Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. febrúar 2020 20:00 Ferðamenn nutu óveðursins í Reykjavík í dag. Vísir/Vilhelm Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro. Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Erlendir ferðamenn í Reykjavík kipptu sér lítið upp við óveðrið sem gekk yfir í morgun. Nokkrir þeirra hreinlega nutu þess að upplifa alíslenska vetrarlægð. Óveðrið sem gekk yfir suðurhluta landsins hafði áhrif á áætlanir fjölmargra erlendra ferðamanna þar sem vegir til og frá höfuðborginni, að helstu náttúr perlum landsins, voru lokaðir. Margir tóku á það ráð að njóta óveðursins í miðborg Reykjavíkur og fá hreint íslenskt loft beint í fangið á gönguleiðinni meðfram Sæbraut og við Hörpuna. Sumir áttu þó í mestu vandræðum þegar öflugar hviður hrifu þá með sér. Náttúran sýndi listir sínar þegar þegar brimaldan skall á varnargörðum. Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu.Vísir/Stöð 2 „Við ætluðum að fara í bæinn og skoða hús en veðrið er hins vegar afar slæmt,“ sögðu feðgarnir Uli Konig og Philipp Konig frá Ítalíu. „Við komum sérstaklega til að upplifa slæmt verður,“ sagði Mauricio Morales, frá Mexíkó.Virkilega? „Við ákváðum það og við vissum af storminum og rauðu viðvöruninni. Við vildum því endilega upplifa það,“ sagði Mauricio. „Ég hélt að veðrið yrði verra en það varð. En þetta er tilbreyting,“ sagði Pedro Santos Frá Portúgal. Mauricio Morales, frá Mexíkó og Magdalena Markiewicz, frá Póllandi.Vísir/Stöð 2 „Maður upplifir kraft náttúrunnar. Þetta er magnað,“ sagði Magdalena Markiewicz, frá PóllandiFinnst ykkur þá að svona vont veður sé heillandi?„Já, ég er frá Mexíkó. Ég sagði við konuna mína að við fengjum stundum fellibylji og alls konar furðulegt veður og því fannst mér áhugavert að upplifa slíkt á Íslandi,“ sagði Mauricio. „Vonandi verður betra veður á morgun svo við getum skoðað okkur um á þessari fallegu eyju, Íslandi,“ sagði Uli. Pedro Santos frá Portúgal.Vísir/Stöð 2 Fannst þér merkilegt að upplifa veðrið í morgun? „Já.Þetta er ný upplifun og ég var að spá í það hvenær færi að snjóa. Mig langaði að sjá snjó,“ sagði Pedro.
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Tengdar fréttir Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31 Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56 800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Sjá meira
Mikið tjón víða um land eftir lægðina Gríðarlegt tjón varð víða þegar ein versta óveðurslægð síðustu ára gekk yfir landið. Maður slasaðist þegar þakplata fauk á hann. Bílar skemmdust, rúður brotnuðu og klæðningar á byggingum fuku. Þá sló rafmagni út þegar rafmagnsstaurar brotnuðu undan veðurhamnum. 14. febrúar 2020 18:31
Fjúkandi ferðamenn við Hörpu Óhætt er að segja að hvassviðrið við Reykjavíkurhöfn og Hörpu hafi verið mikið fyrir hádegi í dag. Svo mikið að þeir ferðamenn sem ákváðu að vaða út í óveðrið mættu á tíma ofjarli sínum. 14. febrúar 2020 11:56
800 björgunarsveitarmenn sinntu rúmlega 700 verkefnum Klæðningar fuku víða af byggingum, eitthvað var um að gluggar og hurðir brotnuðu og einnig þurfti að huga að bátum í höfnum. 14. febrúar 2020 18:40