraflug frá Vesmannaeyjum að kvöldi laugardags en gat ekki lent í Eyjum vegna veðurs, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst fyrst beiðni um aðstoð vegna slyss í vélarúmi flutningaskips, sem statt var skammt norður af Keilisnesi á Reykjanesskaga, á laugardag. Ákveðið var að senda þyrluna TF-EIR til að koma mönnunum undir læknishendur. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að vegna tungumálaörðugleika hafi túlkur verið fenginn til að aðstoða áhöfnina áður en þyrlan tók á loft til að fara yfir hvernig staðið yrði að hífingum. Þegar þyrlan kom á vettvang var sigmanni, lækni, tveimur hífingarbörum og búnaði slakað um borð í skipið. Þyrlan fór frá skipinu meðan áhöfnin athafnaði sig um borð og hlúði að skipverjunum. Þeim var komið fyrir á grjónadýnu í hífingarbörum og undirbúnir til flutnings. Að því búnu fór þyrlulæknirinn aftur um borð í þyrluna og svo voru skipverjarnir tveir hífðir um borð. Sigmaðurinn fór síðastur frá flutningaskipinu. Skipverjarnir voru svo fluttir á Landspítalann í Fossvogi. Meðfylgjandi myndband gefur innsýn inn í störf þyrlusveitarinnar. Í því má sjá feril útkallsins frá sjónarhorni sigmannsins. Þá var áhöfnin á þyrlunni TF-GRO kölluð út að kvöldi laugardags til að annast sjúkraflutning frá Vestmannaeyjum. Vegna veðurs gat sjúkraflugvél ekki lent í Eyjum. Þyrlan tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á ellefta tímanum og var komin aftur til baka rúmri klukkustund síðar.
Landhelgisgæslan Vestmannaeyjar Vogar Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Sjá meira