Boðað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar hefst á miðnætti annað kvöld Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Samninganefnd Eflingar fundar nú um næstu skref í kjaradeilunni við Reykjavíkurborg. Sólveig Anna Jónsdóttir Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld. Ekkert hefur miðað í samningaviðræðum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í vikunni. Stéttafélagið hefur boðað til ótímabundinna verkfallsaðgerða frá miðnætti annað kvöld en um 1850 manns starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni og 1650 notendur velferðaþjónustu borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd Eflingar ætlaði að hittast klukkan ellefu og ræða um kjaradeiluna við Reykjavíkurborg. Hún bjóst við að fundurinn stæði fram eftir degi. Þá á Sólveig Anna fund með undanþágunefnd fyrir aðgerðirnar næstu viku en velferðasvið borgarinna hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni sem snýr að umönnum fatlað fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Þrif og aðstoð við böðun á heimilum fatlaðs og eldri borgara í heimahúsum falla niður. Á meðan verkfallið stendur yfir mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund hjá Ríkissáttasemjar með sambandi sveitarfélaga á mánudaginn. Sólveig Anna sagði það fyrsta fund með sambandinu í langan tíma. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hittist í morgun til að fara yfir næstu skref í kjaraviðræðum við Reykjavíkurborg. Önnur nefnd Eflingar á fund með Samtökum sveitarfélaga hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Efling hefur boðað til allsherjarverkfalls sem hefst á miðnætti annað kvöld. Ekkert hefur miðað í samningaviðræðum milli Eflingar og Reykjavíkurborgar í vikunni. Stéttafélagið hefur boðað til ótímabundinna verkfallsaðgerða frá miðnætti annað kvöld en um 1850 manns starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Aðgerðirnar munu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni og 1650 notendur velferðaþjónustu borgarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði í samtali við fréttastofu í morgun að samninganefnd Eflingar ætlaði að hittast klukkan ellefu og ræða um kjaradeiluna við Reykjavíkurborg. Hún bjóst við að fundurinn stæði fram eftir degi. Þá á Sólveig Anna fund með undanþágunefnd fyrir aðgerðirnar næstu viku en velferðasvið borgarinna hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir það starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni sem snýr að umönnum fatlað fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Þrif og aðstoð við böðun á heimilum fatlaðs og eldri borgara í heimahúsum falla niður. Á meðan verkfallið stendur yfir mun ýmis konar þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Samninganefnd Eflingar gagnvart Sambandi íslenskra sveitarfélaga á fund hjá Ríkissáttasemjar með sambandi sveitarfélaga á mánudaginn. Sólveig Anna sagði það fyrsta fund með sambandinu í langan tíma.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira