Skoðun

Móður hugtakið er ekki allra veruleiki

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Það var meiriháttar að lesa greinina eftir Margaret Anne Johnson um þetta með það þegar konur sjá eftir að verða mæður. Það er greinilega enn séð af sumum sem Guðslast fyrir konur að opna munninn um það að þær muni ekki „eignast“ börn, fæða börn í heiminn.

Ég er nógu gömul til að muna að engin kona sagði slíkt  upphátt fyrir hálfri öld og í sjónvarpsþætti hér í Ástralíu sem var endurtekinn nýlega um konur sem voru að velja barnleysi, þar kom fram að þær hafi orðið fyrir athugasemdum eins og Margaret vitnar í.

Mér var ýtt út í það á slæman hátt fyrir hálfri öld þegar ég af ótal ástæðum frá atvikum í upphafi ævinnar var langt frá því að komast að því að finna innan frá hvað líf mitt ætti að verða um. Það var á hreinu frá tveim konum í lífi mínu þá, að ung kona eins og ég hefði engan rétt til þess einu sinni að hugsa fyrir sjálfa mig um líf mitt. Framkonan við mig var eins og ef ég væri kú eða kind.

Mannverur eru ekki dýr og konur hafa annars konar möguleika um lífsplön sín nú á tímum, og ekki síst eftir daga iðnvæðingar  þegar ótal möguleikar birtust fyrir þær til að nota heilabú sín og alla hæfileika sína.

Dýr sem hafa engan annan tilgang á jörðu en að fjölga sér og leyfa kynhvötinni einni að ráða lífi sínu, og þau líta öll út eins og foreldrin nema ef um flekki sé að ræða á öðrum stöðum en í foreldrinu en að öðru leyti er afkvæmið með sama útlit og foreldrin.

Ég upplifði mig vera séða  eins og ég væri bústofn í mannslíki sem hefði þá skyldu að skaffa þjóðinni þegna.

Slík frekja er mjög slæm fyrir blessuð börnin sem fæðast konum í þeim kringumstæðum, sem allt virði hefur verið tekið frá. Sem er af því að margar lenda sem einskonar vélmenni af því að þær hafa ekki fengið að þróast á sínum eigin tíma og á sinn hátt til að finna og upplifa innan frá hvað líf þeirra eigi að vera um.

Þessi ályktun í fólki hefur að minni sýn oft meira að gera með hormóna en veruleikann um uppeldi á börnum.  Og er einnig tegund meðvirkni að vilja að allar konur séu eins og þær sem finna svo sterkt fyrir þessari þrá.

Þrá sem ég heyrði aldrei sagða  upphátt fyrr en eftir að koma til Ástralíu og svo sé ég að það virðist oft koma meira frá konum sem eiga ekki auðvelt með getnað og enda í gervifrjóvgun og slíku. Þá verður það ferli að reynslu sem er ekki í mínum veruleika.

Þá verður það hugsanlega enn mikilvægara að fá getnað og verða foreldrar af því að það kemur ekki auðveldlega, en það réttlætir samt ekki að ákveða að allar konur verði að fæða börn, ef það er ekki það sem er rétt fyrir þær og líf þeirra.

Sumir tala um eigingirni í fólki sem vilji ekki fjölga mannkyninu, en það getur verið jafn mikil eigingirni í að vilja börn sem stundum eru bara sett í heiminn til að sýna öðrum eitthvað um styrk, sem hefur svo ekkert að gera með ást á þeim börnum.

Ég hef talað við einstaklinga með slíkt sjónarhorn þar sem það skipti engu máli hvernig komið væri fram við barnið bara ef hann gæti sýnt að sæðið í honum virkaði. Og það eru líka til konur sem fá svipaðar tilfinningar um að láta barna sig, en vilja ekki hafa föður handa barninu.

Ég veit ekki hver kom upp með þessa mynd um það hvernig móðir væri? Ímyndin sem var sett upp er í raun mikið til Goðsögn, trúlega miðuð út frá dýrum og í þeim tilgangi að fjölga mannkyni ótakmarkað.

Sannleikurinn er í raun sá að fyrir sum störf hentar illa að hafa börn með í dæminu. Konur sem giftast mönnum sem starfsins vegna eru mikið í burtu eru í raun ekkjur.

Af þeim konum sem ég þekki og veit um, og hafa fætt börn í heiminn, á sú mynd og tilfinninga upplifun bara við sumar þeirra.

Það er bara ekki veruleiki allra kvenna að eiga enga aðra þrá. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að fyrir tíma getnaðarvarna komu ótal börn út úr konum vegna kynmaka sem enginn veit hvort þær nutu eða ekki, né hvort þær þráðu svo að hafa fleiri munna að fæða, föt að búa til, eða kaupa, rúm til að sofa í og svo framvegis, á tímum þröngs húsnæðis. Þegar þær og þau hjón höfðu nær enga peninga á milli handanna og sáu enga gleði í streðinu.

Ég hef upplifað afleiðingar þess í konu af kynslóð ömmu minnar og hvernig sú kona færði þann skort á gleði yfir börnum niður línuna.  Þessi getnaðar þrá er oft úr öllu samhengi við þann veruleika  sem verður.

Spurningin er hvort óvæntir getnaðir virkuðu  kannski í sálum þeirra og hugum sem slæmar afleiðingar og óheppni, eins og þetta með veðrið sem enginn gæti ráðið yfir. Eða hvort þær sættu sig stundum við hið óvænta hlutverk og ábyrgð.

Hversdagsleikurinn þegar börnin eru komin

Litið til mismunar  í gegn um örfáa áratugi

Það er greinilega líka misjafnt hvenær þetta svokallað Goðsagnar móður- eðli birtist innan í konunni, ef það birtist, sem og föður eðli og þrá í karlmanni sem sé kominn með alvöru löngun til að vera  af alvöru í hlutverki föðurs. Sem er mjög yndislegt að heyra og vitna þegar það gerist.

Ekki bara sæðisgjafari sem heilsar af og til  upp á afkvæmi sín. En telur þau samt ekki koma sér við, hvað það varðar að sinna þeim, sýna þeim áhuga og svo leiðbeina þeim í lífinu, ef þeir hafa eitthvað af því í sér?  Það er nefnilega ekki nærri alltaf tilfellið.

Kynslóð mín sem er um sjötugt upplifði ekki oft feður á síðustu öld, eins og ég sé núna í verslunarmiðstöð hér í Adelaide.

Maður sá enga karlmenn ýta kerrum eða barnavögnum, hvað þá hafa þá framan á sér í þesskonar burðartæki og vera tengda þeim og eina með þau í verslunarmiðstöðvum.

Ungbörn voru þeim sem fæddust í fyrri hluta  síðustu aldar, og ef þeir sem ég vissi til enduðu með að þurfa að vera einir með þeim á árunum um 1970 og þar í kring, sáu margir karlmenn það sem eitthvað sem þeim fannst leiðinlegt og erfitt, og fyrir utan sitt svið að sinna.

Þeir voru að passa, ekki að njóta þess að vera einir með barni eða börnum, og þá að fá tækifæri til að kynnast þeim enn betur. Þeir höfðu ekki haft leyfi eða tækifæri til að vera við fæðingar barna sinna.

Nú er það mörgum feðrum sem betur fer mjög eðlilegt og kannski vegna þess að rétt eftir 1970 fengu feður að vera við fæðingar og tengja við börn sín um leið og þau birtust, og þeir njóta þess að vera feður.

Sem betur fer eru ungar konur að byrja að opna sig um veruleikann í þessu ferli við að fjölga mannkyninu. Og líka þær sem vissu virkilega að þær töldu sig þrá að verða mæður.  Svo uppgötva sumar þeirra að það er ekki eins auðvelt og yndislegt fyrir þær og draumurinn sem var settur upp í hugum þeirra.

Nýlega sá ég dæmi um óraunveruleika um hvað kæmi.  Hjón í Bandaríkjunum þráðu að fá barn,  þau fóru margar ferðir í gervifrjóvgun áður en þau fengu rétta útkomu.

Það sem ég hnaut um var þegar konan sem fæddi barnið sagði að hún hafi ekki getað tengt við barnið.  Hún hafði talið að stúlkubarn myndi líta út eins og hún, en barnið var mun líkari föðurnum.  Og í þessum „The Doctors“ þætti var það hann sem hélt á barninu og var mun meira eins og móðir barnsins, en konan sem fæddi það.

Hugsanlega var hugmyndin í þessari konu sú að barn af sama kyni myndi líta út eins og hún.

Sannleikurinn er samt sá með að fæða börn í heiminn að í raun hefst alvöru foreldrun ekki fyrr en  barnið hefur orðið táningur af því að fram að því er vinnan meira barnagæsla. Og það er svo margt sem getur komið fyrir.  Börn geta fæðst með fötlun eða sjúkdóm, þau geta fengið allskonar önnur vandamál að glíma við og svo framvegis.

Og núna þegar allir verða að vinna nær myrkranna á milli lenda börnin á að vera meira og minna alin upp á barnaheimilum.

Svo að þá er að spurningin hvað fólk sé í raun að hugsa hvað varðar að fæða börn í heiminn án þess að skoða allt dæmið áður en fjölgun er skipulögð.

Hinn kaldi veruleiki margra um að vera ekki óskabörn og foreldra sem vildu annað  

Og aðrir veruleikar sem aldrei var talað um

Ég hef talað við ýmsa einstaklinga sem voru ekki velkomin börn inn í líf konunnar sem fæddi þau í heiminn eða inn í líf sæðisgjafa. Og þau óska engum öðrum börnum þess að koma inn í þá baráttu sem fylgir því að vera ekki velkomin og elskuð.

Ótal konur sem reyndu að fá þungunarrof um árið þegar pillan var rétt  nýkomin á síðara tímabili sjötta áratugarins urðu oft fyrir ofstjórn karlkyns kvensjúkdómalækna. Þeir höfðu annaðhvort þá skoðun eða skipun frá stjórnvöldum, að hver einasta kona sem hefði fengið getnaðarfærakerfið í gang, yrði að skaffa alla vega einn þegn, áður en hún fengi pilluna eða þungunar-rof. Það var einskonar öðruvísi herskylda sem ég fékk minn skammt af.

Þannig tóku yfirvöld egg og sæði fólks eignarnámi og sum yfirvöld í heiminum gera það enn þann dag í dag, þegar jörðin þjáist af offjölguninni.

Þeir sem telja að hver einasta kona fái þessa sterku móðurtilfinningu um leið og getnaðarfærakerfið fer í gang, eru með mikla óskhyggju sem er byggð á algeru óraunsæi.

Af einhverjum ástæðum er þessi gamli heilaþvottur trúarbragða sem stjórnvalda heims, enn ríkjandi í hluta af heilum mannkyns.

Þeir einstaklingar sem hafa slíkt viðhorf myndu læra margt af að fara um og spyrja réttra spurninga, í stað þess að áætla að þau viti allt um hvað hvert stúlkubarn er hér fyrir, til að heyra hvernig hún sér framtíð sína.

Það eru milljónir einstaklinga sem komu í heiminn fyrir daga gagnlegra getnaðarvarna sem hafa upplifað þá einstaklinga sem þau fæddust til sem óvini. Það er af því að foreldrin sýna enga gleði yfir að hafa fengið þau í líf sitt.

Þess vegna  upplifa mörg þeirra sig sem drasl, sem er vegna þess að getnaður þeirra eyðilagði drauminn sem þau sem fæddu þau í heiminn höfðu haft um líf sitt. Þau voru  sem sagt ekki óskabörn og því ekki velkomin.

Ráðríki í körlum um sæðin sín

Eða Goðsögn frá óskhyggju karlkyns, eða eitthvað annað.

En sú meining hefur aldrei átt við hverja einustu kvenveru hvorki í mannkyni né öllum kvendýrum heldur.  Kindur sem bera í fyrsta skipti eru stundum skíthræddar við afkvæmi sín eða kannski hvað sé að gerast inni í þeim af því að það sé nýtt og lömbin verða þá að vera sett undir aðrar kindur. Ég vitnaði það þegar ég vann á bæ þar sem var sauðfjárbúskapur.

Um aldir hefur Goðsögninni um móðureðlið verið haldið uppi sem einni staðreynd um allar konur og allt kvenkyn. Svo að heilaþvotturinn var eins og lyktarlaust gas sem hefur smogið inn í heilabú mannkyns þar til hver og einn vaknar til að fá annað viðhorf.

Það að heyra að Donald Trump vilji hindra konur í að ráða hvað þær gera við líkama sína virðist sýna að hann telji að allar konur hafi það í sér að hafa það sem ég kalla núna „Móður-app“ hnapp sem eigi að virkjast í hverri konu um leið og sæði hitti egg. Og hún eigi að vera uppi í skýjunum af sælu af að hafa það gerast.

Auðvitað er viss hluti kvenna sem hefur það „App“ virkjað og tilbúið í sér og þær eru algerlega tilbúnar í hvað sem koma muni með blessað barnið eða börnin sem þær fæða í heiminn.

Ég hitti mann um árið í Íslensku danshúsi sem frá samræðum birti það viðhorf að hann sá enga ástæðu fyrir að karlmaður hefði áhuga fyrir afkvæmi sínu.  Hinsvegar sá hann  mikinn tilgang í að dreifa sæði sínu sem víðast. Og ekki síst til að sanna fyrir bræðrum sínum að sæðin hans væru jafn mögnuð og sæðin þeirra.

Hann varð blankur í andlitinu þegar ég benti honum á að börn þyrftu á ást og áhuga föður síns fyrir sér og lífi sínu, og til að leiða þau í gegn um lífið.  Hann var giftur, átti einn son. Þetta blanka andlit birtist þegar ég spurði hann hvort hann hefði sinnt honum og sýnt honum áhuga. Hann sá enga þörf fyrir slíkt.

Ég tel að þessi maður sem var svo uppnuminn af mikilvægi sæðisins úr sér, hafi aldrei haft upplifun af að faðir hafi elskað hann eða sýnt áhuga.

Andlitið á honum talaði háum hljóðum um það sem hann vantaði innan frá.

En eldurinn var í huga hans við þá tilhugsun að einhver kona úti bæ, önnur en konan hans kona yrði viljug til að leyfa honum að skilja sæði sitt eftir í henni án getnaðarvarna, og að vona að það myndi hitta egg og þar með skaffa „bikarinn“ barnið sem myndi staðfesta styrk manndóms hans fyrir systkinum sínum.

Það var mjög trúlega vegna þess að konan hans vildi ekki fæða honum fleiri börn og ég var viss um að það væri vegna vanrækslu hans á syninum og var sjaldan heima og fór einn út á skemmtistaði. En hann skildi það greinilega ekki. Af hverju ættu slíkir menn að hafa svo mikla áherslu og álit á gæðum eigin sæða?

Það er í raun mikil veruleikaskekkja að mínu áliti í karlmanni að sjá barn sem sinn vinningsbikar, af því að það er líkami konunnar sem skaffar svo allt mögulegt annað sem það barn þarf til að koma út með réttan og heilbrigðan líkama.

Öll efni hormónar og allt annað sem líkami þarf koma frá henni sem er auðvitað mögulegt með tilleggi hins nauðsynlega sæðis, en fóstrið tekur allt sem ég kalla sköpunar-byggingarefni og skil að mikið af meðgöngu þunglyndi verði til frá því ferli af því að svo mikið er tekið frá líkama hennar þessa níu mánuði sem sæðisgjafinn sleppur við að upplifa.

Menn monta sig ansi oft yfir þessu smáa framlagi þegar kvenlíkaminn hefur lagt til mikið meira í þessa mögnuðu sköpun sem það er að koma mannveru í heiminn. Atvik sem milljónir karlmanna hafa hlaupið frá allri ábyrgð og umönnun fyrir, um leið og sumir þeirra hafa stór Egó tengt sæðinu sínu án neinnar ástar á þeim afkvæmum sem verða til.

Upplifunin á að vera ekki óskabarn

Það er ansi stór sá hópur kvenna sem hafa fengið sig saddar af þessari lygi um Móður ástina.  Þá er raunsærra að nota orðin líkaminn sem ég kom frá inn í þetta líf, frekar en hver Móðir mín var. Ég hef hitt slatta af konum hér sem upplifðu þá konu sem fæddi þær í heiminn, ekki sem mæður, og ekki heldur foreldri.

Ég þekki líka ótal tilfelli af mönnum sem sýndu börnum sínum engan áhuga að ráði á meðan parið var saman og í þessu tilfelli hætti sá maður að taka þau tvö út eftir tvö eða þrjú skipti.

Hann fann svo aðra konu til að koma tveim fleirum börnum í heiminn, og sinnti þeim ekki heldur.  Svo kom það fimmta með þriðju konu, og því ekki sinnt heldur.  Og það samt ekki af því að hann væri í ætlaðri sæðisdreifingu, heldur af því að hann vildi aðra móður og kynmökin urðu hluti af þeirri sorglegu vonlausu leit.

Ef öll börn, allir einstaklingar í  heiminum sem hafa upplifað sig og vitað sig óvelkomin í heiminn færu í áherslugöngu, eins og við gerðum með hlýnunina í heiminum. Þá myndu prestar allra trúarbragða og þeir í Vatikaninu fá mikla veruleika aðlögun og vöknun. Það er að segja, ef þau hafa heilabú sem séu fær um að melta allan veruleikann um kynlíf og getnað, versus afkvæmin. Sálir flytjast, en líkaminn er einnota.

Það er kominn tími á þá uppljómun í ljósi ástands jarðar og offjölgunar um aldir.

Matthildur Björnsdóttir.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×